Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Um Stjörnufræðivefinn

Stjörnufræðivefurinn er íslenskur alfræðivefur um allt sem viðkemur stjörnufræði. Honum er ætlað að efla áhuga almennings á stjörnufræði og auðvelda aðgengi að efni um stjörnufræði á íslensku.

Að Stjörnufræðivefnum standa:


Sverrir Guðmundsson - nemandi í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands og stjörnufræðikennari í Menntaskólanum í Reykjavík.

Sævar Helgi Bragason - formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og nemandi í jarðfræði við Háskóla Íslands.

Kári Helgason - B.Sc. í eðlisfræði frá Háskóla Íslands og framhaldsnemi í stjarneðlisfræði við Marylandháskóla.

Aðstandendur þakka Davíð Halldóri Kristjánssyni, Kristjáni Þorvaldssyni og Bjarna Helgasyni fyrir veitta aðstoð.

Allt sem birtist á vefnum sett fram á vandaðan og ábyrgan hátt. Kennurum og nemendum er óhætt að styðjast við efni af vefnum þar sem ávallt er vitnað í heimildir þar sem við á. Hægt er senda póst til ritstjórnar á netfangið stjornuskodun[hjá]stjornuskodun.is. Mundu að fjarlægja [hjá] og setja í staðinn @. Þetta er til að verjast ruslpósti.

Hvernig á að vitna í heimildir af Stjörnufræðivefnum?

Höfundur greinar. "Titill greinar." Heiti vefs. Gerð eða númer [ef við á]. Dagsetning greinar eða síðustu dagréttingar [ef gefið er upp]. Vefslóð. (Skoðað).

Dæmi: Sævar Helgi Bragason. Sólin. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/38-solkerfi/78-solin (Skoðað 29. ágúst 2008).