Póstlisti Íslenska fjallahjólaklúbbsins

Póstlisti Íslenska fjallahjólaklúbbsins er notaður til að senda stutt fréttaskeyti til félagsmanna, til dæmis til að láta vita af uppákomum sem klúbburinn stendur að, óska eftir sjálfboðaliðum í verkefni og þannig háttar. Listinn verður ekki notaður af öðrum og aðeins í hófi af ÍFHK.

Við viljum vera í góðum samskiptum við félagsmenn klúbbsins og annað hjólafólk og geta komið boðum til ykkar með snöggum, öruggum og ódýrum hætti og viljum því biðja ykkur að skrá ykkur öll sem fyrst á listann.

Smellið hér til að ská ykkur á póstlistann 
Sláið síðan inn netfangið ykkar í gluggan sem er merktur E-mail Address og hakið við Subscribe til að skrá ykkur á listann eða Unsubscribe til að skrá netfangið ykkar af listanum, t.d. til að breyta netfanginu ykkar. Úrelt netföng sem gefa villur verða fjarlægð.

Einnig er hægt að setja inn símanúmer@sms.tal.is eða símanúmer@gsm.is  til að fá skeytið á SMS.  (SMS skilaboð eru aldrei meira en 160 stafir og tölvupóstur getur skilað sér illa á SMS enda oftast ekki settur upp fyrir SMS)

Einnig má senda póst á netfang klúbbsins ifhk@mmedia.is og biðja okkur að skrá ykkur á listann

© ÍFHK

Yfirlit