Frétt eftir árum

19.12.2002

Kossageit

Í vikunni 9.? 14. desember varð vart vaxandi fjölda tilfella af kossageit (impetigo) á leikskólum í Kópavogi. Ekki er fyllilega kunnugt um útbreiðslu smitsins  en nánari upplýsingar um það munu berast næstu daga. Kossageit er húðsýking í ystu lögum húðarinnar, sem orsakast af streptókokkum, grúppu A, og í sumum tilfellum af klasakokkum (Staphylococcus aureus).
Lesa nánar

18.12.2002

Ný útgáfa flokkunarkerfis í skurðlækningum

Ný útgáfa af Norrænni flokkun aðferða og aðgerða í skurðlækningum, NCSP, tekur gildi frá og með 1. janúar 2003. Nýja útgáfan er númer 1.7 og leysir útgáfu 1.6 af hólmi. Allnokkrar breytingar hafa verið gerðar, 32 nýjum kóðum bætt við, 5 kóðum breytt og einn tekinn út. Nýja útgáfan hefur verið sett á vefsíðu embættisins.
Lesa nánar

4.12.2002

Leiðbeiningar um getnaðarvarnir

Bæklingurinn Leiðbeiningar um getnaðarvarnir er kominn út hjá Landlæknisembættinu. Hann leysir af hólmi eldri bækling um sama efni, sem kom út árin 1991 og 1995, og bar heitið Tíu aðferðir til að koma í veg fyrir getnað. Í nýja bæklingnum hafa bæst við þrjár aðferðir við getnaðarvarnir sem komið hafa fram á síðustu árum.
Lesa nánar

26.11.2002

1717 - Hjálparsími Rauða krossins

Hjálparsími Rauða krossins tekur til starfa í dag, með númerið 1717. Fulltrúar Rauða kross Íslands, Landlæknisembættisins, Neyðarlínunnar og geðsviðs Landspítala háskólasjúkrahúss skrifuðu í dag undir samkomulag um aðkomu þessara aðila að rekstri Hjálparsímans. Síminn verður opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshu
Lesa nánar

26.11.2002

Samspil og samvinna menntunar og heilsu

Heilsuefling í skólum heldur ráðstefnu á vegum menntamálaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Landlæknisembættis föstudaginn 6. desember 2002 kl. 9:00 - 17:00 í Borgartúni 6, Reykjavík. Á ráðstefnunni verður kynnt þróunarverkefnið Heilsuefling í skólum  sem staðið hefur síðastliðin þrjú ár á vegum ofangreindra aðila. Reynt verður að leggja mat á stöðu þ
Lesa nánar

13.11.2002

EGO ?Vertu þú sjálfur?

EGO ?Vertu þú sjálfur? er samstarfsverkefni Landlæknisembættisins, Heilsugæslunnar í Reykjavík, Geðræktar, Jafningjafræðslunnar og Rauða kross Íslands. Markmið verkefnisins er að styrkja sjálfsmynd unglinga meðal annars með því að varpa ljósi á hvað liggur að baki myndum sem notaðar eru í auglýsingar og afþreyingarefni og á hvern hátt þær geta haft áhrif á ómótuð ungmenni. Áhersla er l
Lesa nánar

1.11.2002

Rannsóknarstyrkur úr Minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs J. Bjarnasonar

  Hér með eru auglýstir til umsóknar styrkir úr ofangreindum sjóði. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans : Að styrkja kaup á lækninga- og rannsóknatækjum til sjúkrastofnana. Að veita vísindamönnum í læknisfræði styrki til framhaldsnáms eða sjálfstæðra vísindaiðkana. Rannsóknir á krabbameinssjúkdómum sitja að jafnaði fyrir um styrkveitingar. Umsóknum, ás
Lesa nánar

1.11.2002

Styrkur úr Jólagjafasjóði Guðmundar Andréssonar gullsmiðs

Hér með eru auglýstir til umsóknar styrkir úr ofangreindum sjóði. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans að veita styrki til þeirra verkefna sem stofnað er til í því augnamiði að bæta ummönnun barna og aldraðra sem langtímum dvelja á stofnunum hér á landi, svo sem að: a. Styrkja samtök eða stofnanir sem annast aðhlynningu barna og aldraðra. b. Veita námsstyrki til heilbrigði
Lesa nánar

21.10.2002

Eftirlit landlæknis með heilbrigðisstofnunum

Þessa dagana er Landlæknisembættið að ýta úr vör framkvæmd nýrra og bættra aðferða við lögbundið eftirlit embættisins með heilbrigðisstofnunum. Fyrsta skrefið er úttekt á fjórum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni þar sem heilsugæslustöð og sjúkrahús eru starfrækt sem ein stofnun. Fyrir valinu urðu heilbrigðisstofnanirnar á Akranesi og í Vestmannaeyjum, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
Lesa nánar

10.10.2002

Tilmæli til lækna um samsetta hormónameðferð

Landlæknir hefur í dag sent frá sér dreifibréf með neðangreindum tilmælum til lækna um samsetta hormónameðferð kvenna.
Lesa nánar

10.10.2002

Hópsýking á Hrafnistu

Komið hefur upp magaveiki völdum Norwalk líkrar veiru (NLV) á Hrafnistu í Hafnafirði og Reykjavík. Sýkingarinnar varð fyrst vart 30. september, hún náði hámarki 4?6 október, en virðist nú vera í rénun. Tilfelli hafa fram til þessa verið bundnar við ákveðnar deildir og er nú skipulega unnið að því að koma í veg fyrir smit á þeim deildum þar sem veiran hefur ekki náð útbreiðslu.
Lesa nánar

9.10.2002

Bólusetning gegn meningókokkum C

Bólusetningarátak gegn meningókokkasjúkdómi af gerð C hefst 15. október 2002 á vegum sóttvarnalæknis. Öll börn frá 6 mánaða aldri og unglingar 18 ára og yngri fá ókeypis bólusetningu gegn sjúkdóminum á næstu mánuðum, alls um 80 þúsund einstaklingar. Framkvæmd átaksins er í höndum heilsugæslunnar í landinu. Á undanförnum árum hefur sýkingum af völdum meningókokka C fjölgað hér á landi.
Lesa nánar

8.10.2002

Byrgjum brunninn - samantekt

Sjötta landsþing um slysavarnir var haldið á vegum slysavarnaráðs í Eldborg, fundarsal Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi, fimmtudaginn 3. október s.l. Þátttakendur í landsþinginu voru 70 talsins og hlýddu þeir á fjölmarga sérfróða fyrirlesara flytja erindi um slysavarnir, áhættumat og framtíðarsýn í slysavörnum, auk þess að taka þátt í líflegum umræðum.
Lesa nánar

2.10.2002

Vímuefni og meðganga

Landlæknir hvetur barnshafandi konur til að neyta hvorki áfengis né annarra vímuefna í bæklingnum Vímuefni og meðganga, sem kominn er út. Tilgangur bæklingsins er að vekja verðandi foreldra til umhugsunar um skaðsemi áfengis- og vímuefnaneyslu á fóstur og nýbura. Í bæklingnum er reynt að höfða til ábyrgðar foreldra á velferð barnsins sem þeir eiga í vændum.
Lesa nánar

24.9.2002

Rannsókn á sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum íslenskra ungmenna

24. september 2002 kom út á vegum Landlæknisembættisins skýrsla um sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna árin 1992 og 2000. Í skýrslunni er einnig gerð grein fyrir alþjóðlegum samanburði á sjálfsvígstíðni meðal 15–24 ára ungmenna 1951–2000. Höfundar skýrslunnar, sem unnin var hjá Rannsóknum og greiningu ehf, eru Þóroddur Bjarnason, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir og Inga Dóra Sigfúsdóttir.
Lesa nánar

Mynd með frétt
9.9.2002

Hringja og hnoða - Þú gætir bjargað mannslífi

Endurlífgunarráð, Rauði kross Íslands og Landlæknisembættið standa að herferð undir yfirskriftinni HRINGJA OG HNOÐA til að kynna almenningi einfölduð viðbrögð við hjartastoppi utan sjúkrahúsa. Talið er að fjöldi þeirra sem deyja skyndidauða utan sjúkrahúsa sé á bilinu 120 til 140 á ári og í 80% tilvika hjá fullorðnum er orsökin hjartastopp.
Lesa nánar

3.9.2002

Byrgjum brunninn - Skráning stendur yfir

 6. landsþing um slysavarnir verður haldið á vegum slysavarnaráðs fimmtudaginn 3. október n.k. undir yfirskriftinni „Byrgjum brunninn“. Þingstaður er Eldborg, fundarsalur Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi og stendur þingið frá kl. 09:00-17:00. Þinginu verður skipt í þrjá meginþætti, slysavarnir, áhættumat og forvarnir og framtíðarsýn.
Lesa nánar

30.8.2002

Áhrif almennings á þróun og kynningu klínískra leiðbeininga

Fundur var haldinn 29. ágúst 2002 í húsakynnum Öryrkjabandalags Íslands um áhrif almennings á þróun og kynningu klíniskra leiðbeininga. Var fundurinn  á vegum Landlæknisembættisins í samvinnu við Þjónustusetur líknarfélaga. Þessi erindi voru flutt á fundinum : I. Kostir klínískra leiðbeininga. Sigurður Guðmundsson, landlæknir. II. Klínískar leiðbeininga
Lesa nánar

29.8.2002

Rannsókn á virkni bóluefnis gegn HPV og krabbameini í leghálsi

HPV-rannsóknarsetrið að Skógarhlíð 12 verður formlega opnað föstudaginn 30. ágúst, kl. 17. Þar verður á næstu árum aðsetur alþjóðlegrar rannsóknar, sem nefnist FUTURE 2. Með henni á að kanna virkni bóluefnis gegn HPV, veiru sem veldur frumubreytingum í leghálsi og leghálskrabbameini. Framkvæmd rannsóknarinnar er í höndum Landlæknisembættisins og Krabbameinsfélags Íslands.
Lesa nánar

9.8.2002

Frumvarp um lýðheilsustöð - Umsögn Landlæknisembættisins

Landlæknisembættið sendi nýlega heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis umsögn um frumvarp um lýðheilsustöð. Embættið leggur áherslu á að framtíðarskipulag lýðheilsumála verði vettvangur fyrir frjóa þekkingarsköpun og aflvaki árangursríks forvarna- og heilsueflingarstarfs. Lagt er til að frumvarpið í heild verði unnið nánar og endurskoðað með áherslu á:1. víðtæka skilgre
Lesa nánar

15.7.2002

Rannsókn á hormónameðferð hjá konum á breytingaskeiði stöðvuð af öryggisástæðum

Þau tíðindi urðu þriðjudaginn 9. júlí 2002 að viðamikil bandarísk rannsókn á  áhrifum hormóna, sem margar konur nota við og eftir tíðahvörf, var stöðvuð þegar niðurstöður bentu til þess að hættan af samfelldri, samsettri hormónameðferð (SHM) væri meiri en ávinningurinn, að mati stjórnenda rannsóknarinnar. Rannsókn þessi er mjög stór og er stýrt af Women's Health Initiative (WHI-
Lesa nánar

12.7.2002

Tilslakanir varðandi kannabisneyslu ekki tímabærar

Breska ríkisstjórnin  hefur lagt til að ekki verði lengur talið saknæmt að hafa í fórum sínum kannabis í litlu magni til eigin neyslu. Lögreglan þar í landi mun því ekki handtaka fólk né sekta fyrir þær sakir einar. Með þessum ráðstöfunum gera bresk yfirvöld sér vonir um að lögreglan geti beint kröftum sínum með meiri árangri að baráttunni gegn harðari efnum eins og kókaíni og her
Lesa nánar

3.7.2002

Hvað er sjúklingatrygging?

Fyrir einu og hálfu ári, 1. janúar 2001, gengu í gildi ný lög um sjúklingatryggingu (nr. 111/2000). Fjalla þau um rétt þeirra til bóta sem verða fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð á sjúkrahúsi, heilsugæslustöð eða annarri heilbrigðisstofnun, í sjúkraflutningum eða hjá heilbrigðisstarfsmanni sem starfar sjálfstætt og hefur löggildingu heil
Lesa nánar

28.6.2002

Brjóstastækkun - Almennar upplýsingar

Fyrr á þessu ári kom út á vegum Landlæknisembættisins bæklingurinn Brjóstastækkun - Almennar upplýsingar. Honum er einkum ætlað að veita upplýsingar þeim konum sem hugleiða að láta stækka brjóst sín í fegrunarskyni með ígræðslu sílikonfyllinga. Fjallað er um þau efni sem notuð eru til brjóstastækkunar og lýst hvernig aðgerðin fer fram.
Lesa nánar

19.6.2002

Slysaskrá Íslands hlýtur framhaldsstyrk frá Rannís

Styrkveitingar úr markáætlun Rannsóknarráðs Íslands um upplýsingatækni og umhverfismál voru kynntar 13. júní s.l. en það er í fjórða skipti sem úthlutað er úr þeim sjóði. Ellefu umsóknir um framhaldssstyrk bárust Rannís og þrjár um ný verkefni í kjölfar forverkefnis. Tólf verkefni hlutu stuðning, alls að fjárhæð 51,9 milljónir kr. Slysaskrá Íslands hlaut 5 milljón króna framhaldsstyrk ú
Lesa nánar

18.6.2002

Styrkur til rannsókna á meningókokkasjúkdómi

Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Landspítala?háskólasjúkrahús Fossvogi, hlaut í dag styrk til að gera klíníska og faraldsfræðilega rannsókn á meningókokkasjúkdómi á Íslandi. Styrknum, sem nemur tæplega 1250 þús. króna, er úthlutað úr minningargjöf í vörslu Landlæknisembættisins sem gefin var af aðstandendum til minningar um um Hafdísi Hlíf Björnsdóttur, en hún lést
Lesa nánar

18.6.2002

Norrænn samningur um heilbrigðisviðbúnað gegn atburðum af völdum sýkla, eiturefna og geislavirkra efna.

Heilbrigðismálaráðherrar Norðurlandanna gengu frá samkomulagi um viðbrögð á sviði heilbrigðismála með því að undirrita formlegan samning á fundi sínum í Svolvær í Noregi þann 14. júní sl.  Samningurinn þýðir að Norðurlöndin skuldbinda sig til að vinna náið saman á sviði heilbrigðisviðbúnaðar og hjálpast að, komi til þess að eitt eða fleiri lönd verða fyrir árás eða ef upp kemur hæ
Lesa nánar

4.6.2002

Landlæknisembættið semur við Svía um rannsóknir á sýnum vegna lífshættulegra smitsjúkdóma

Landlæknisembættið og Smitsjúkdómastofnunin í Solna í Svíþjóð hafa gert samkomulag sem felur í sér að Smitsjúkdómastofnunin tekur að sér rannsóknir á hættulegum sýklum sem kunna að finnast hér á landi og sýnum komi upp smit af lífshættulegu tagi hér á landi. Íslensk heilbrigðisyfirvöld geta leitað til sænsku stofnunarinnar allan sólarhringinn, alla daga ársins, gerist þess þörf. Samnin
Lesa nánar

29.5.2002

Ályktun Slysavarnaráðs

Slysavarnaráð hefur sent frá sér ályktun í tilefni af 100. fundi ráðsins. Slysavarnaráð var upphaflega sett á laggirnar árið 1991 af þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Sett voru sérstök lög um Slysavarnaráð árið 1994 í því skyni að skjóta styrkari stoðum undir ráðið og starfsemi þess.
Lesa nánar

23.5.2002

Fræðslufundur Landlæknisembættisins

Landlæknisembættið boðar til fræðslufundar með læknum og hjúkrunarfræðingum heilsugæslunnar og verður hann haldinn á Grand hótel föstudaginn 24. maí 2002  kl 9.00 ?17.30. Sjá nánar: Dagskrá og tilhögun.
Lesa nánar

21.5.2002

Ársskýrsla Landlæknisembættisins 2001

Út er komin ársskýrsla Landlæknisembættisins fyrir árið 2001. Er ætlunin að héðan í frá verði árlega gefin út skýrsla um starfsemi embættisins.  Áður hafa komið út stakar skýrslur fyrir eitt og eitt ár.
Lesa nánar

