Litháen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Lýðveldið Litháen
Lietuvos Respublika
Fáni Litháen Skjaldamerki Litháen
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Tautiška giesmė
Staðsetning Litháen
Höfuðborg Vilníus
Opinbert tungumál litháíska
Stjórnarfar Lýðveldi
Dalia Grybauskaitė
Algirdas Butkevičius
Evrópusambandsaðild 2004
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
128. sæti
65.300 km²
1,35
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
123. sæti
2.930.865
50,3/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2014
70,840 millj. dala (82. sæti)
23.850 dalir (45. sæti)
VÞL (2013) Green Arrow Up.svg 0,818 (41. sæti)
Gjaldmiðill Evra (EUR)
Tímabelti UTC+2/+3
Þjóðarlén .lt
Landsnúmer 370

Litháen (í eldra máli Lithaugaland; litháíska Lietuva eða Lietuvos Respublika) er land í Mið-Evrópu, eitt Eystrasaltslandanna. Það á landamæri að Lettlandi í norðri, Hvíta-Rússlandi í austri og Póllandi og Kaliningrad (Rússlandi) í suðri. Í vestri liggur landið að Eystrasalti. Opinbert tungumál landsins, litháíska, er annað tveggja baltneskra mála sem enn eru töluð. Hitt er lettneska.

Um aldir bjuggu nokkrar baltneskar þjóðir í landinu þar til Mindaugas sameinaði þær á 4. áratug 13. aldar. Hann var fyrsti stórhertogi Litháen og síðan konungur. Stórhertogadæmið gekk í Lúblínsambandið árið 1569 og Pólsk-litháíska samveldið varð til. Þessu ríki var skipt milli nærliggjandi stórvelda, Rússlands, Prússlands og Austurríkis, frá 1772 til 1795 og stærstur hluti Litháens féll Rússneska keisaradæminu í skaut. Undir lok Fyrri heimsstyrjaldar 1918 lýsti Litháen yfir sjálfstæði. Árið 1940, í Síðari heimsstyrjöld, lögðu Sovétmenn og síðan Þjóðverjar landið undir sig. Þegar Þjóðverjar hörfuðu 1944 lögðu Sovétmenn landið aftur undir sig og Sovétlýðveldið Litháen var stofnað árið 1945. Árið 1990 lýsti Litháen yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum, fyrst allra sovétlýðvelda.

Litháen gerðist aðili að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu árið 2004. Það er þátttakandi í Schengen-samstarfinu og tekur þátt í norrænu samstarfi eins og Norræna fjárfestingarbankanum. Hagvöxtur í Litháen hefur verið mjög mikill frá aldamótum og landið er því stundum kallað baltneski tígurinn. Við þróun iðnaðar í Litháen hefur verið lögð áhersla á líftækni og vélaframleiðslu. Gjaldmiðill landsins, litasið, hefur verið festur við evru frá árinu 2002.

Borgir[breyta | breyta frumkóða]

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist