Maórar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Maórahöfðingi, teikning frá 1784.

Maórar eru frumbyggjar Nýja-Sjálands. Þeir komu þangað frá austanverðri Pólýnesíu einhverntíma fyrir árið 1300, settust að í landinu og sköpuðu eigin menningu. Tungumál þeirra er mjög áþekkt þeim málum sem töluð eru á Cookeyjum og Tahiti.

Koma Evrópubúa til Nýja-Sjálands seint á 18. öld umbylti þjóðfélagi Maóra og margir þeirra féllu í valinn fyrir sjúkdómum sem áður voru óþekktir á meðal þeirra. Þeir misstu mikinn hluta lands síns og þjóðfélagi þeirra hnignaði. Maórum fór þó aftur að fjölga seint á 19. öld og upp úr 1960 hófst endurreisn maórískrar menningar, sem hefur haldið áfram til þessa dags.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.