17.5.2002

Tónleikar og fjölskylduskemmtun á Ingólfstorgi 18. mai

Mörg þúsund fordómablöðrum var sleppt í loftið laugardaginn 18. maí á átta stöðum á landinu. Í Reykjavík fór athöfnin fram á Ingólfstorgi á útiskemmtun sem þar hófst  kl. 16. Klukkan 17 var nálægt 5000 fordómablöðrum sleppt upp í himininn í blíðskaparveðri að viðstöddu miklu fjölmenni.
Lesa nánar

15.5.2002

Skráning hjúkrunar - Handbók

Komin er út á vegum Landlæknisembættisins endurnýjuð útgáfa af handbók um skráningu hjúkrunar. Meginbreytingin frá síðustu útgáfu er sú að tekið er upp nýtt flokkunarkerfi fyrir hjúkrunargreiningar. Þá hefur kafli um upplýsingasöfnun hefur verið endurskrifaður, bætt er við nýjum hjúkrunargreiningum, aðrar teknar út og breytingar gerðar á sumum eldri greiningum.
Lesa nánar

29.4.2002

Vitundarvakning um fordóma

Sleppum fordómum nefnist vitundarvakning Landlæknis-embættisins og Geðræktar um fordóma í samstarfi við Alþjóðahúsið, Félag eldri borgara, Félagsþjónustuna í Reykjavík,  Heilsueflingu í skólum, Hitt Húsið, Jafnréttisnefnd og Stúdentaráð Háskóla Íslands, Miðborgarstarf  KFUM og K og Þjóðkirkjunnar, Rauða kross Íslands, Samtökin ´78 og Öryrkjabandalag Íslands Ofangreind samtö
Lesa nánar

26.4.2002

Veirusótt í Grikklandi

Samkvæmt tilkynningu frá sóttvarnayfirvöldum í Grikklandi hafa tveir einstaklingar látist af völdum enteróveirusýkingar á Krít og einn í Ionnina (norðurhluta Grikklands). Þessi dauðsföll áttu sér stað á tímabilinu 5.-15. apríl sl.  Dauðsföllin má rekja til hjartabólgu af völdum sýkingarinnar en önnur einkenni sjúkdómsins voru hiti og vöðvaverkir. Faraldur af völdum þessarar veirus
Lesa nánar

18.4.2002

Eftirlit landlæknis með ávísunum lækna á lyf

Undanfarið hefur orðið mikil umræða í samfélaginu um svokallað ?læknadóp?. Er þá átt við lyf sem læknar ávísa fólki og það notar síðan sem fíkniefni. Virðist bæði um það að ræða að leikið sé á lækna í þessu sambandi og einnig að sumir læknar líti þannig á að þeir séu að meðhöndla lyfjafíknina með útskrift þessara lyfja. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 hefur landlæknir
Lesa nánar

17.4.2002

Minningargjöf

Landlæknisembættinu bárust 60.000 krónur að gjöf í byrjun aprlímánaðar  í minningu Hafdísar Hlífar Björnsdóttur sem lést síðastliðið sumar úr heilahimnubólgu. Gefandinn er Páll G. Pálsson í Reykjavík, og er upphæðin  hluti af afmælisgjöf sem samstarfsfólk hjá Landsvirkjun færði honum í tilefni af  fertugsafmæli hans nýlega. Minningargjöfinni er ætlað að efla sjóð sem
Lesa nánar

8.4.2002

Norræn lýðheilsuverðlaun

Landlæknisembættið tilnefndi nýverið tvö íslensk verkefni til norræna lýðheilsuverðlauna sem veitt eru á ári hverju.  Um er að ræða fræðsluverkefni um kampýlóbaktersýkingar og geðræktarverkefni sem hrundið var af stað í október 2000 og stendur enn yfir. Kampýlóbakterverkefnið var unnið á vegum sóttvarnalæknis, Landlæknisembættisins, dýralæknisembættisins, Landspítal
Lesa nánar

