Innlent - mánudagur - 21.9 2009 - 17:36

Davíð Oddsson verður ritstjóri Morgunblaðsins

david-oddsson.gifDavíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, verður ritstjóri Morgunblaðsins. Ákvörðun um þetta verður væntanlega tekin formlega á fundi stjórnar Árvakurs, útgáfufélags blaðsins, á miðvikudaginn.

Dagsetning stjórnarfundar Árvakurs fékkst ekki staðfest í Hádegismóum í dag. Forráðamenn blaðsins vilja ekki tjá sig um ráðningu ritstjóra.

Á stjórnarfundinum verða að líkindum teknar ákvarðnir um hagræðingu í útgáfu og rekstri. Líklegt er að starfsfólki Árvakurs verði fækkað. Þá er rætt um að fækka útgáfudögum blaðsins um einn.

Davíð Oddsson hefur áður verið orðaður við ritstjórastól á Morgunblaðinu. Hann var þingfréttaritari blaðsins 1973 til 1974 og hefur alla tíð sýnt blaðinu mikinn áhuga.

Verði gengið frá ráðningu Davíðs á miðvikudaginn mun hann koma til starfa á blaðinu á fimmtudaginn.

Einhverjar tilfærslur verða að líkindum á yfirmannsstörfum á ritstjórninni í tengslum við ráðningu Davíðs eða í kjölfarið.

350 ummæli

Rita ummæli

Ásta B
21.09 2009 kl.17:37

Ja, hérna hér. Segi bara ekki annað.

Tobbi
21.09 2009 kl.17:40

Maðurinn sem ber mesta ábyrgð á hruninu. Spurning hvort hann verði ekki dæmdur. Nú eiga allir að segja upp áskrift.
Sérstaklega gott eða hitt þó heldur fyrir formann Sjálfstæðisflokksins sem virðist standa mjög veikt. Hálfgerð atlaga að honum.

Einar
21.09 2009 kl.17:41

Er menn bara orðnir snældugeðveikir?
var að taka mbl.is af bókamerkjaslánni minni og mun ALDREI aftur fletta mogganum.

kveðja

Ólinn
21.09 2009 kl.17:42

Schnelld... nú veit maður allavega hvar maður hefur Moggann... ekkert leynimakk eins og á síðasta Mogga, núverandi fréttablaði og DV...

Enda kunna blaðamenn og eiga ekkert að vera hlutlausir... það er bara ekki hægt...

verulega undrandi
21.09 2009 kl.17:43

Er þetta eitthvað grín? Er mbl viljandi að rústa öllum trúverðugleika? Ég er einn af þeim sem hef heft talsverða samúð með ansi óvæginni umræðu um Davíð og ekki talið að Davíð einn eigi alla þessa sök þó vissulega eigi hann nokkra. Það að hann eigi samt nokkra sök verður ekki deilt um og þar með er hann einn af höfundum hrunsins. mbl er hér með kominn með sama trúverðugleika og AMX og vefþkjóðviljinn, málgagn en ekki fréttamiðill.

Sladdarinn
21.09 2009 kl.17:44

Þetta verður í það minnsta umdeilt og ekki annað hægt að segja en að nýjir eigendur blaðsins séu kaldir. Líkast til þurfa þeir að taka áhættuna - veðja með þessu “öllu”, þ.e. karlinn munn annað hvort lyfta blaðinu upp eða sökkva því.

Millileiðin, þ.e. lognmollan, verður ekki valkostur.

Langbestur
21.09 2009 kl.17:44

Nú er von fyrir Ísland kominn tími til að berja á kommunum.

Burtflutt og orðin evrópskur ríkisborgari
21.09 2009 kl.17:45

ef satt reynist, verður þetta að frábæru fjölmiðlaefni hér erlendis, og mun gera ímynd íslands enn sérstakari

veit einhver hvað Geir ætlar að gera eftir að heimsóknum í spjallþættina lýkur?

og hvernig haldið þið að Halldóri gangi að bæta traust á Íslandi í Norðurlandaráði?

kanski ekki svo skrýtið að lánveiting IMF og Norðurlandanna sé að dragast eftir allt saman

Steini
21.09 2009 kl.17:45

Glæsilegt !

Johann
21.09 2009 kl.17:45

loksins mun einhver fjölmiðill þora að ganga að útrásarræflunum

AB
21.09 2009 kl.17:46

Það er ekki lengur hægt að segja skrípasögur.

Elías Pétursson
21.09 2009 kl.17:46

Ja, nú mun fjör færast yfir bloggheima........

Birgir Rúnar Sæmundsson
21.09 2009 kl.17:46

Það var eftir öðru á Íslandi.
Nú mega óvinirnir far að vara sig, verða útmálaðir í
pólitísku litrófi Flokksins . Nú nær FLOKKURINN Vopnum sínum og
sósílaistarnir mega fara að vara sig, gef ríkisstjórninni 2 mán í mesta lagi.
Hrunstjórinn fer að skrifa um hrunið ! Og óvinina ALLA.
Nú verður blóðbað á prenti !

http://www.icelandcrash.com/antisocial-personality.html

Níels A. Ársælsson
21.09 2009 kl.17:47

Langbestur.
Hvaða kommum, VG eða kommunum í Sjálfsæðisflokknum ?

Sigursteinn Másson
21.09 2009 kl.17:47

ég held nú að fólk láti allavega segja sér þetta tvisvar. Davíð hefur ýmsa kosti en þetta get ég ekki séð að sé rétti vettvangurinn fyrir hann og alls ekki í þessari stöðu. Ég trúi því varla að hann gefi kost á sér í þetta ef eigendur blaðsins eru þá raunverulega á þessari braut. Þetta er bara hreint ótrúlegt og ekki til þess fallið að skapa frið í samfélaginu!

