Bólusótt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Barn sýkt af bólusótt.

Bólusóttlatínu Variola eða Variola vera) er bráðsmitandi sjúkdómur sem herjar einvörðungu á mannskepnuna.[1] Tvær veirur geta valdið bólusótt, variola maior og variola minor. Variola maior er skæðari og dregur sjúklinginn til dauða í 3–35% tilvika. Á hinn bóginn er variola minor mildari og leiðir til dauða í innan við 1% tilvika.[2] Ör á húðinni eru dæmigerðar langtímaaukaverkanir þeirra sem fá sjúkdóminn. Stundum leiðir sjúkdómurinn einnig til blindu og ófrjósemi hjá körlum.

Bólusótt olli dauða um 300–500 milljóna manna á 20. öld. World Health Organization (WHO) áætlar að 1967 hafi 15 milljónir smitast af sjúkdómnum og tvær milljónir látist úr honum. Í kjölfar bólusetningarherferða á 19. og 20. öld tókst að útrýma bólusótt árið 1979. Engum sjúkdóm hefur verið fullkomlega útrýmt síðan. Árangrinum er ekki síst að þakka því að aðeins ein veira eða tvær valda sjúkdómnum en ekki eitt til tvö hundruð veirur eins og með ýmsa aðra sjúkdóma og gerir þetta bólusetningu mun einfaldari en bólusótt er einmitt sá sjúkdómur sem menn lærðu einna fyrst að þróa bóluefni gegn.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ryan, K.J. og Ray, C.G. (ritstj.), Sherris Medical Microbiology (McGraw Hill, 2004): 525–7.
  2. Behbehani, A.M., „The smallpox story: life and death of an old disease“, Microbiological Revue 47 (4) (1983):455-509.