Beina leið á efnisyfirlit þessarar síðu

BLOGG

20. maí 2004 - 13:47 Ferðalög

Það er alveg ótrúlegt að lesa bloggið hans Neza. Svona interrail eða þessvegna bara eitnhver svona ferðalög þar sem maður er að hreinlega að flakka, skoða og kynnast nýrri menningu er eitthvað sem maður gæti VEL hugsað sér að gera.

0 Komment | Varanleg slóð

 

19. maí 2004 - 13:47 Aumingjaskapur

Já það er einhver þreyta og aumingjaskapur í manni. Á laugardeginum var ég að drepast í maginum og fór ekkert út, sunnudaginn lá maður bara að mestu leyti fyrir. Mánudagurinn var eitthvað betri, en á þriðjudaginn vaknaði ég ekki fyrr en klukkan 11 um morguninn og náði að vinna til klukkan 15, en þá þurfti ég að leggja mig aftur ef ég ætlaði að hafa eitthvað þrek fyrir æfingu sem átti að vera eftir 2klst.

Í morgun svaf ég síðan í mestu rólegheitum þegar ég heyri gemsan hringja á fullu. Þannig að ég "stekk fram úr rúminu" og hleyp inn í stofu (þar sem ég gemsinn var), en næ ekki að svara. Þá var ekki aftur snúið og ég ákvað að reyna koma einhverju verk. Um leið og ég kveikti á tölvunni poppar upp gluggi með skilaboðunum "VÚhú hann er vaknaður".

Raggi og Burkni að skemmta sér með þessu practical jóki, þá var það Burkni sem var sökudólgurinn að því að vekja mig eftir að Raggi lagði til að þeir myndu "vekja helvítið!" því ég var ekki kominn inn á msn-ið klukkan 9. Þetta tókt með eindæmum vel!

Ég er samt alveg að passlega þreyttur akkúrat núna. Skil þetta ekki, það er bara ekki til orka í manni og ég er ekki sáttur með það. Maður kemur engu í verk svona!!

1 Komment | Varanleg slóð

 

18. maí 2004 - 11:11 Gaddaskóskipti og Maður dagsins

Datt í lukkupottinn í gær, ég hef nefnilega verið að reyna selja gaddaskóna mína. Mamma og pabbi keyptu þá út í London fyrir seinasta sumar en keyptu ALLTOF stóra skó, 10.5 US. Sjálfur nota ég svona 8.5 - 9 US. Ég auglýsti á frjalsar.com og hlaup.is og var tilbúinn að selja þá ódýrt þar sem ég hafði hvort sem er ekkert að gera við þá. En viðbrögðin létu eitthvað á sér standa.

Allt í einu poppar svo Stebbi Már upp á msn-inu og spyr hvort ég sé búinn að selja skóna, sem ég neita. Hann hafði þá lent í því að kaupa sér gaddaskó sem voru of litlir á hann. Ég rúllaði því til hans fyrir æfingu í gær og við ákváðum að prófa skipta, athuga hvernig okkur líkaði við. Það gekk bara glimrandi vel. Skórnir pössuðu náttúrlega mun betur. Þannig að eftir að hafa testað þá á æfingu ákváðum við bara að skipta. Snilld, nú er ég kominn með nothæfa gaddaskó. Ég var ekki alveg að fíla þessa Mizuno skó sem ég átti fyrir. Auk þess sem ég fæ 2 önnur pör eftir rúma viku. Snilld.

Annars kíkti ég til Danna í gærkvöldi. Hann fær titilinn maður dagsins að þessu sinni fyrir að verða future-pabbi, vera klára HR og að eiga alltof mikið safn af tónlist og kvikmyndum sem ég gat sett yfir á lausa harðadiskinn hjá mér.

2 Komment | Varanleg slóð

 

17. maí 2004 - 11:16 Frjálsar og stripp

Nei ég er ekki að tala g-strenginn hennar Ernu...

Vann eins og brjálæðingur í frjálsíþróttablaðinu allan sunnudaginn. Þetta er orðið nokkuð massívt þótt ég segi sjálfur frá. Ég hlakka allavega svakalega til þegar þetta kemur út, en stefnt er að þetta komi 17. júní. Það er allt komið í fluggírinn.

Annars var Raggi að benda mér á það, að meðan ég hljóp á 2:16 að þá var Eyja að hlaupa á 2:11. Ég er officially hættur í hlaupum.

Annars voru strákarnir að klára prófin fyrir helgi og hittust á fimmtudeginum heima hjá Gísla sem var að halda upp á afmælið. Ég var að pæla að kíkja til þeirra, en kíkti svo ekki. Ég hefði nú betur átt að gera það. Gísli býr nefnilega rétt hjá Bóhem og þeir ákváðu bara að skella sér. Afmælisbarnið á samt að hafa skemmt sér best þarna. Tss klúður. Alltaf klikka ég, þegar ákveðið er að fara á strippstað.

Seinast var það þegar var hjá GMK á þriðjudegi (sumir eiga að fatta, aðrir ekki). Nema hvað að ég ákvað að fara snemma heim þennan þriðjudag. Hefði betur átt að sleppa því, þar sem þá var ákveðið að skella sér niður í bæ meðan nokkrir staðir voru þar.

21 eins árs og ekki skellt sér á súlustað. Þetta er ástand! Ég get samt rétt ímyndað mér hvað þessar konur eru fáránlega sjúskaðar!!

0 Komment | Varanleg slóð

 

15. maí 2004 - 23:57 Dauði og djöfull

Eruði ekki að að grínast á veðrinu í dag. Gat þetta hlaup farið mikið verra!? Til að byrja með mætti ég 20 min fyrir hlaup, náði takmarkað að hita upp og ekki bætti þessi bölvaði vindur og ógeðslega rigning.

Ég var ekki snjall eins og Burkni sem var á tights og síðerma, heldur var maður bara í stuttbuxunum og ermabol. Náði ekkert að taka á útaf kulda. Varð takmarkað þreyttur hvað þá súr heldur var ég bara að frjósa á löppunum og gat EKKI hreyft þær!

Var mikið að pæla að sleppa því að hlaupa, en þar sem mig vantar keppnisreynslu ákvað ég nú að klára þetta. Datt þá í hug að gera eins og kastararnir, sem gera oft ógilt eftir lélegt kast og fara bara útaf brautinni í lokin og þannig fá bara á mig handtíma en ekki fá ógeðslegar 2:16min í afreksaskrána. Mér "brá" aftur á móti svo þegar Örn keyrði vel í mig seinustu 80 metrana og að ég náði ekki að hugsa um það - hugsaði bara um að detta ekki niður í 3. sæti. Lokatími 2:16.21.

Allavegana, eins gott að það verði almennilegt veður um næstu helgi, þá er það 400 metrar upp í Borgarnesi. Ég bið ekki um meira en logn og reyndar myndi smá sól ekki skaða ;)

Ætlaði svo að kíkja til Andra í Eurovision partý í kvöld, en treysti mér ekki sökum slappleika - maginn í fokki. Var þess í stað bara í Eurovision "partý" með 12 ára stelpum, en stelpurnar buðu nokkrum vinkonum sínum.

Spurning um að fara vinna aðeins í frjálsíþróttablaðinu. Þvílíkt laugardagskvöld!! Parté!

0 Komment | Varanleg slóð

 

14. maí 2004 - 09:46 Maður vikunnar

Þennan eftirsótta titil fær Jónas Hlynur Hallgrímsson, tugþrautakappi úr FH.Titilinn fær hann, fyrir að koma heim með gaddaskó sem ég pantaði á netinu og fékk að senda á hann.

Svo er maður bara að fara keppa á morgun. Það verður áhugavert. Stefnan er að prófa rúlla 800 metrana. Hljóp ekkert í fyrra og hljóp 800m tvisvar sumarið 2002. Get ekki sagt annað en það sé fúlt því 2001 fór ég á 2:00.86 og ætlaði svo að kýla á það fyrir næstu sumur og fara undir tvær mínútur. Nú er hreinlega stefnan hjá manni að klára hlaupið á ekki-svo-alltof-skömmustulegum-tíma. Undir 2:10 og þá er ég sáttur.

Svo er maður bara að fara í fimmtu eða sjöttu myndatökuna sína núna 26. maí. Það ver einnig mjög fróðlegt ef eitthvað kemur út úr því og þessir læknar geta farið að segja mér afhverju ég sé svona fatlaður. Ef ég fæ ekkert út, sem meikar sens, er ég búinn að ákveða að fara í nálastungur. Held án gríns að það sé það eina sem er eftir ;).

3 Komment | Varanleg slóð

 

13. maí 2004 - 20:40 Mjallhvít Perla

Lítið frá að segja þessa vikuna fyrir utan að páfagaukurinn okkar (stelpnana) dó í dag. Mjallhvít Perla hét hún og var um tveggja og hálfs árs þegar hún lést á dýraspítalanum í Víðidal. Einhver lömunarveiki sem komst í hana, gat ekki staðið í lappirnir og ef hún reyndi að fljúga missti hún allt jafnvegi og fór beint á veggi og hillur.

Þetta kom upp fyrir 2 vikum síðan, en þá fórum við með hana til dýralæknis sem sprautaði B vítamíni beint í hana og lét okkur fá fúkkalyf og vítamín til að gefa henni. Þetta virtist ganga alveg ágætlega og hún var byrjuð að geta hreyft sig aftur og gert hluti sem hún var vön að gera. Í dag tók ég aftur á móti eftir því að hún lá í búrinu sínu og gat ekki hreyft sig, rúllað sér eiginlega bara áfram ef hún þurfti að komast eitthvað, því hún gat ekki flogið og ekki staðið í lappirnar. Nákvæmlega sömu einkenni og komu fyrir 2 vikum.

Hringdi í pabba og hann kom heim og við fórum strax aftur með hana á dýraspítalann. Læknirinn sprautaði aftur B vítamíni beint í hana, en nokkrum sekúndum seinna blakaði hún vængjunum títt en þagnaði svo strax, augun lokuðust og hún lést. Eins við mátti búast var mikið um grátur hérna í kvöld þegar stelpurnar komu heim úr skólanum.

Nafnið Mjallhvít Perla fékk hún því að hún var ekki eins og flestir gárar, þ.e.a.s bláir eða grænir. Heldur var hún alveg hvít með ljósgráar "strípur".

2 Komment | Varanleg slóð

 

11. maí 2004 - 18:30 Theme Lög

Ég var skoða midi fælana sem ég átti á tölvunni og fór í framhaldi af því að pæla hvað væru flottustu theme lög úr sjónvarpsþáttum.

Fyrir mér kom Scrambled Eggs úr Frasier sterkt inn, en sigurvegarinn væri tvímannalaust theme lagið úr Seinfeld. Einhverjar uppástungur?

15 Komment | Varanleg slóð

 
 
Þessi vefur notar Expresso viðhaldsgræju

SPILARINN

18. maí 2004 - 11:34 Sunrise

- Norah Jones

 

13. maí 2004 - 23:24 Shot Shot

- Gomez

 

4. maí 2004 - 15:12 Have a Nice Day

- Stereophonics

 

16. apríl 2004 - 13:21 She wants to move

- N.E.R.D

 

30. mars 2004 - 14:22 Take the Power Back

- RATM

 

NÝLEG KOMMENT

22. maí 2004 - 00:04 Bergur :

Reyndar er það alveg satt að það eru fáir menn sem bera það að vera jafn myndarlegir eins og Stefán Már. ....

- Fara á grein

 

21. maí 2004 - 13:40 Burkni :

Mér þykir fullhart að Stefán Már skuli ekki vera maður dagsins, þó ekki nema fyri r það að vera svona myndarlegur:
http://www.os.is/starfsmenn/myndir/sma. ....

- Fara á grein

 

19. maí 2004 - 16:39 Ylfa :

Fáðu þér Rautt Eðalginseng, virðist gera kraftaverk!! (allavega skv. ....

- Fara á grein