Abraham Lincoln

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Abrahamlincoln.jpg

Abraham Lincoln (12. febrúar 180915. apríl 1865) var bandarískur stjórnmálamaður og sextándi forseti Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins frá 1861 til 1865. Lincoln var meðlimur Repúblikanaflokksins.

Lincoln giftist Mary Ann (áður Todd) Lincoln árið 1842 og átti með henni fjóra syni.[1] Lincoln hlaut litla sem enga formlega menntun og var að mestu sjálfmenntaður. Hann er þekktur fyrir stjórnkænsku sína og ræðusnilli en ein frægasta ræða hans er Gettysborgarávarpið.[2] Sú tveggja mínútna ræða sem hann hélt til heiðurs föllnum hermönnum við vígslu hermannagrafreitsins í Gettysburg var deilumál fyrst um sinn meðal fjölmiðla en í dag þykir hún hin mesta snilli. Í lok þeirrar ræðu lét hann þessi fleygu orð falla:

„Án óvildar til neins, með góðvild til allra“.[3]

Eitt helsta baráttumál Lincolns var að binda enda á þrælahald og varð það stór þáttur í sigri hans í forsetakosningunum árið 1860. Þegar Lincoln tók við embætti í mars 1861 voru sjö suðurríkjanna sem vildu halda áfram þrælahaldi búin að segja sig úr lögum við Bandaríkin og stofnað með sér Bandalagsríki Ameríku. Bandaríska borgarastríðið eða þrælastríðið hófst 12. apríl 1861 og lauk 3. apríl 1865 með ósigri suðurríkjanna. Þó rétturinn til að stunda þrælahald hafi verið deiluefnið sem leiddi til stríðsins var það þó ekki ástæða þess að þrælastríðið var háð, því eining ríkisins var Lincoln alla tíð efst í huga. Árið 1863 gaf Lincoln þrælum í suðurríkjunum frelsi með frelsisveitingunni (e: emancipation proclamation).[4][5]

Árið 1864, meðan stríðið var enn ekki útkljáð var Lincoln endurkjörinn forseti með miklum yfirburðum. Sex dögum eftir að herir suðurríkjanna gáfust upp var Lincoln hins vegar myrtur af leikaranum John Wilkes Booth en hann stóð með Suðurríkjunum í Þrælastríðinu.[4] Lincoln er einn fjögurra forseta Bandaríkjanna sem hafa verið ráðnir af dögum meðan þeir sátu í embætti. Bandarískir sagnfræðingar eru almennt þeirrar skoðunar að Lincoln sé einn áhrifamesti og mikilvægasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. White, Jr., Ronald C. (2009). A. Lincoln: A Biography. Random House, Inc.
  2. http://www.smithsonianmag.com/history-archaeology/man-of-his-words.html
  3. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3304280
  4. 4,0 4,1 http://library.thinkquest.org/3055/netscape/people/lincoln.html
  5. http://www.ihr.org/jhr/v13/v13n5p-4_Morgan.html

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Fyrirrennari:
James Buchanan
Forseti Bandaríkjanna
(1861 – 1865)
Eftirmaður:
Andrew Johnson


  Þessi bandarískt-tengda grein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.