5.4.2002

Hreyfðu þig - njóttu lífsins

Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er 7. apríl. Kjörorð dagsins er Hreyfðu þig - njóttu lífsins. Með því hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin almenning til að hreyfa sig heilsunnar vegna og njóta jafnframt lífsins lengur og betur. Um leið eru yfirvöld víðsvegar um heim minnt á þá ábyrgð sína að skapa fólki ytri skilyrði sem laða fólk til hollrar hreyfingar.
Lesa nánar

22.3.2002

Heilsan í brennidepli

Landlæknisembættið hefur ýtt úr vör skipulagðri fræðslu og hvatningu til almennings í fjölmiðlum undir yfirskriftinni Heilsan í brennidepli   í því skyni að vekja athygli á margsvíslegum efnum sem varða almenna eflingu heilsunnar. Verður megináhersla lögð á það sem fólk á öllum aldri getur gert sjálft til að bæta andlega og líkamlega heilsu.
Lesa nánar

15.3.2002

HIV sýkingar á Íslandi miðað við 31. desember 2001

Sóttvarnalæknir hefur sent frá sér tölur varðandi HIV sýkingar miðað við 31. desember 2001.  Alls hafa 154 tilfelli HIV sýkingar verið tilkynnt á Íslandi og af þeim hafa 52 sjúklingar greinst með alnæmi og 35 látist af völdum sjúkdómsins.
Lesa nánar

15.3.2002

Söfnun gegn alnæmi 17.– 24. mars í síma 907 2002

Hjálparstarf kirkjunnar gengst fyrir símasöfnun gegn alnæmi dagana 17.– 24. mars 2002. Söfnunarfénu verður skipt til helminga milli forvarnarverkefnis í efstu bekkjum grunnskólans á vegum Alnæmissamtakanna á Íslandi og stuðnings við börn í Úganda sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi.
Lesa nánar

12.3.2002

Hreyfing í brennidepli - Ísland á iði

Heilsan er áfram í brennidepli. Morgunútvarpið á Rás 2 og Samfélagið í nærmynd á Rás 1 í samstarfi við Landlæknisembættið fjalla þessa viku um verkefnið Ísland á iði 2002. Í tilefni 90 ára afmælis ÍSÍ gengst sambandið fyrir átaki til að minna fólk á gildi hvers kyns hreyfingar fyrir vellíðan og heilsu. Verður átakinu hrint af stað með dagskrá í Smáralind helgina 16. til 17. mars, en
Lesa nánar

12.3.2002

Hreyfingarleysi og offita - Ráðstefna 21. mars

Ráðstefna um hreyfingarleysi og offitu verður haldin á Hótel Loftleiðum 21. mars 2002 frá 9.30 til 16.00.  Fólk hreyfir sig minna en áður og því hefur ofþyngd og offita meðal fólks á Vesturlöndum aukist mikið. Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á þessu vandamáli og koma af stað meiri umræðu um meðhöndlun, forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir.
Lesa nánar

8.3.2002

Óhefðbundnar lækningar

Undanfarið hefur skapast umræða um stöðu óhefðbundinna lækninga hér á landi. Meðal annars birti Morgunblaðið fróðleg viðtöl um þetta efni 3. mars sl. og tók málið upp í forystugrein  tveimur dögum síðar. Ber öllum, sem um málið fjalla, saman um að þörf sé orðin á skýrari reglum um starfsemi þeirra sem stunda óhefðbundnar lækningar, ekki síst til þess að gera hana sýnilegri og
Lesa nánar

13.2.2002

Stofnun endurlífgunarráðs

Skyndidauði vegna hjartastopps er algengt vandamál hérlendis. Oftast verður hjartastopp hjá fullorðnum vegna alvarlegra hjartsláttartruflana. Fyrstu viðbrögð við hjartastoppi geta skipt sköpum fyrir afdrif sjúklingsins og ef vitni eru að atburðinum er mikilvægi grunnendurlífgunar meðan beðið er sjúkrabifreiðar ótvírætt. Flestar alvarlegar sleglatakttruflanir verða þó ekki fullmeðhöndla
Lesa nánar

13.2.2002

Námskeið um beinþynningu

Námskeið undir yfirskriftinni Beinþynning: Frá beinþéttni og byltum til beinbrota  var haldið fyrir heilbrigðisstéttir á vegum Endurmenntunarstofnunar H.Í. föstudaginn 15. febrúar 2002.Þar sem beinþynning er vaxandi heilbrigðisvandamál er mikilvægt að jafnt heilbrigðisstéttir og almenningur geri sér grein fyrir útbreiðslu beinþynningar og úrræðum til forðast han
Lesa nánar

7.2.2002

Inflúensan komin!