Steinþór M
21.09 2009 kl.17:48

Halelújah - nú mega Kaupthingsrónarnir og götustrákurinn vara sig!

Elfa Jóns
21.09 2009 kl.17:50

Þetta var auðvitað hrikalega fyrirsjáanlegt ... og búið að vera í umræðunni í hátt í 2 ár.

Það fer allavegana ekki á milli mála hvaða skoðun Mogginn hefur og með hverjum hann stendur ... svo það er eiginlega bara ágætt. Nú er stefnan hrein og klár með LÍÚ, á móti ESB, og með skrímsladeild Sjáfstæðisflokks.

Ég er voða hrædd um að það breytist aðeins áskrifendahópurinn.

Halldór Á
21.09 2009 kl.17:50

Þetta hlýtur að vera grín, er það ekki?

Þarf ekki Mogginn góðan blaðamann í ritstjórastólinn - snýst ekki útgáfa blaðsins um að skara framúr í blaðamennsku?

Eða er þetta bara kænska í Óskari Magnýssyni - að tefla Davíð fram sem einskonar serimóníu-ritstjóra, á meðan hann sjálfur stjórnar öllu á bakvið tjöldin. Það er þá saga til næsta bæjar, gamli hagkausp-forstjórinn farinn að stjórna Davíð Oddssyni.

Ég ætla ekki að segja Mogganum upp strax. Ég vil gefa mönnum sjens og sjá hvernig blaðinu reiðir af með Davíð/Óskar við stjórnvölinn. En um leið og Mogginn breytist í réttlætingarpappír fyrir svik Davíðs við þjóðina þá hætti ég að kaupa.

Best væri fyrir Davíð að byrja feril sinn sem ritstjóri með því að biðja Íslendinga afsökunar á afglöpum sínum í stóli Seðlabankastjóra og heita því að verja því sem eftir er ævinnar til að leiðrétta þau mistök.

Hrafnhildur
21.09 2009 kl.17:50

1. apríl??????????

Freyr
21.09 2009 kl.17:52

Frábært! Ég get loksins farið að kaupa Moggann aftur.

Áfram Davíð!

FRG
21.09 2009 kl.17:53

Þetta eru slæm tíðindi. Var að vona að fá hann sem forsætisráðherra fljótlega þar sem við höfum engan sem stendur. Það gæti nú samt orðið.

Óli
21.09 2009 kl.17:53

Það er ánægjulegt að sjá alla vitleysingana engjast af sálarkvölum.....
ha ha ha, bara nóg að nefna DAVÍÐ!!!!!
..og hvaða frið í samfélaginu ert þú að tala um Sigursteinn Samfylkingur, ?
er það friðurinn sem átti að verða þegar Solla stirða geggjaðist og
lét reka Davíð úr bankanum ??

Þór
21.09 2009 kl.17:53

Segi Mogganum upp á morgun. Ekki spurning!

Magnús
21.09 2009 kl.17:54

Þetta á eftir að bjarga Morgunblaðinu því fáir menn hafa jafn góða tilfinningu fyrir íslensku þjóðarsálinni og Davíð Oddson.

Það er allavega ljóst að Davíð verður núna aftursætisbílstjóri “par excelence” við stjórn landsins og á eftir að vera stjórninni erfiður ljár í þúfu. Þannig að samfó þarf núna að hætta spinni og koma skýrt fram því annars verður flokkurinn flegin lifandi.

Mogglingur
21.09 2009 kl.17:55

Burtséð frá því hvaða skoðun fólk kann að hafa á hr. Oddssyni þá er ljóst að hann hefur ansi mörg leyndarmál að geyma. Leyndarmál sem hægt er að sía út í blaðið í hægagangi til að halda áskrifendum á tánum.

Leyndarmál sem stjórnmálamenn og forkólfar í atvinnulífinu vilja ekki að leki út.

Burtséð frá hæfileikum Davíðs á tölvur, tölvupóst eða tækni yfirleitt er óumdeilt að verði hann ritstjóri Morgunblaðsins mun blaðið aldrei skorta safaríkar fréttir.

Ef hann verður settur í sætið ritstjóra er það ekki nema þar til Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda. Því eitt er víst og það er að Davíð berst fyrir og fremst fyrir flokk sinn. Leynt og ljóst. Og honum blöskrar ástandið í dag.

Nú þurfa allir Sjálfstæðismenn að standa saman, kaupa Morgunblaðið og halda þannig lífi í málgagninu sem kemur Sjálfstæðisflokknum aftur í stjórn. Svo hér geti ríkt eðlilegt ástand.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir
21.09 2009 kl.17:55

Kannski er þetta bara ágætt. Jón Ásgeir kemur þá kannski út úr skápnum sem ritstjóri Fréttablaðsins og svo geta þeir bara gengið hvort frá öðrum.

Við hin lesum þá bara internetið á meðan...

Hafsteinn Sigurður
21.09 2009 kl.17:55

Það stefnir sem sagt í leiftursókn frjálshyggju- og hrunaliðsins.

Meiningin er að ná völdum aftur og ræna þjóðina í annað sinn.

Það þurfa allir að verjast...

kvistur
21.09 2009 kl.17:56

Nú kemur maður með viti á moggann ef þetta er satttttttttttttttttt;)

Carlos
21.09 2009 kl.17:57

Þessi fáu sem enn kaupa Moggann hljóta nú að segja honum upp

Ólinn
21.09 2009 kl.17:57

Hahaha... Já, Mogginn á að skapa frið í samfélaginu... einmitt...

Orðlaus
21.09 2009 kl.17:57

Þetta er dálítið óvænt. Maðurinn hefur sterkar, vel rökstuddar skoðanir og þorir að tjá sig um þær. Spurningin er bara sú hvort að þessi “pólarisering” á blaðinu sé rétta leiðin.

Píp blog
21.09 2009 kl.17:58

Þó við dettum í fjóshauginn er alltaf hægt að skríða upp úr, þvo sér, og láta okkur detta svo í huga að gera það aftur.

Nafnlaus
21.09 2009 kl.17:58

Þetta væri auðvitað snilldar sölutrikk. Sama hvað menn hafa um DO að segja (og ekki er ég aðdáandi) þá get ég rétt ímyndað mér að fólk myndi lesa blaðið.

Sladdarinn
21.09 2009 kl.17:58

Maður heyrir að hann verði ekki einn ritstjóri og að einhver annar hafi verið ráðinn við hliðina á honum.

Dabbi nennir líkast til ekki að stýra þessu dag frá degi.

Hluthafar Mogga eru sumir ansi sterkir, á meðan aðrir eru veikari peningalega séð.

Ef lesendur blaðsins vilja refsa eigendum fyrir þetta þarf að segja upp blaðinu og hætta að auglýsa. Ef það verður gert mun blaðinu blæða út á 1-2 árum þar sem uppsafnað tap á þeim tíma mun reyna á þolinmæði jafnvel hinna sterkari í hluhafahópnum.

XXX
21.09 2009 kl.17:59

Hljómar eins og léleg kjaftasaga.

Hjördís Vilhjálms
21.09 2009 kl.17:59

Fólk hefur það nú í hendi sér að lýsa ánægju sinni, nú eða vanþóknun, í verki og annaðhvort að gerast áskrifendur og lesa mbl.is, nú eða þá að segja áskrift sinni upp og hætta alveg að kíkja inná mbl.is.

Við höfum þau völd sem við viljum hafa, notum þau, hvort sem okkur líst vel á að Davíð verði ritstjóri eða ekki.

Söluaukning eða söluminnkun ( bæði á áskrift og auglýsingum frá fyrirtækjum) , verður það helsta sem eigendur Moggans munu horfa á.

Hvað sem segja má um Davíð og hugsanlega ábyrgð hans á hruninu, þá verður það ekki frá honum tekið að hann er einstaklega orðfær maður, bæði í töluðu og rituðu máli.

Fróðlegt verður að sjá viðbrögð umheimsins við þessum tíðindum. Fyrst Borgarstjóri, svo Forsætisráðherra, síðan Utanríkisráðherra og svo Seðlabankastjóri og nú ritsjóri elsta starfandi fjölmiðils Íslands.

Kannski að þetta þurfi að vera svona í fámennu landi ? Að allir kunni til verka á mörgum sviðum ?

BB
21.09 2009 kl.17:59

Nú verður gaman. Vonandi verður mogginn þá með krassandi greinar á næstunni og mun ekki taka í mál að láta kúga sig til hlýðni, Davíð mun sjá um það.

Þeir sem eru að básúna að Davíð eigi allan “heiður” að hruninu ættu að hugsa sig vel um!

GS
21.09 2009 kl.18:00

Það er lýðræðinu í landinu holt að Jón Ásgeir fái mótpól í umræðunni.
Það er lýðræðinu holt að ESB mafían fái mótpól í umræðunni.

Ég held þetta sé í fyrsta skipti sem ég fagna því að Davíð Oddsson nái einhvers staðar völdum. Hann er hugrakkur, vel gefinn, hefur stjórnunarhæfileika og samkvæmur sjálfum sér. Hann verður fínn ritstjóri.

Innilegar samúðarkveðjur til samfylkingarinnar, ESB sinna og annarra andlýðræðislegra spunakerlinga.

Guðmundur
21.09 2009 kl.18:00

Gott mál! Mogginn hefur alltaf verið blað að hefur flutt mikinn alþýðufróðleik auk þess sem að blaðið hefur einatt staðið undir góðum skrifum um efnahags- og stjórnmál. Eftir að hafa lesið kommentin hérna að ofan sem að mörg hver hafa verið neikvæð þá er eins og menn gleymi því að stjórnmálamaðurinn Davíð getur einnig átt sér líf utan stjórnmálanna. Það verður gaman að fylgjast með framvindu mála og kannski er aldrei að vita nema að maður setji sig aftuir í áskrift.

Guðmundur

Hrafnhildur
21.09 2009 kl.18:00

Búin að segja Mogganum upp

M
21.09 2009 kl.18:01

Gott mál.

tryggvi
21.09 2009 kl.18:02

Óskar Magnússon!!,,,ég hélt að þú þyrftir virkilega að selja blöð,,,þetta var ekki múf til þess.

Sladdarinn
21.09 2009 kl.18:04

Ekki röfla í Óskari Magnússyni - hann er að spila með annara manna peninga eins og snillingar Íslands hafa gert um nokkurn tíma í hverjum vitleysisviðskiptunum á eftir öðrum.

Kristleifur Daðason
21.09 2009 kl.18:04

Whatever

DS
21.09 2009 kl.18:04

Leiðinlegt að þetta skuli ekki hafa gerst fyrr. Jafnvel 10 eða 15 árum síðan.

Það er skárra að hafa hann á mogganum heldur en í Seðlabankanum.

GK
21.09 2009 kl.18:05

Nú megið þið eiga Moggann.
Ég tek hann út af bókamerkjaslánni hjá mér og segi upp netáskriftinni.

Steinþór
21.09 2009 kl.18:05

Hvernig segir maður upp Fréttablaðinu???

Jóhann
21.09 2009 kl.18:06

Snilld!. þá loksins verður maður áskrifandi !!!

Steinþór
21.09 2009 kl.18:06

Fyndið að menn ætli að segja upp áskrift áður en fyrsta blaðið undir hans stjórn kemur út!

