Meirihluti vill halda viðræðum áfram

Fánar Evrópusambandsins utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.

Fánar Evrópusambandsins utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

65,4 sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins, vilja að  aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og samningur lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu. 34,6% vilja að umsóknin verði dregin til baka.

Blaðið segir, að heldur hafi fjölgað í hópi þeirra sem vilja ljúka viðræðum við ESB frá því  í september í fyrra. Þá vildu 64,2% halda viðræðum áfram en 35,8% draga umsóknina til baka.  Aðeins meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vildu fleiri draga umsóknina til baka en ljúka viðræðunum. Um 50,9% vildu stöðva viðræðurnar en 49,1%  ljúka þeim.

Stuðningur við að ljúka viðræðunum er mestur innan Samfylkingarinnar.  85,3% vilja halda áfram viðræðum en 14,7% hætta þeim. 67,2% stuðningsmanna Vinstri grænna vilja ljúka viðræðunum, 3,6 prósentum fleiri en í september. 32,8% þeirra vilja draga umsóknina til baka. 51,3% stuðningsmanna Framsóknarflokksins  vilja halda viðræðunum áfram en 48,7% slíta þeim.

Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 19. janúar.  Alls tóku 87,5% afstöðu til spurningarinnar.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Grunaður brennuvargur yfirheyrður

Í gær, 23:11 Lögreglan á Selfossi hefu yfirheyrt karlmann á þrítugsaldri í dag og í kvöld sem er grunaður um íkveikju í bænum. Lögreglan hefur jafnframt tekið skýrslu að nokkrum einstaklingum til viðbótar í tengslum við rannsóknina sem stendur nú yfir. Meira »

Tók hvaða dóp sem að henni var rétt

Hún byrjaði að neyta fíkniefna hjá kærastanum, eldri strák.
Í gær, 22:23 Hún glímdi við þunglyndi frá því hún var barn. Áður en hún fékk aðstoð hjá geðlækni hafði hún aldrei talað í síma eða lagt í að biðja um bland í poka úti í sjoppu. Félagsfælnin kom í veg fyrir það. Meira »

Fjallvegir víða ófærir

Það er ófært og stórhríð á Möðrudalsöræfum. Myndin er úr vefmyndavél Vegagerðinnar á svæðinu í ...
Í gær, 21:43 Það er víða ófært á fjallvegum landsins. Að sögn Vegagerðarinnar er ófært á Fróðárheiði, á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum og á Siglufjarðarvegi, en þar er jafnframt stórhríð. Þá er ófært á Hólasandi, á Mývatnsöræfum, á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Hárekstaðarleið. Einnig um Oddskarð, Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Meira »

Hross í oss kvikmynd ársins

Leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson tók í kvöld á móti verðlaununum fyrir bestu kvikmynd ársins, en ...
Í gær, 21:29 Hross í oss hlaut í kvöld Edduverðlaunin sem kvikmynd ársins. Leikstjóri myndarinnar, Benedikt Erlingsson, var jafnframt valinn leikstjóri ársins. Kvikmyndin Málmhaus hlaut flestar Eddur í ár, eða átta styttur. Næst á eftir kom Hross í oss með sex verðlaun. Meira »

Jón opnar sig um sjálfsvígstilraunir

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur.
Í gær, 21:11 Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, greinir frá því í færslu á facebooksíðu sinni í kvöld að hann hafi gert tvær tilraunir til að taka eigið líf þegar hann var 16 ára gamall. Báðar tilraunirnar misheppnuðust og í öðru tilfellanna kom kona honum til bjargar, en þá hafði Jón veitt sér áverka á hendi. Meira »

Fjórfaldur næst

Í gær, 19:40 Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni. Einn var með bónusvinninginn, þ.e. fjórar réttar tölur og rétta bónustölu og fær hann 330.610 kr. í sinn hlut. Meira »

Vil ekki vinna í angist

Tökur á Everest, nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, ganga vel þrátt fyrir fannfergi og ágang apakatta.
Í gær, 21:28 Tökur á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, ganga mjög vel, þrátt fyrir gríðarlegt fannfergi í ítölsku Ölpunum og ofsóknir apakatta í Nepal. Leikstjórinn ber stjörnunum, Jake Gyllenhaal og Josh Brolin, vel söguna en þeir Brolin renna sér gjarnan niður brekkurnar eftir tökur á kvöldin. Meira »

Auglýsa hönnun nýrrar Vestmannaeyjaferju

Vestmannaeyjar
Í gær, 20:20 Innanríkisráðherra heimilaði í gær starfshópi um hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju að auglýsa útboð á hönnun ferjunnar. Ríkiskaupum hefur þegar verið falið að auglýsa útboðið miðað við tilteknar hönnunarforsendur. Meira »