Frá 30. janúar til 5. febrúar 2002 hafa greinst sex tilfelli af inflúensu af A-stofni á Veirufræðideild Landspítalans - háskólasjúkrahúss. Sjúklingarnir hafa allir greinst á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar greinast inflúensutilfelli í nágrannalöndum okkar og í Frakklandi og á Spáni ganga inflúensufaraldrar um þessar mundir.
Lesa nánar

7.2.2002

Bólusetning gegn heilahimnubólgu

Ríkisstjórnin samþykkti 1. febrúar 2002 að hafinn skyldi undirbúningur að almennri barnabólusetningu gegn meningókokkasjúkdómi af gerð C. Á undanförnum árum hefur sýkingum þessum fjölgað hér á landi og hafa að meðaltali greinst tíu tilfelli á ári, talsvert fleiri en í flestum nágrannalöndum okkar.
Lesa nánar

4.2.2002

Styrkur til rannsókna á meningókokkasjúkdómi til minningar um Hafdísi Hlíf Björnsdóttur

Landlæknisembættið auglýsir til umsóknar rannsóknarstyrk sem veittur er til minningar um Hafdísi Hlíf Björnsdóttur. Styrkurinn er veittur til rannsókna á meningókokkasjúkdómi, meingerð, faraldsfræði, mögulegum erfðaþáttum, meðferð eða öðrum atriðum sem að sjúkdómnum lúta. Gert er ráð fyrir að sty
Lesa nánar

30.1.2002

Erindi til Landlæknisembættisins

Það skal áréttað að öll erindi sem þarfnast formlegrar afgreiðslu hjá embættinu þurfa að berast skriflega og undirrituð og annað hvort afhent í afgreiðslu eða send með pósti. Einungis óformlegum fyrirspurnum og beiðnum um upplýsingar er svarað í tölvupósti.
Lesa nánar

30.1.2002

Offita meðal íslenskra skólabarna

Manneldisráð sendi nýverið frá sér niðurstöður rannsóknar til að kanna áhrif hópmeðferðar á líkamsástand, sjálfsmat og líðan of feitra barna og unglinga. Offita meðal barna og unglinga er vaxandi vandamál hér á landi eins og víða annars staðar í iðnríkjum. Samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn telst t.d. fimmta hvert níu ára barn of þungt og 5% eru of feit. Það hefur sýnt sig að flest
Lesa nánar

11.1.2002

Skottulækningar

Á undanförnum vikum hefur nokkuð borið á því að fólk, sem ekki hefur heilbrigðismenntun, hefur auglýst meðferð við ýmsum alvarlegum vandamálum, bæði í blöðum og með dreifibréfum. Má þar nefna meðferð við næturmigu barna, sem er augljóslega erfitt og viðkvæmt mál viðureignar, bæði fyrir barnið og foreldra þess. Ennfremur hefur verið auglýst duft (Warlocker) sem lækni ýmsa sjúkdóma, þ.
Lesa nánar

4.1.2002

Gjöf til minningar um Hafdísi Hlíf Björnsdóttur

Landlæknisembættinu var í dag, 4. janúar 2002, færð rausnarleg peningagjöf, að upphæð 1135 000 krónur, til minningar um Hafdísi Hlíf Björnsdóttur, sem lést úr heilahimnubólgu 21. júní 2001, tæplega 11 ára gömul. Gjöfina afhenti bróðir Hafdísar Hlífar, Sigurður Björn Björnsson, á 15 ára afmælisdegi sínum, en fénu skal varið til að styrkja rannsóknir á heilahimnubólgu.
Lesa nánar




Aukaval


Leturstærðir


Leit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli