Malasía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Hnit: 03°08′00″N 101°42′00″A / 3.13333°N 101.70000°A / 3.13333; 101.70000

Malaysia
Fáni Malasíu Skjaldamerki Malasíu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„Bersekutu Bertambah Mutu
(malasíska: Eining er styrkur)“
Þjóðsöngur:
Negaraku
Staðsetning Malasíu
Höfuðborg Kúala Lúmpúr
Opinbert tungumál malasíska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn
Abdul Halim af Kedah
Najib Tun Razak
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
67. sæti
329.847 km²
0,3
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
42. sæti
30.018.242
86/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2014
555,912 millj. dala (29. sæti)
18.509 dalir (59. sæti)
VÞL (2013) Green Arrow Up.svg 0.769 (64. sæti)
Gjaldmiðill ringgit (MYR)
Tímabelti UTC+8
Þjóðarlén .my
Landsnúmer 60

Malasía (malasíska: Malaysia) er land í Suðaustur-Asíu. Það skiptist milli tveggja landsvæða; Vestur-Malasíu á Malakkaskaga og Austur-Malasíu á eyjunni Borneó, með Suður-Kínahaf á milli. Vestur-Malasía á landamæriTaílandi í norðri, og mjótt sund skilur það frá Singapúr í suðri. Austur-Malasía á landamæri að Brúnei í norðri og Indónesíu í suðri. Höfuðborg Malasíu er Kúala Lúmpúr en stjórnarsetrið er í Putrajaya. Árið 2010 var íbúafjöldi Malasíu 28,33 milljónir og þar af bjuggu 22,6 milljónir í vesturhlutanum. Höfðinn Tanjung Piai á suðurodda Vestur-Malasíu er syðsti punktur meginlands Asíu.

Uppruna Malasíu má rekja til hinna ýmsu ríkja malaja á Malakkaskaga sem lentu á áhrifasvæði Breska heimsveldisins á 18. öld. Skiptingin milli Malasíu og Indónesíu var ákveðin í samningum milli Bretlands og Hollands í kjölfar Napóleonsstyrjaldanna. Ríkin á Malakkaskaga mynduðu síðan Malajabandalagið árið 1946 sem breyttist í Sambandsríkið Malaja árið 1948. Þetta ríki fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1957. Þetta ríki sameinaðist Norður-Borneó, Sarawak og Singapúr árið 1963 og bætti því við nafnið sem varð Malasía. Tveimur árum síðar var Singapúr rekið úr sambandinu.

Malasía er fjölmenningarríki sem hefur mikil áhrif á stjórnmál landsins. Opinber trúarbrögð Malasíu eru íslam en 20% íbúa aðhyllast búddisma, 9% kristni og 6% hindúatrú. Stjórnarfar í Malasíu er þingbundin konungsstjórn þar sem einn af fimm hefðbundnum einvöldum landsins er kjörinn konungur á fimm ára fresti. Stjórnkerfið byggist á breskri fyrirmynd.

Malasía er eitt af þeim löndum Asíu sem býr við hvað mesta efnahagslega velsæld. Hagvöxtur hefur verið 6,5% að meðaltali í hálfa öld. Efnahagslífið er drifið áfram af miklum náttúruauðlindum en hefur þróast yfir í fleiri geira. Malasía býr við nýiðnvætt markaðshagkerfi sem er það þriðja stærsta í Asíu og 29. stærsta í heimi. Malasía var stofnaðili að Sambandi Suðaustur-Asíuríkja, Leiðtogafundar Austur-Asíu, Stofnun um íslamska samvinnu, Efnahagssamvinnustofnun Asíu- og Kyrrahafslanda, Breska samveldinu og Samtökum hlutlausra ríkja.

Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]

Malasía er sambandsríki sem skiptist í þrettán fylki og þrjú alríkissvæði. Ellefu fylki og tvö alríkissvæði eru á Malakkaskaga, en tvö fylki og eitt alríkissvæði á Borneó. Hvert fylki skiptist í umdæmi sem aftur skiptast í undirumdæmi (mukim). Í fylkjunum Sabah og Sarawak á Borneó eru umdæmin flokkuð í landshluta.

Fylkin þrettán byggjast á sögulegum konungsríkjum malaja. Níu þeirra eru enn með konungsfjölskyldur. Einn af hefðbundnum ráðamönnum þessara ríkja er kjörinn konungur Malasíu á fimm ára fresti. Konungurinn skipar fjóra landstjóra í þeim fylkjum sem ekki eru konungsríki eftir að hafa ráðfært sig við ráðherra þess fylkis. Hvert fylki hefur eigið þing sem situr í einni deild, og eigin stjórnarskrá. Sabah og Sarawak hafa mun meiri sjálfstjórn en önnur fylki og eru með sína eigin innflytjendalöggjöf og stjórnun landamæra.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.