Írak

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

جمهورية العراقJumhūriyyat ul-ʿIrāq
Jomhūrī-ye Īrāq
Fáni Íraks Skjaldamerki Íraks
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„„الله أكبر“
(Guð er mestur)“
Þjóðsöngur:
Mawtini
Staðsetning Íraks
Höfuðborg Bagdad
Opinbert tungumál arabíska, kúrdíska, aramíska
Stjórnarfar Þingræði
Jalal Talabani
Nouri al-Maliki
Sjálfstæði
 - frá Ottómanveldinu 1. október 1919 
 - frá Stóra-Bretlandi 3. október 1932 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
58. sæti
434.128 km²
1,1
Mannfjöldi
 - Samtals (2009)
 - Þéttleiki byggðar
40. sæti
28.946.000
66,7/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2006
89,8 millj. dala (61. sæti)
2.900 dalir (130. sæti)
Gjaldmiðill Írakskur dínar (IQD)
Tímabelti AST (UTC+3) (ADT (UTC+4) á sumrin)
Þjóðarlén .iq
Landsnúmer 964

Lýðveldið Írak er land í miðausturlöndum sem nær yfir það svæði þar sem áður var Mesópótamía á milli ánna Efrat og Tígris og suðurhluta Kúrdistans. Það á landamæriKúveit og Sádí-Arabíu í suðri, Jórdaníu í vestri, Sýrland í norðvestri, Tyrkland í norðri og Íran í austri. Írak á mjóa strandlengju í Umm Quasr við Persaflóa.

Fyrir fyrri heimsstyrjöldina tilheyrði Írak ottómanska veldinu, eftir hana liðaðist það í sundur. Á millistríðsárunum var Írak í umsjá Bretlands í umboði Þjóðarbandalagsins. Það hlaut sjálfstæði 3. október 1932. Á árunum 1980-88 geisaði stríð á milli Íraks og Írans. Persaflóastríðið var háð 1991 eftir að Írak hafði ráðist á Kúveit. Ný tímabundin ríkisstjórn var kjörin í janúar 2005, í kjölfar innrásarinnar í mars 2003, sem leidd var af Bandaríkjamönnum og Bretum og kom Ba'ath flokknum og leiðtoga hans Saddam Hussein frá völdum.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.