Írska lýðveldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Írska lýðveldið
Éire (írska)
Ireland (enska)
Fáni Írlands Skjaldamerki Írlands
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„Éire go deo
(Írland að eilífu)
Þjóðsöngur:
Amhrán na bhFiann
Staðsetning Írlands
Höfuðborg Dublin
Opinbert tungumál írska, enska
Stjórnarfar Lýðveldi
Michael D. Higgins
Enda Kenny
Sjálfstæði
 - frá Bretlandi 6. desember 1921 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
120. sæti
70.273 km²
2
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
121. sæti
4.593.100
65,3/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2012
192,223 millj. dala (56. sæti)
43.592 dalir (14. sæti)
Gjaldmiðill Evra
Tímabelti UTC+0 (UTC+1 á sumrin)
Keyrt er vinstri megin
Þjóðarlén .ie
Landsnúmer 353

Írska lýðveldið er ríki sem tekur yfir 5/6 hluta eyjunar Írlands vestur af strönd Evrópu. Norðvesturhluti eyjarinnar tilheyrir Norður-Írlandi sem er hluti af Bretlandi. Írland á því aðeins landamæri að Bretlandi en Írlandshaf skilur á milli eyjarinnar og Stóra-Bretlands. Höfuðborg Írlands er Dublin við austurströnd eyjarinnar.

Árið 1922, í kjölfar írska sjálfstæðisstríðsins sem stóð frá 1919 til 1921, var Írska fríríkið stofnað. Þing Norður-Írlands, þar sem mótmælendur voru í meirihluta, nýtti sér þá möguleika til að segja sig úr hinu nýja ríki og varð sérstök eining innan breska konungsdæmisins. Írska fríríkið var í fyrstu hluti af Breska samveldinu en árið 1949 voru skyldur konungs afnumdar í írskum lögum og landið varð lýðveldi.

Írska lýðveldið var lengi vel eitt af fátækustu ríkjum Evrópu. Landið gekk í Evrópusambandið árið 1973. Seint á 9. áratug 20. aldar hófust efnahagslegar umbætur í anda frjálshyggju sem leiddu til ört vaxandi hagsældar. Írland var um tíma í upphafi 21. aldar þekkt sem keltneski tígurinn. Í upphafi ársins 2008 hófst alþjóðlega fjármálakreppan sem kom mjög harkalega niður á Írlandi. Þrátt fyrir kreppuna er Írland enn með best stæðu löndum heims.

Opinbert nafn ríkisins samkvæmt stjórnarskrá þess er Éire sem er írska og þýðir bara Írland. „Írska lýðveldið“ er samkvæmt lögum lýsing á ríkinu en ekki nafn þess.

Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]

Írska lýðveldið skiptist frá alda öðli í 26 sýslur sem fólk notar almennt til að vísa til landshluta. Nú skiptist landið í 29 sveitasýslur og 5 borgarsýslur sem að hluta samsvara hinum eldri sýslum. Tipperary-sýslu var skipt í Suður-Tipperary og Norður-Tipperary árið 1898 og Dublin-sýslu var skipt í Dún Laoghaire–Rathdown, Fingal og Suður-Dublin árið 1994.

Ireland Administrative Counties.svg
  1. Fingal
  2. Dublin
  3. Dún Laoghaire–Rathdown
  4. South Dublin
  5. Wicklow-sýsla
  6. Wexford-sýsla
  7. Carlow-sýsla
  8. Kildare-sýsla
  9. Meath-sýsla
  10. Louth-sýsla
  11. Monaghan-sýsla
  12. Cavan-sýsla
  13. Longford-sýsla
  14. Westmeath-sýsla
  15. Offaly-sýsla
  16. Laois-sýsla
  17. Kilkenny-sýsla
  1. Waterford
  2. Waterford-sýsla
  3. Cork (borg)
  4. Cork-sýsla
  5. Kerry-sýsla
  6. Limerick-sýsla
  7. Limerick
  8. Suður-Tipperary
  9. Norður-Tipperary
  10. Clare-sýsla
  11. Galway-sýsla
  12. Galway
  13. Mayo-sýsla
  14. Roscommon-sýsla
  15. Sligo-sýsla
  16. Leitrim-sýsla
  17. Donegal-sýsla

Í Írska lýðveldinu er neðra stjórnsýslustigið fimm hverfaráð og 75 bæjarráð.