R
21.09 2009 kl.18:07

Nú kemur fólkið sem hleypur alltaf í felur og lokar augunum ef það sér sannleikan birtan. Segist ætla að segja upp Mogganum og kýs frekar að láta mata sig af hvítþvættinum og sauðsjarminu í Fréttablaðinu. Davíð er kænsku góður í spilinu og hann veit hvenar spila á fram ásunum. Nú fyrst verður Mogginn krassandi.

Tobbi
21.09 2009 kl.17:40
“Maðurinn sem ber mesta ábyrgð á hruninu.” Ég skal veðja að þú lætur matast af jarminu í Fréttablaðinu. Ekki ber eigandi þess miðils einhverja ábyrð er það? Það verður að vera mótvægispóll á vitleysunni sem þar fer fram svo leikar geti staðið jafnir, það þýðir ekki bara að vera bitinn heldur þarf líka að bíta á móti.

kristinn
21.09 2009 kl.18:07

AUMINGJA JONA ASGEIR NUNA HE HE HE

Hjördís Vilhjálms
21.09 2009 kl.18:08

@Steinþór, kl.18:05 .

Það er því miður ekki hægt að segja Fbl., það skal enginn sleppa við þeirra sjónarmið, enginn.

Fólki er hinsvegar alveg frjálst að gera það sem það kýs varðandi Moggann, nema ef þeir taka upp á því að dreifa honum frítt ??? Hver veit nema það verði einmitt málið ???

The One
21.09 2009 kl.18:09

Þá er skrímsladeildin búin að taka moggann. Agnes Braga og Davíð verða með lofsgreinar á hvort annað reglulega í miðopnu sunnudagsblaðsins. Aldrei skal ég flétta þessum spillingarsnepli aftur og hætti frá og með deginum í dag að blogga á mbl.is

Auður Rafns
21.09 2009 kl.18:11

Frábærar fréttir ef sannar reynast! Davíð er þruma hvar sem hann er. Þetta er bara spennandi!

Baldvin Björgvinsson
21.09 2009 kl.18:11

Ahahahahahaha djöfull verður mútta snögg að segja upp áskriftinni, hún sem hefur verið áskrifandi síðan ég man eftir mér og það verða aldeilis margir sem fylgja í kjölfarið.

XXX
21.09 2009 kl.18:13

Svona án gríns, er þetta ekki bara einhver bull frétt?

Fyrir utan það, hver les dagblöðið nú orðið?

viktor
21.09 2009 kl.18:14

Ef þetta er rétt verður hatrið á sumum augljóst.en Bjöggunum algerlega hlíft.

Nei takk ESB
21.09 2009 kl.18:16

Nú fer að færast fjör í Pólitíkina ef rétt er

Lovísa
21.09 2009 kl.18:16

Vá hvað þetta kom á óvart.... NOT!

Batman
21.09 2009 kl.18:16

Gangsta shit

Óskar
21.09 2009 kl.18:19

Besti leader Íslendinga kominn í ritstjórastólinn! Ekkert nema gott um það að segja!

Halldóra
21.09 2009 kl.18:20

Ég trúi þessu ekki fyrr en það gerist. Moggamenn hljóta að vera að missa vitið ef þeir fara þessa leið.

Haukur
21.09 2009 kl.18:20

Guð minn góður......segjum upp blaðinu á stundinni!

Gísli Baldvinsson
21.09 2009 kl.18:21

Ég var svo sem löngu búinn að blogga um þetta.

Edda
21.09 2009 kl.18:22

Vona að satt sé. Þá fer aftur að vera gaman að lesa Moggann :)

BTG
21.09 2009 kl.18:23

Maðurinn sem ber mesta ábyrgð á hruninu.
- Mbl kemur ekki framar inn á mitt heimili.
Og þetta samþykkja íslendingar og halda áfram að kaupa blaðið ?
- veruleikafirring ? - óeðlilega mikið umburðarlyndi ? - meðvirkni ? - þrælslund ?
Hmmmm... - a.m.k. aftur eitthvað alveg séríslenskt.

EE
21.09 2009 kl.18:24

Jæja,,,það er alveg á hreinu að ég segi upp áskriftinni ef þessi maður verður ritstjóri. Ljóst að hagsmunaklíka LÍÚ ætlar sér að ná auknum völdum í gegnum Morgunblaðsmiðilinn.

Það er með ólíkindum að sjá maður sem ber stærsta ábyrgð á hruninu skuli vera eftirsóttur vinnukraftur.

Alli K
21.09 2009 kl.18:25

Ég hef bara engar áhyggjur af þessu, verða bara að segja það.
Nú fara einhverjir að skjálfa, allt í kringum landið og að Álftanesinu meðtöldu.! Gott hjá ykkur Óskar og Gunnar. Áfram Dabbi og Agnes.!

Stella
21.09 2009 kl.18:25

Hef og verð aldrei sjálfstæðismanneskja en ef að þessu yrði eigir maður allaveg von um að fjölmiðlamenn fari að virka, það verður ekki auðvelt að kaupa skrif og umfjallanir með DO í ritstjórastóli.
Ég segi DO velkomin til starfa og eitt er víst að þetta mun skila okkur lýðnum góðu varðandi gangrýna skoðun hef fengið nóg af þessum fréttamiðlum auðmanna sem hafa til þess eingöngu viðhaft einlit sjónarmið.

SH
21.09 2009 kl.18:25

Gott mál... að vísu er Baugsveldið ekki eins sterkt inni á Stöð 2 og Fréttablaðinu og var, en þetta er fínt mótvægi.

Svo er það okkar að vega og meta fréttirnar! Við vitum þó að þetta verður ESB-andstæðinga dagblað. Þá verður rætt um hvernig hægt er að gera hlutina öðruvísi en með því að draga allt niður, skattahækkanir, loknun á orkuauðlindanýtingu osfrv.

Málefnin
21.09 2009 kl.18:26

Hverjum er ekki sama.

