Frétt eftir mánuðum

30.1.2002

Erindi til Landlæknisembættisins

Það skal áréttað að öll erindi sem þarfnast formlegrar afgreiðslu hjá embættinu þurfa að berast skriflega og undirrituð og annað hvort afhent í afgreiðslu eða send með pósti. Einungis óformlegum fyrirspurnum og beiðnum um upplýsingar er svarað í tölvupósti.
Lesa nánar

30.1.2002

Offita meðal íslenskra skólabarna

Manneldisráð sendi nýverið frá sér niðurstöður rannsóknar til að kanna áhrif hópmeðferðar á líkamsástand, sjálfsmat og líðan of feitra barna og unglinga. Offita meðal barna og unglinga er vaxandi vandamál hér á landi eins og víða annars staðar í iðnríkjum. Samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn telst t.d. fimmta hvert níu ára barn of þungt og 5% eru of feit. Það hefur sýnt sig að flest
Lesa nánar

11.1.2002

Skottulækningar

Á undanförnum vikum hefur nokkuð borið á því að fólk, sem ekki hefur heilbrigðismenntun, hefur auglýst meðferð við ýmsum alvarlegum vandamálum, bæði í blöðum og með dreifibréfum. Má þar nefna meðferð við næturmigu barna, sem er augljóslega erfitt og viðkvæmt mál viðureignar, bæði fyrir barnið og foreldra þess. Ennfremur hefur verið auglýst duft (Warlocker) sem lækni ýmsa sjúkdóma, þ.
Lesa nánar

4.1.2002

Gjöf til minningar um Hafdísi Hlíf Björnsdóttur

Landlæknisembættinu var í dag, 4. janúar 2002, færð rausnarleg peningagjöf, að upphæð 1135 000 krónur, til minningar um Hafdísi Hlíf Björnsdóttur, sem lést úr heilahimnubólgu 21. júní 2001, tæplega 11 ára gömul. Gjöfina afhenti bróðir Hafdísar Hlífar, Sigurður Björn Björnsson, á 15 ára afmælisdegi sínum, en fénu skal varið til að styrkja rannsóknir á heilahimnubólgu.
Lesa nánar




Aukaval


Leturstærðir


Leit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli