Slóvakía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Lýðveldið Slóvakía
Slovenská republika
Fáni Slóvakíu Skjaldamerki Slóvakíu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„ekkert“
Þjóðsöngur:
'Nad Tatrou sa blýska'
Staðsetning Slóvakíu
Höfuðborg Bratislava
Opinbert tungumál slóvakíska
Stjórnarfar Lýðveldi
Andrej Kiska
Robert Fico
Evrópusambandsaðild 2004
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
129. sæti
49.034 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
115. sæti
5.415.949
110/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2012
132,384 millj. dala (62. sæti)
24.284 dalir (43. sæti)
VÞL (2012) Green Arrow Up.svg 0.840 (35. sæti)
Gjaldmiðill evra (EUR)
Tímabelti UTC+1
Þjóðarlén .sk
Landsnúmer 421

Slóvakía (slóvakíska Slovensko, Slovenská republika) er landlukt land í Mið-Evrópu. Það á landamæri að Austurríki og Tékklandi í vestri, Póllandi í norðri, Úkraínu í austri og Ungverjalandi í suðri. Helstu borgir eru Bratislava, sem er höfuðborg landsins, Košice, Prešov, Žilina, Nitra og Banská Bystrica. Slóvakía gekk í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið árið 2004 og gerðist aðili að Schengen árið 2007.

Slavar settust að þar sem nú er Slóvakía á Þjóðflutningatímabilinu á 5. og 6. öld og voru miðstöð ríkis Samós á 7. öld. Á 9. öld var furstadæmið Nitra stofnað í kringum borgina Nitra sem síðar varð hluti af Stór-Moravíu ásamt Moravíu. Eftir 10. öld varð Slóvakía smám saman hluti af Ungverjalandi sem aftur varð hluti af Austurríki-Ungverjalandi. Þegar Austurríki-Ungverjaland leystist upp í kjölfar Fyrri heimsstyrjaldar varð Slóvakía hluti af Tékkóslóvakíu ásamt Tékklandi. Slóvakía lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis árið 1939 að undirlagi Þýskalands en eftir Síðari heimsstyrjöld var Tékkóslóvakía sameinuð á ný. Í kjölfar Flauelsbyltingarinnar lýsti Slóvakía aftur yfir sjálfstæði árið 1992.

Efnahagur Slóvakíu óx hratt á árunum frá 2002 til 2007 þegar hagvöxtur náði 10,5%. Landið var kallað Tatratígurinn (eftir Tatrafjöllum á landamærum Slóvaíku og Póllands). Aukinn hagvöxtur stafaði einkum af breytingu úr áætlunarbúskap í markaðsbúskap undir stjórn hægristjórna, einkavæðingu og aukinni erlendri fjárfestingu. Helstu útflutningsvörur Slóvakíu eru hátæknivörur, bílar og bílahlutar.

Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]

Slóvakía skiptist í átta héruð (krajov - eintala: kraj) sem heita eftir höfuðstöðum sínum. Héruðin skiptast síðan í 79 umdæmi (okresy) sem aftur skiptast í mörg sveitarfélög (obec).

Heiti
(á íslensku)
Heiti
(á slóvakísku)
Höfuðstaður Íbúafjöldi
(2011)
SŁO Kraj Bratysławski COA.svg Bratislava-hérað Bratislavský kraj Bratislava 602.436
SŁO Kraj Trnawski COA.svg Trnava-hérað Trnavský kraj Trnava 554.741
Erb Nitrianskeho samosprávneho kraja.jpg Nitra-hérað Nitriansky kraj Nitra 689.867
SŁO Kraj Trenczyński COA.svg Trenčín-hérað Trenčiansky kraj Trenčín 594.328
SŁO Kraj Bańskobystrzycki COA.svg Banská Bystrica-hérað Banskobystrický kraj Banská Bystrica 660.563
SŁO Kraj Żyliński COA.svg Žilina-hérað Žilinský kraj Žilina 688.851
SŁO Kraj Koszycki COA.svg Košice-hérað Košický kraj Košice 791.723
SŁO Kraj Preszowski COA.svg Prešov-hérað Prešovský kraj Prešov 814.527
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.