OpenOffice.org

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fara á: flakk, leita
Skjámynd af útgáfu 1.1.3 af OpenOffice.org á GNU/Linux
Skjámynd af útgáfu 1.1.3 af OpenOffice.org á GNU/Linux

OpenOffice.org er skrifstofuhugbúnaður sem byggir á StarOffice. Forritið er frjáls valkostur við skrifstofuhugbúnað Microsoft, Microsoft Office, og hægt er að sækja hann á Internetið án greiðslu. OpenOffice.org er til á mörgum tungumálum og fyrir ýmis stýrikerfi eins og Microsoft Windows, BSD, Unix, GNU/Linux og Mac OS X. OpenOffice.org getur lesið og skrifað fjölda skjalasniða, þar á meðal þau snið sem Microsoft Office notar (að megninu til).

Grunnurinn að OpenOffice.org kom upphaflega frá þýska fyrirtækinu StarDivision sem var stofnað á 9. áratugnum. Aðalvara þeirra var skrifstofuhugbúnaðurinn StarOffice. Árið 1999 keypti Sun Microsystems fyrirtækið og ári síðar gáfu þeir út hluta frumkóðans undir nafninu OpenOffice.org með tvenns konar notendaleyfi; LGPL (GNU Lesser General Public License) og SISSL (Sun Industry Standard Source License). StarOffice var áfram þróað samhliða sem hefðbundinn leyfisskyldur hugbúnaður.

Hugbúnaðurinn inniheldur nokkur þétt samhæfð forrit; meðal annars ritvinnslu, töflureikni, teikniforrit, glæruforrit, gagnagrunnsviðmót og fleira. Eigið skjalasnið OpenOffice.org var upphaflega það sama og hjá StarOffice (.sd*) sem var í grundvallaratriðum XML-snið þjappað með Java Archive þjöppunarhugbúnaðinum. Síðar var þetta snið þróað áfram og kallað OpenOffice-snið (.sx*). Frá útgáfu 2.0.3 hefur OpenOffice.org notað alþjóðlega skjalastaðalinn Open Document Format (.od*) sem eigið skjalasnið.

[breyta] Tenglar

Tenglar