Hulda G.
21.09 2009 kl.18:26

Hvað var það nú aftur sem Davíð gerði rangt? Lána ekki
Kaupþingi? Öskra ekki svo hátt að ráðherra FME vaknaði?

IS
21.09 2009 kl.18:28

Líst bara vel á málið - ætlaði að fara að segja upp Mogganum, en ef rétt er þá held ég áfram og á sennilega eftir að auka lesninguna. Ritstjórapistillinn verður allavega vel lesinn.
Alveg frábært ef satt.

Pétur Örn
21.09 2009 kl.18:29

Ég fagna þessu, ef satt reynist.
Við höfum búið við alltof einslita og lullulega fjölmiðla.
Það er enginn vafi að D.Oddsson mun hrista verulega upp.
Það er heldur enginn vafi að það mun skerpa átakalínur
í íslenskri pólitík. Það er okkur hollt, sama hvað við kjósum.

SSR
21.09 2009 kl.18:30

gömul hæna getur orðið góð kjúklingasúpa

Heiða
21.09 2009 kl.18:32

vildi að ég væri áskrifandi svo ég gæti sagt blaðinu UPP !!!!

þetta er algjörlega fáránlegt

Sigurður
21.09 2009 kl.18:33

Hef verið áskrifandi að morgunblaðinu í áratugi.
Sé þetta rétt mun ég segja upp Morgunblaðinu. Ég verð ekki áskrifandi af blaði sem er stjórnað af ósvífnum bófa.

snjólfur nafnlausi
21.09 2009 kl.18:34

Er ekki með áskrift, en er búinn að fjarlægja mbl.is úr bookmarks.

Tek ekki þátt í þessu rugli.

Allt heiðarlegt fólk er vinnur á Morgunblaðinu er skylt að segja upp vinnu sinni. Nú er nóg komið. Atvinnuleysisbætur eru betri en að selja sálu sína!

Kristinn
21.09 2009 kl.18:37

hahahahahahaha

Sá hlær best sem síðast hlær

hahahahahahahahahhahahahah

Anna
21.09 2009 kl.18:38

Ef þetta er rétt ætti fólk að sniðganga Morgunblaðið. Þeir sem ekki eru áskrifendur og geta því ekki sagt upp áskrift ættu að sniðganga mbl.is.

Steinunn
21.09 2009 kl.18:39

Búin að segja mogganum upp. En minni á að Þorsteinn Pálson var ritstjóri Fréttablaðsins ansi lengi og á meðan DO sagði Baugsmiðla gera þetta og gera hitt. Útlit fyrir að blá blöð verði það eina á boðstólnum hjá okkur.

Jón Frímann
21.09 2009 kl.18:40

GS @ 18:00. Þökk sé Davíð Oddssyni. Þá muni Evrópsinnar líklega njóta fylgi en annars væri.

Annars er Morgunblaðið dauður miðil þá klukkustund sem Davíð Oddsson verður ritstjóri.

Jón Frímann
21.09 2009 kl.18:43

Afsakið, þarna vantar “..líklega njóta meira fylgis en....”.

Guðmundur Brynjólfsson
21.09 2009 kl.18:43

Hann er góður penni kallinn! Og alltaf fengur að því að fá skrifandi menn í blaðamannastétt (á þeim er hörgull) - svo ekki sé nú talað um á ritstjórastól!

ala
21.09 2009 kl.18:44

Frábært

Hanna
21.09 2009 kl.18:45

Jæja - eru nú kvótaeigendur farnir að fá hroll greyin? verði þetta raunin mun ég að sjálfsögðu segja þessum snepli upp. Loksins þegar manni fanns aftur verið hægt að lesa moggann og gerðist áskrifandi á ný, á að þröngva skoðunum glæpalýðs ofan í kokið á lýðnum!
Takk fyrir - en nei takk. Aldrei skal stafur sem skrifaður er af yfirglæpamanni Íslands, koma inn á mitt heimili. Hér er börnum kennt að þessi maður er ekkert annað en glæpamaður og því verður aldrei breytt.

kristín
21.09 2009 kl.18:45

Frábært
Nú þurfa forsetinn,samspillingin og skuldabaggarnir(útrásarvíkingarnir )að fara að vara sig.

Hanna
21.09 2009 kl.18:46

Hjá mér er mbl.is lokuð síða - eins og klámsíður.

Árni#2
21.09 2009 kl.18:48

Athyglisvert. Landsölumennirnir eru í sárum eftir að Ólafur Steph landráðamaður og krati var rekinn og þetta er salt í sárin. Það verður örugglega stuð núna. Það verður gaman að sjá hvort Moggi hlífir Björgólfunum jafn mikið og Baugsmiðlarnir hlífa JÁJ. En í heildina má segja að íslenskir fjölmiðlar geti ekki versnað frá því sem nú er. Það er einfaldlega ekki fræðilega mögulegt.

Baldur
21.09 2009 kl.18:49

Nú verður sveit manna sett í það á Mogganum að endurskrifa söguna og reisa Davíð til hæstu hæða. Hannes verður með vikulega lofrullu.

veffari
21.09 2009 kl.18:49

Merkileg frétt!

Eggert
21.09 2009 kl.18:51

mbl.is komin í bookmarks aftur, ætla að gerast áskrifandi, loksins komin alvöru Sjálfstæðismaður á moggann.

Bjarni
21.09 2009 kl.18:52

Ég held raunar að þetta sé bara tilraun til að ná í athygli. Hvað varðar Davíð þá er þetta að verða áhugaverður ferill. Forsætisráðherra -> Seðlabankastjóri -> Ritstjóri -> hmmm kannski einhver gamanþáttur í útvarpi...

What goes up comes down...!

