Beina leið á efnisyfirlit þessarar síðu

Expresso viðhalsgræja

Expresso viðhaldsgræja er eins og nafnið gefur til kynna, viðhaldsgræja fyrir lítil/meðalstór vefsvæði. Ástæðan fyrir að þetta kerfi var smíðað var sú að vinir og vandamánn voru stanslaust að biðja mig um að búa til gagnagrunnstengt vefsvæði fyrir sig, eða hjálpa sér með það.

Í stuttu máli virkar kerfið þannig að það les HTML síður og gagnagrunnstengir þær. Notandi kerfisins býr til síður í kerfinu. Hver síða hefur ákveðnar stillingar og birtist útfrá þeim. Notandi segir t.d. kerfinu hvaða útlit hver síða á að hafa með því að vísa í HTML skjal sem virkar sem sniðmát/template. Til að láta gögnin birtast þarf notandinn aðeins að setja örfáar Expresso skipanir í sniðmátið (html skrána) þar sem hann vill fá efnið.

Sem stendur eru til eftirfarandi Expresso einingar :

  • Fréttir
  • Tenglar
  • Gestabók
  • Komment
  • Leiðarkerfi
Hver eining hefur sín eigindi og getur notandinn því algjörlega ráðið hvað hann vill birta frá einunginni.

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér Expresso, ekki hika við að hafa samband!

Hægt er að stjórna öllu efni vefsins með Expresso á einfaldan og þægilegan hátt. Slóðin að stjórnunarkerfinu verður einfaldlega http://www.vefur.com/expresso

Expresso skilar töflulausu HTML-i skv. XHTML 1.0 staðlinum, þannig að það er ekkert til fyrirstöðu að vefsvæðið nýti nýjust tæknina í dag og sé aðgangilegt af mismunandi miðlum, t.d. lófatölvum, blindravafra og þjónusti þannig mismunandi hópum á auðveldan hátt. Allt aðgengi er því til fyrirmyndar!

Ef þú hefur áhuga að kynna þér Expresso kerfið betur, hvet ég þig til að hafa samband í gegnum expresso@bergur.is

Einnig er hægt að fá Expresso PhotoFile, sem er einfalt og þægilegt myndaalbúm.