Asía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Heimskort sem sýnir staðsetningu Asíu

Asía (stundum nefnd Austurálfa eða Austurheimur) er heimsálfa. Hún er austari hluti Evrasíu. Erfitt er að skilgreina mörk hennar nákvæmlega, en gróflega eru þau oft sögð liggja suður Úralfjöll, gegnum Kaspíahaf og Kákasusfjöll, þaðan í gegn um Svartahafið, Bosporussund, Marmarahaf og Dardanellasund. Þaðan liggi mörkin um Miðjarðarhaf og í gegnum Súesskurð. Asíu er oftast skipt niður í sex svæði: Norður-, Suður- (eða Mið-), Austur-, Suðaustur- og Suðvestur-Asíu (oftast kallað Mið-Austurlönd) eftir menningarsvæðum.

Asía er bæði stærsta og fjölmennasta heimsálfan, með um 60% íbúa jarðar og þekur 8,7% af yfirborði jarðar.

Lönd í Asíu[breyta | breyta frumkóða]

Norður-Asía

Mið-Asía og Suður-Asía

Austur-Asía

Suðaustur-Asía

Suðvestur-Asía og Mið-Austurlönd

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.