Haraldur
21.09 2009 kl.18:52

Jæja mótvægi við allt ógeðis evrópu og krata ruslið sem Rúv og 365 eru.
Það er í raun bara einstefna í fjölmiðlum á íslandi í dag!
Það eru skoðanir Krata og innganga í ESB. Umræðan snýst ekki um annað en slíka heimsku í fjölmiðlum á Íslandi.

SH
21.09 2009 kl.18:53

Gott mál, er sannfærð um að fréttaflutningur, menning og listir - umræða um þetta færist á hærra plan.Dvaíð er flottur penni þótt ég styði hann ekki í pólitík. Og hann er andstæðingur ESB því eigum við að fagna.....

Hjördís Vilhjálms
21.09 2009 kl.18:53

Nú eru komnar rúmlega 90 athugasemdir á rúmum klukkutími, á frétt um manninn sem fólk elskar, eða elskar að hata.

Óskandi að við fáum aðeins meiri fréttir af Jóni Ásgeiri og Co., og fróðlegt að sjá hvort karl faðir hans, muni ekki endurskoða auglýsingasamninga við Moggann, eins og Spaugstofan lýsti síðan á frábæran hátt í kjölfarið.

Segi eins og fram kemur að ofan hjá, aumingjas Jón Ásgeir...

GS
21.09 2009 kl.18:54

Jón Frímann 18 4?

þú ert farnn að tala eins og fonnemuð stiftsjómfrú um ESB málin, rakalaust og með upphrópunujm.

Fagnaðu bróðir, það eru blikur á lofti í evrulandi og ástæða fyrir þig að fagna því sem hægt er að fagna. Eitt er tvímælalaust að fagna Davíð Oddsyni í ritstjórastólinn. Ég tel að með góðri málefnalegri andstöðu við ESB villuna komi einmitt penni þinn í gagnið fyrir alvöru

Böddi
21.09 2009 kl.18:55

Þá gerist ég áskrifandi aftur !

Einar
21.09 2009 kl.18:55

Ísland er brandari.

Ekki skrítið að það sé hlegið af okkur erlendis.

Hér hefur maður ekkert að gera lengur .....

Magga maur
21.09 2009 kl.18:59

Þetta verður fyrsta frétt á The Sunday Times á morgun eða hinn.
Mikið ofsalega verður hlegið af Íslendingum. Enn og aftur verðum við aðal hlátursefni um allan heim. Bara það að láta sér detta þessi della í hug er broslegt. Eins og Guð er yfir mér ásamt Allah og Búdda þá er þetta vonandi einn alserjar brandari.
Ef þetta er sannleikurinn er ég ekki lengur löggildur Íslendingur.
Skrái mig á Tortola.
Í alvöru við erum þar með komin í duftið.

Anna Grétarsdóttir
21.09 2009 kl.19:00

HAHAHA !!!!!
NÚ FER AÐ FÆRAST FJÖR Í LEIKINN !!!
Hvort sem manni líkar vel við kallinn eða hatar hann þá er allavega engin lognmolla þarna á ferðinni. ;)

Jón Krati
21.09 2009 kl.19:01

Ef þetta er rétt þá er Óskar Magnússon að setja Moggann á hausinn. Ég hef verið áskrifandi af Mogga í mörg herrans ár. En eins og aðrir er ég að skera niður kostnað í kreppunni. Maður þarf ekki að greiða fyrir dagblað, það er alveg nóg að hafa aðgang að netinu og ókeypis Fréttablaði. Það sem hefur komið í veg fyrir uppsögn er gömul væntumþykja um Mogganum sem hefur fylgt manni allt lífið, Ef af þessu verður mun ég segja upp blaðinu ásamt ÞÚSUNDUM annar áskrifenda. Óskar Magnússon, svona gerir maður ekki !!!!

Birna
21.09 2009 kl.19:03

Ég hef nú haft ágætan húmor fyrir lífinu hingað til en þetta er to much for my taste, ÆL

núman
21.09 2009 kl.19:06

Hulda G.

“Hvað var það nú aftur sem Davíð gerði rangt? Lána ekki
Kaupþingi? Öskra ekki svo hátt að ráðherra FME vaknaði?”

Lánaði hann ekki Kaupþingi!?! Davíð Oddson sturtaði 500 milljónum evra beint í klósettið þegar hann einmitt lánaði Kaupþingi þegar allt var hrunið.

Þetta átti stóran þátt í því að seðlabanki íslands fór á hausinn sem er einsdæmi í veraldarsögunni!!!!!

Týpísk Dabbasleikja. Ekkert nema hávaðinn, fáfræðin og heimskan.

Big D
21.09 2009 kl.19:06

Frábærar fréttir ef satt er.
Daudadómur yfir Mogganum :-)

Reynir
21.09 2009 kl.19:09

Ég er nú ansi hræddur um að þetta sé eitthvað PR trix, en það yrði alla vega áhugavert að lesa Morgunblaðið með DO sem ritstjóra. Hann er alveg magnaður penni.

Magga
21.09 2009 kl.19:09

ÆÐI, nú fer ég sko aftur að kaupa moggann!

Einar H.
21.09 2009 kl.19:10

Ég fékk algjört hláturskast. Sorrý.
Vonandi að húmorinn verði Matthildur 5 aurar.

Vox Veritas
21.09 2009 kl.19:11

Hann hlýtur að slátra Mogganum, alveg eins og hann slátraði bankakerfinu...

Kári
21.09 2009 kl.19:11

Geggjað ! Nú gerist ég áskrifandi.

Hilmar Sigvaldason
21.09 2009 kl.19:12

Ég leit nú bara á dagatalið. En nei, 1. apríl er liðinn.
Eru Moggamenn orðnir snælduruglaðir.Er algjörlega enginn annar maður til þess betur vaxinn en Davíð Oddsson til að taka við þessu starfi.
Kannski er Bláa höndin bara að verki.
Ég er nú ekki áskrifanfi að Mogganum, en ef svo væri myndi ég segja honum upp daginn sem Davíð tekurvið sem ritstjóri.

