Kerið
Ferðamannastaðurinn Kerið
Taktu myndir
Ljósmyndasamkeppni Kersins
Þjóðtrú
Þjóðtrú tengd kerinu
Ferðamannastaðurinn Kerið
Ljósmyndasamkeppni Kersins
Þjóðtrú tengd kerinu
Kerið

Mörg ör ber Ísland eftir eldsumbrot. En þótt undarlegt megi virðast eru þau flest til prýðis. Jafnvel úfin og grettin hraun búa yfir óskiljanlegum töfrum. Eldurinn hefur skapað marga staði, sem eru ógleymanlegir öllum er fá þá augum litið. Kerið í Grímsnesi er slíkur staður með stórkostlegum litbrigðum. Í grónum hólum rétt hjá þjóðveginum opnast skyndilega gígur einn mikill og umkringja hann að mestu háar og brattar skriður úr marglitu grjóti, en á einum stað liggja að honum grænar valllendisbrekkur. Á botni Kersins er bládjúp tjörn. Kerið er meðal helstu viðkomustaða ferðamanna á Suðurlandi og er þar í flokki með Gullfossi, Geysi, Þingvöllum og Skálholti. Lengi hefur þótt við hæfi að sýna tignum gestum náttúruundrið. Meðal þjóðhöfðingja sem þangað hafa komið má nefna Lennart Meri, forseta Eistlands, sem átti viðkomu í Kerinu í heimsókn sinni hingað til lands árið 1999 og Friðrik, krónprins Dana, sem þangað kom árið 1938 ásamt Ingiríði konu sinni.

Hvar er Kerið?
Kerið á Facebbok