SAUÐFJÁRSETUR Á STRÖNDUM
~ Fróðleikur og fjör við allra hæfi ~

Sauðfjársetur á Ströndum - Sævangi - 510 Hólmavík - Sími: 451-3324 / 661-2009 - Mail: saudfjarsetur@strandir.is

    
Sýningin 

Nýjustu fréttir

Eldri fréttir

Fróðleikur

Myndir

Munir

Atburðir

Félagið

Tenglar

Hafa samband

Aðalsíða

 

 

 
Útilegumenn
- Til baka í fjölbreytta hornið -

Fyrrum var útilegumönnum oft kennt um ef fé heimtist illa af fjalli.

Fjalla-Eyvindur og Halla lágu forðum úti á Ströndum, m.a. í helli undir Svartfossi ofan við Fell í Kollafirði. Frægt var þegar Halldór Jakobsson, sýslumaður á Felli í Kollafirði, handtók Fjalla-Eyvind og missti síðan aftur. Eyvindur var svo duglegur að sýslumaður gat ekki stillt sig um að láta hann ganga að verkum með vinnufólkinu og auðvitað notaði hann tækifærið og strauk. Fyrir þetta missti Halldór embættið um tíma.

Haft var eftir Arnesi fjallaþjóf að útilegumenn yllu óskaplegum fjárhvörfum og aldrei meiri en eftir harða vetur. Þá gjörfelldu útilegumenn fé sitt og yrðu að bæta sér það upp með því að stela öðru í staðinn.


Ræninginn stórtæki

Í desember 1681 var ansi stórtækur sauðaþjófur á ferð á Melum í Hrútafirði. Þá var 50 kindum stolið af bóndanum þar, Jóni Auðunssyni. Sauðaþjófurinn kom víðar við og í sömu ferð rændi hann á fleiri bæjum í innanverðum Hrútafirði, þetta 10-12 sauðum á hverjum bæ.

Er Melabóndi saknaði fjárins safnaði hann liði og hélt til leitar suður á heiðar. Snjór hafði fallið og fundu leitarmenn slóð og drógu uppi reksturinn og náðu þjófnum í Vatnaflóa á Tvídægru, þá á leið í Surtshelli í Borgarfirði. Í rekstrinum voru 120 fjár og 5-6 hross undir klyfjum, allt stolið.

Útileguþjófur þessi hét Loftur Sigurðsson og hafði um nokkurt skeið legið úti á heiðum suður af Hrútafirði með konu sinni, hjákonu og fjórum börnum. Var hann færður lögmanninum á Reykhólum og höggvinn nokkru síðar.
 

 

 
Fróðleiks-
flokkar:

Sauðkindin

Vor- og sumarverkin

Smalamennska

Sláturtíðin

Afurðir

Ull og ullarvinna

Fjárhús

Vetrarverkin

Frægar kindur

Ýmislegt

 

Félag áhugamanna um Sauðfjársetur á Ströndum - saudfjarsetur@strandir.is
© 2002
Sögusmiðjan - Síðan var síðast uppfærð okt. 2006