Edduverðlaunin afhent í Hörpu

Kynnir kvöldsins er leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
Í gær, 19:38 Fjölmenni er nú samankomið í Hörpu þar sem Edduverðlaunin, sem er uppskeruhátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, verða afhent í kvöld. Þetta er í 16. sinn sem hátíðin er haldin. Meira »

„Ég er bara sjúkur í þetta hár“ myndskeið

200214-redheads
Í gær, 19:25 Óvenju hátt hlutfall starfsmanna frístundaheimilanna Guluhlíðar og Garðs eru rauðhærðir sem hefur stundum skapað kómískar aðstæður í starfinu. Þeir segja ákveðna samkennd vera á meðal rauðhærðra þar sem þeir lendi stundum í aðstæðum sem sé eingöngu hægt að skrifa á hárlitinn. Meira »

Aðalheiður kosin varaformaður KÍ

Aðalheiður Steingrímsdóttir.
Í gær, 19:01 Aðalheiður Steingrímsdóttir, fráfarandi formaður Félags framhaldsskólakennara, hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Atkvæðagreiðslan fór fram dagana 5. til 14. febrúar en talið var í dag. Meira »

Maður handtekinn vegna brunans

Mynd úr safni
Í gær, 18:48 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við brunann í tvíbýlishúsi á Selfossi í morgun. Fyrsta aðkoma á vettvangi bendir til þess að um íkveikju sé að ræða og styðja niðurstöður frumrannsóknar lögreglunnar á Selfossi þær grunsemdir. Meira »

Jökulsá á Dal eftir Kárahnjúkavirkjun

Brú við Jökulsá á Dal árið 2002 og 2013. Sjá má mikinn mun á ánni ...
Í gær, 18:22 Eftir byggingu Kárahnjúkastíflu breyttist Jökulsá á Dal nokkuð. Hún varð að bergvatnsá með minna vatnsmagni og mun tærari en áður, þegar jökulvatnið gerði hana grugguga. Á meðfylgjandi myndum, sem fyrirtækið Loftmyndir, tók árið 2002 og 2013 má sjá þær breytingar sem virkjunin hefur á ána. Meira »

Fróðleikur leynist undir stúkunni

Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda hefur verið haldinn frá 1952.
Í gær, 17:15 Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda er nú í fullum gangi en að þessu sinni er hann staðsettur undir nýju stúkunni við Laugardalsvöll. Bryndís Loftsdóttir er framkvæmdastjóri markaðarins og segir hún breytta staðsetningu henta mjög vel. Meira »

Ljúka hefði átt aðildarviðræðum

Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Í gær, 15:56 „Við teljum skynsamlegast að leiða aðildarviðræður til lykta og kjósa um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og vísar í máli sínu til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. Meira »

Nú geta allir lagst á eitt

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Í gær, 17:46 „Við Evrópusambands andstæðingar höfum verið að berjast fyrir því að rjúfa þetta ferli sem farið var af stað með árið 2009. Nú sér í land með það og málið fær þinglega meðferð. Þegar þessu er lokið verður hægt að einbeita sér að innanlandsmálum, uppbyggingu, atvinnusköpun og innviðum samfélagsins.“ Meira »

„Eins og göngin hafi ælt snjó“

Svona var umhorfs í Oddskarðsgöngum í morgun. Engin leið út.
Í gær, 17:13 „Það er eins og göngin hafi ælt snjó,“ segir Hulda Rún Rúnarsdóttir um ljósmynd sem móðir hennar, Aldís Stefánsdóttir, tók í Oddskarðsgöngum í morgun. Hulda er nú á leið til Neskaupstaðar ásamt foreldrum sínum, sem ætluðu að sækja hana á Egilsstaði í morgun. Það hefur ekki gengið sem skyldi. Meira »

Bjarni lætur af embætti sem sóknarprestur

Bjarni Karlsson, prestur í Laugarneskirkju.
Í gær, 15:52 Sr. Bjarni Karlsson hefur ákveðið að láta af embætti sem sóknarprestur í Laugarneskirkju, en hann greinir frá þessu á facebooksíðu safnaðarins. Hann hefur þjónað við kirkjuna frá árinu 1998. Bjarni segir ákvörðunina hafa verið marga mánuði innra með sér. Meira »
Sófaborð fra Gegnum glerið - Ligne Rosed -
Glæsilegt sófaborð sérpantað frá Ítalíu í gegnum; Gegnum Glerið. steinunnbi...
LOK Á HEITA POTTA - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Eigum einnig til á lager: ...
Nissan Patrol til sölu
Árgerð 2007, sjálfskiptur 3 ltr turbo interculer, dráttarkúla, ekinn 166 þ. Sko...
Glæsilegir nuddbekkir frá USA
EarthLite meðferðabekkir frá USA. 561 9400 www.Rikki.is...
 
Leikskólakennari
Leikskólakennsla
Skútustaðahreppur Leiksk...
2 mál
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naud...
Útboð ork 1401
Tilboð - útboð
...
Þroskaþjálfi
Önnur störf
Þroskaþjálfi ...