Þá mælti Gangleri: "Hvað hafðist Alföður þá að er gjör var Ásgarður?"

Hár mælti: "Í upphafi setti hann stjórnarmenn í sæti og beiddi þá að dæma með sér örlög manna og ráða um skipun borgarinnar. Það var þar sem heitir Iðavöllur í miðri borginni. Var það hið fyrsta þeirra verk að gera hof það er sæti þeirra standa í, tólf önnur en hásætið það er Alföður á. Það hús er best gert á jörðu og mest. Allt er það utan og innan svo sem gull eitt. Í þeim stað kalla menn Glaðsheim.

Annan sal gerðu þeir, það var hörgur er gyðjurnar áttu og var hann allfagur. Það hús kalla menn Vingólf.

Þar næst gerðu þeir það að þeir lögðu afla, og þar til gerðu þeir hamar og töng og steðja og þaðan af öll tól önnur, og því næst smíðuðu þeir málm og stein og tré og svo gnóglega þann málm er gull heitir, að öll búsgögn og öll reiðigögn höfðu þeir af gulli, og er sú öld kölluð gullaldur, áður en spilltist af tilkomu kvennanna. Þær komu úr Jötunheimum.


Then Gangleri asked: 'What did All-father set about doing, once Asgarð was built?' High One replied: 'At first he appointed rulers who, along with him, were to control the destinies of men, and decide how the stronghold should be governed. That was in the place called Iðavöll [plain that renews itself or plain of actvity] in the middle of the stronghold. Their first task was to build a temple in which there were seats for the twelve of them, apart from the high-seat of the All-father. That is the largest and best dwelling on earth; outside and in it is like pure gold; it is called Glaðsheim. [Radiant Home] They built another hall that was the sanctuary of the goddesses, and it was a very beautiful building; it is called Vingólf Next they laid the hearth of a forge and then made hammer and tongs and an anvil, and thenceforward all other tools, and went on to work in metals and stone and wood, and also in gold, so abundantly that all their household utensils and furniture were of gold. That age was called the Golden Age before it was spoiled by the arrival of the women who came from Giantland.

The Prose Edda
       
BACK BACK TO YGGDRASIL NEXT
       
       
All poetry and art on this website © Óðindís