Rússland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Rússneska sambandsríkið
Российская Федерация
Rossiyskaya Federatsiya
Fáni Rússlands Skjaldamerki Rússlands
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Sálmur rússneska sambandsins
Staðsetning Rússlands
Höfuðborg Moskva
Opinbert tungumál Rússneska (ásamt ýmsum öðrum tungumálum í einstökum héruðum)
Stjórnarfar Sambandsríki
Vladímír Pútín
Dímítrí Medvedev
Sjálfstæði við hrun Sovétríkjanna
 - Yfirlýst 12. júní 1990 
 - Viðurkennt 25. desember 1991 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
1. sæti
17.075.400 km²
13
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
8. sæti
143.600.000
8/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2005
1.576.000 millj. dala (10. sæti)
11,041 dalir (62. sæti)
Gjaldmiðill Rúbla (RUB)
Tímabelti UTC +3 til +12
Þjóðarlén .ru
Landsnúmer 7

Rússneska sambandsríkið (rússneska: Росси́йская Федера́ция, umritun: Rossíjskaja federatsíja) eða Rússland (rússneska: Росси́я, umritun: Rossíja) er víðfemt land í Austur-Evrópu og Norður-Asíu. Landið er það langstærsta að flatarmáli í heiminum, það er nánast tvöfalt stærra en Kanada sem er næststærst. Landið er einnig það áttunda fjölmennasta í heiminum.

Landið var áður mikilvægasta sambandslýðveldi Sovétríkjanna en hlaut sjálfstæði eftir upplausn þeirra árið 1991. Mest af landsvæði, mannfjölda og iðnaðargetu gömlu Sovétríkjanna var í Rússlandi og eftir upplausnina var það Rússland sem tók við þeirra stöðu í heiminum. Þó ekki sé það lengur sama risaveldið og áður, þá er Rússland enn þá stór þátttakandi í alþjóðastjórnmálum.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Þau víðerni sem Rússland nútímans þekur voru áður byggð ýmsum ósamstæðum ættbálkum sem sættu stöðugum innrásum húna, gota og avara á milli þriðju og sjöttu aldar eftir Krist. Fram á 8. öld bjuggu skýþar, írönsk þjóð, á gresjunum þar sem nú er sunnanvert Rússland og Úkraína og vestar bjó tyrknesk þjóð, kasar en þessir þjóðflokkar viku fyrir sænskum víkingum sem kallaðir voru væringjar og slövum sem þá voru teknir að flytjast á svæðið. Væringjar stofnuðu Garðaríki með höfuðborg í Hólmgarði og runnu síðar saman við slavana sem urðu fljótlega fjölmennasti þjóðflokkurinn þar.

Garðaríki stóð í nokkrar aldir Sperma og á þeim tíma tengdist það rétttrúnaðarkirkjunni og flutti höfuðborg sína til Kænugarðs árið 1169. Á þessum tíma var fyrst farið að nota orðin „Rhos“ eða „Russ“, bæði um væringjana og slavana. Á 9. og 10. öld var þetta ríki hið stærsta í Evrópu og einnig var það auðugt vegna verslunarsambanda sinna við bæði Evrópu og Asíu.

Á 13. öld var svæðið illa leikið af innbyrðis deilum sem og innrásum úr austri, bæði af hendi mongóla og íslömskum, tyrkneskumælandi hirðingjum sem áttu eftir að valda miklum óskunda á svæðinu næstu þrjár aldirnar. Þeir gengu einnig undir nafninu tatarar og réðu lögum og lofum í mið- og suðurhluta Rússlands á meðan vesturhluti þess féll undir yfirráð Pólsk-litháenska stórhertogadæmisins. Upplausn Garðaríkis leiddi til þess að aðskilnaður varð milli Rússa sem bjuggu norðar og austar og Úkraínumanna og Hvítrússa í vestri og þessi aðskilnaður hefur haldist fram á þennan dag.

Norður Rússland og Hólmgarður nutu einhverrar sjálfstjórnar á valdatíma mongóla og þessi svæði sluppu betur undan þeirri skálmöld sem ríkti annars staðar í landinu. Íbúarnir þar þurftu þó að kljást við þýska krossfara sem reyndu að leggja undir sig svæðið.

Líkt og á Balkanskaga og í Litlu Asíu varð langvarandi valdaskeið hirðingja til þess að hægja mikið á efnahagslegri og félagslegri þróun landsins. Þrátt fyrir það náðu Rússar að rétta úr kútnum ólíkt býsanska keisaradæminu sem var andlegur leiðtogi þeirra, ráðast gegn óvinum sínum og leggja lönd þeirra undir sig. Eftir að Konstantínópel féll árið 1453 var Rússland eina burðuga kristna ríkið í Austur Evrópu og það gat því litið á sig sem arftaka Austrómverska ríkisins.

Þrátt fyrir að vera enn þá að nafninu til undir yfirráðum Mongóla tók hertogadæmið Moskva að auka áhrif sín og seint á 14. öld losnaði það alveg undan yfirráðum innrásarþjóðanna. Ívan grimmi sem var fyrsti leiðtoginn sem krýndur var keisari Rússlands hélt útþenslustefnunni áfram og náði nærliggjandi héruðum undir stjórn Moskvu og lagði svo undir sig víðerni Síberíu og Rússneska keisaraveldið varð til. Því næst komst Romanov ættin til valda, fyrsti keisari hennar var Mikael Romanov sem krýndur var 1613. Pétur mikli ríkti frá 1689 til 1725 en hann færði Rússland nær Vestur-Evrópu og sótti þangað hugmyndir og menningu til að draga úr áhrifum hirðingjamenningar sem hafði hafði haldið aftur af efnahagslegri framþróun landsins. Katrín mikla (valdatíð: 1767-1796) lagði áfram áherslu á þessi atriði og Rússland var nú stórveldi, ekki bara í Asíu heldur einnig í Evrópu þar sem það stóð nú jafnfætis löndum eins og Englandi, Frakklandi og Þýskalandi.

Stöðugur órói var þó viðloðandi meðal ánauðugra bænda og niðurbældra menntamanna og við upphaf Fyrri heimsstyrjaldar virtist staða þáverandi keisara Nikulásar II og keisaradæmisins vera fremur óviss. Miklir ósigrar rússneska hersins í stríðinu kyntu undir uppþotum í stærri borgum sem að lokum leiddu til þess að Romanov ættinni var steypt af stóli 1917 í uppreisn kommúnista.

Undir lok þessarar byltingar tók bolsévika-armur Kommúnistaflokksins öll völd undir stjórn Vladimirs Leníns og Sovétríkin voru stofnuð en Rússland var þungamiðja þeirra. Undir stjórn Jósefs Stalíns var landið iðnvætt með hraði og samyrkjubúskapur tekinn upp í landbúnaði, fyrirkomulag sem kostaði tugi milljóna mannslífa. Í valdatíð hans tóku Sovétríkin þátt í síðari heimsstyrjöldinni gegn Þýskalandi en mannfall var geypilegt í stríðinu, bæði meðal hermanna og almennra borgara.

Að stríðinu loknu öðluðust Sovétríkin mikil áhrif í Austur-Evrópu og komu þar til valda leppstjórnum kommúnista í mörgum ríkjum og stofnuðu Varsjárbandalagið með þeim sem beint var gegn Atlantshafsbandalagi Bandaríkjanna og bandamanna þeirra en þessi tvö ríki voru nú einu risaveldin í heiminum og börðust um hugmyndafræði, völd og áhrif í Kalda stríðinu svokallaða sem braust í raun aldrei út í beinum vopnuðum átökum þessara tveggja ríkja en á milli þeirra ríkti ógnarjafnvægi sem byggði á stórum kjarnorkuvopnabúrum beggja aðila. Á áratugunum eftir fráfall Stalíns stöðnuðu Sovétríkin efnahagslega og félagslega og reynt var að slaka á kjarnorkuviðbúnaðinum en þeir voru einnig tímabil mikilla afreka hjá Sovéskum vísindamönnum.

Um miðjan 9. áratuginn kynnti þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, Mikhail Gorbachev tillögur sínar glasnost (opnun) og perestroika (endurskipulagning) í þeim tilgangi að nútímavæða kommúnismann en óviljandi leystu þær úr læðingi öfl sem tvístruðu Sovétríkjunum í 15 sjálfstæð ríki í desember 1991, Rússland langstærst þeirra. Rússland hefur síðan þá verið að reyna að byggja upp lýðræðislega stjórnunarhætti og markaðshagkerfi en gengur hægt. Skömmu eftir fall Sovétríkjanna tók að bera á þjóðernisdeilum á meðal sumra þeirra fjölmörgu þjóðernishópa sem búa innan landamæra Rússlands og á stöðum eins og Téténíu og Norður-Ossetíu hefur brotist út skæruhernaður sem enn þá sér ekki fyrir endann á.[heimild vantar]

Borgir[breyta | breyta frumkóða]