Ásmar Hannesson
21.09 2009 kl.19:14

Flott Steingrím Njálsson sem ritstjóra Æskunnar
Vonandi fá þessir kappar alvöru viðnám fyrir krafta sína hræddur um að bláa höndin verði aðgangshörð við sína menn hvað varðar fjárframlög
Vonin um endurreisn samfélagsins á gegnsæjum faglegum grunni er fyrir bý. nauðgun hjálp

Lex Luthor
21.09 2009 kl.19:15

Davíð er talsvert ofmetinn sem penni, vissir sprettir í smásögunum, ljóðin afspyrnuvæmin og leikritin alveg kapútt.

Eyjólfur
21.09 2009 kl.19:16

núman,

Með u.þ.b. eina veðinu sem var einhvers virði í öllum storminum - í hinum danska FIH. Kaupþing lagði hann að veði gegn lánum og lánalínum frá Seðlabanka Íslands og því er hann nú eigandi FIH. Sá banki hefur síðan m.a.s. fengið 50 milljarða DKK ábyrgð danska ríkisins.

Ef ske kynni að þú hefðir meiri áhuga á staðreyndum en innantómu hópefli af pólitískt innblásnu svartagallsrausi geturðu t.d. byrjað á að lesa http://www.visir.is/article/20090703/VIDSKIPTI07/449090929/-1

Sigga
21.09 2009 kl.19:18

Þið sem ætlið að segja upp Mogganum... Lesið þið Fréttablaðið eða horfið á fréttir Stöðvar 2?

Þá eruð þið að láta mata ykkur á milum Jóns Ásgeirs sem margir myndu nú telja að beri mikla ábyrgð á núverandi stöðu mála - Mér finnst bara fyndið og fáránlegt að hætta að lesa Moggann en halda áfram að lesa Baugsmiðlana;)
Þrátt fyrir að Davíð sé e.t.v. umdeildur þá er hann frábær penni og mun eflaust gera Moggann áhugaverðara blað en það er í dag. Ég hlakka til!

Loki Laufeyjarson
21.09 2009 kl.19:20

Hey, gerum met. Náum 1000 kommentum hérna!

núman
21.09 2009 kl.19:23

Eyjólfur!

Fréttin er um danska ríkisaðstoð við banka sem stendur illa. Fréttin er frá 3. júlí, s.s. hálfu ári eftir að Davíð samþykkti hann sem veð.

Eftiráskýring og yfirklór sem breytir ekki þeirri staðreynd að Davíð lánaði Kaupþingi þegar allt var farið til fjandans.

hlín
21.09 2009 kl.19:23

Ég held að það sé kominn tími á að klippa á sæstrenginn og láta þessa eyju sigla sinn sjó. Við sem erum svo heppin að hafa komið okkur í burtu getum tékkað á ykkur aftur eftir 10 ár til að athuga hvort einhver sé á lífi.

Birgir Örn
21.09 2009 kl.19:24

Frábærar fréttir ef réttar eru. Þessi aðgerð myndi skapa mun heilbrigðari umræðu um ESB þegar haft er í huga að JÁJ og Samfylkingin eiga flesta aðra fjölmiðla landsins. Eigendur Morgunblaðsins þurfa ekki að óttast auglýsingabann eigenda 365 fjölmiðla, þeir hafa þegar komið því á.

Raunsær
21.09 2009 kl.19:25

Flott fyrrum stjórnarformaður Baugs sem samdi reglur fyrir stjórnendur ræður Davíð Oddsson ritstjóra Moggans he he.

Nei takk ESB
21.09 2009 kl.19:28

frá kl 17.37 hefur verð sett inn 120 skoðanir hér á eyjunni, á ekki lengri tíma en 2 klukkutímum , honum tekst alltaf að lát pissi-dúkkurnar í þjóðmálu og blogg-heimi fara á taugum he,he,he

en þetta er furðuleg ráðning sem mér er verulega skemmt yfir

Óli
21.09 2009 kl.19:28

Þetta eru bara frábærar fréttir fyrir hina heiðarlegu.....
en vondar fyrir Jón Násker og Baugsfylkinguna, sem nú
sjá ekkert í stöðunni nema senda út undirmálslið sitt á
torg til að hrópa DAVÍÐ......
( sjá nokkra fasta agenta hér að ofan)
..ef einhver hefur efast, þá er nú loksins hægt að kaupa
moggan án þess að hafa móral, og þurfa að láta
fréttablaðsbaugssnepilinn lita allt andrúmsloftið af
lyginni..... mafíunni til hagsbóta.

íslendingur erlendis
21.09 2009 kl.19:29

Íslands óhamingju verður allt að vopni!

Guð hjálpi þessu auma, óupplýsta landi!

ET
21.09 2009 kl.19:29

Segi Mbl. upp þann dag, sem DO verður ráðinn ritstjóri. Vona að Ólafur Steph. verðí ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins, því hann hann hleypti líf á þá miðla sem hann stjórnaði, fyrst 24 stundir og síðan Mbl, sem komið var að fótum fram, í höndunum á Styrmi. Greinilega hæfileikaríkur maður. Greinilegt að náhirð íhaldsins þolir ekki önnur viðhorf en þau sem falla vel að kvótaeigendum og ESB andstæðingum.

Magnús Orri
21.09 2009 kl.19:32

Cool, nú færist fjör í leikinn...

Eða ætti kannski að segja: Hefjast þá leikar.........

Stone
21.09 2009 kl.19:33

Er hættur við að segja upp mogganum.
Snilld að fá Dabba kóng til að pirra vinstra liðið á hverjum morgni.

Sigurður Gunnarsson
21.09 2009 kl.19:34

Hef verið að íhuga að segja upp áskriftinni eftir að Ólafur Stephenssen var látinn taka pokann sinn. En ef þetta er rétt að Davíð sé að verða ritstjóri þarf ég ekki að íhuga þetta lengur og mun segja áskriftinni upp hið snarasta. Ég veit um fleiri sem ætla að gera slíkt hið sama.

Eyjólfur
21.09 2009 kl.19:34

núman,

Seðlabanki Íslands er nú eigandi FIH vegna þessara lána sem þú ert að tala um. Skilanefnd kaupþings og íslensk stjórnvöld almennt fara þar með stjórn mála. Það stendur til að selja hann ca 2012, þegar betur árar á mörkuðum. Hann er undir verndarvæng danska ríkisins, þrátt fyrir að vera í íslenskri eigu. Þetta eru u.þ.b. besta mögulega niðurstaða í þessum hluta málsins.

Hvað í andsk var að því að lána þeim gegn skotheldu veði? Væntingin var auðvitað sú að kannski myndi það duga - eins og þetta horfði við mönnum fyrir ári síðan var það spurning um gríðarlegan ávinning án teljandi áhættu. Annars yrði það bara veðkall, sem varð raunin...

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/08/11/i_stjorn_fih_fram_ad_naesta_adalfundi/ - “Ragnar Árnason, prófessor, situr í stjórn FIH Erhvervsbank fyrir hönd Seðlabankans, en Seðlabankinn tók sem kunnugt er veð í öllum hlutabréfum Kaupþings í FIH rétt fyrir bankahrunið í haust gegn 500 milljóna evra láni. Seðlabankinn áformar að selja hlut sinn í bankanum árið 2012.”

XXX
21.09 2009 kl.19:35

Ef þetta á að verða einhver sannleiks herferð hjá kallinum þá er þetta besta mál.

Annars legg ég litla trú á þessa frétt.

vihjalmur
21.09 2009 kl.19:35

Það er gaman að fylgjast með náhirð samfylkingarinnar blogga hér að ofan. Þessum skríl hefur aldrei funndist, ég endurtek aldrei funndist athugunarvert við að auðróninn,svikamelurinn ,stórkapitalistinn og einokunarsininn hafi ráðið mestu í fjölmiðlaumræðuni hér á landi. Svo þegar Davíð fer að skrifa, froðufellamenn hver af öðrum af hatri og örvæntingu. Þetta er svolítíð í stílinn við Ingibjörgu Sólrúnu og Hallgríms Helgassonar viðbrögð. Þ.A.S. tilgangurinn helgar meðalið þegar blint hatur er annarsvegar, þá skiptir stuðningur við yfirforingja baugsmafíunar öllu. Þessi sjúklega undirgefni vinstrimanna við auðrónann í baugi er með öllu óskiljanleg því hann mer öll merki þess sem vinstri menn þola ekki. Ríkur,lyginn,slóttugur,einokunarsinni sem mútarmönnum, stelur undan skatti, kaupir snekkjur og íbúðir fyrir miljarða,einkaþotu og bentley bíla, selur sjálfum sér bestu hlutinna úr gjaldþrota fyrirtækjum sínum, setti yfir 1000 miljarða skuld á þjóðina, en það skiptir engu máli, samt skal þessi auðróni dýrkaður og dáður allt vegna minnimáttar kenndar vinstrimann vegna DO.
Lífið er ljúft.

Rómverji
21.09 2009 kl.19:36

Kvótadrottningin úr Eyjum þarf að launa greiðann. Seldi 15 mínútum fyrir fall. Góðar upplýsingar eru gulls ígildi. Bókstaflega.

Haraldur
21.09 2009 kl.19:37

sjá hvað fólk er fáfrótt, hér er aðili sem kallar sig “núman” og telur að 500 milljónum evra hafi verið sturtað í klósettið þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþing banka þá fjárhæð. Í staðinn fékk bankinn veð í FIH sem metinn var á tífallt hærri upphæð. Sennilega verið veitt svo lágt lán í heiminum fyrir svona gríðarlega stóru veði sem FIH bankinn var og enn er, einn sterkasti banki danmerkur í dag.
Sannast bara hér alveg svart á hvítu hvað fólk er fáfrótt sem hatramast Davíð, bara því það hefur gaman að því...

Rómverji
21.09 2009 kl.19:38

Er ekki rétt að Kjartan Gunnarsson taki við rúv. Hann er líka milli vita eins og höfundur hrunsins.

Magga maur
21.09 2009 kl.19:38

Var að fá staðfestingu frá fjölmiðli að þessi frétt er rétt. Krulli hrunverji er að byrja hjá MBL.
Verði ykkur að góðu.

GG
21.09 2009 kl.19:39

Þið eruð að ofmeta karlinn. Mér er alveg sama þó hann verði ritstjóri Moggans það er engin skylda að lesa hann.....

arnar
21.09 2009 kl.19:39

hann mun umbreyta blaðinu í SITT málgagn. hann hefur aldrei þvolað gagnrýni og er slunginn að snúa sannleikanum. Í mínum augum er hann valdasjúkur og veikur. Ef þetta reynist rétt, þá opna ég ekki mbl.is í framtíðinni.

Eyjólfur
21.09 2009 kl.19:40

Og eitt innihaldsríkasta commentið er jafnframt með þeim stystu - frá GG:

“Þið eruð að ofmeta karlinn. Mér er alveg sama þó hann verði ritstjóri Moggans það er engin skylda að lesa hann.....”

Þetta fáránlega fetish nær bara ekki nokkurri átt...

OJ
21.09 2009 kl.19:40

skáldskapinn mun ekki vanta í moggan með Davíð við stjórnvölin

Anna Grétarsdóttir
21.09 2009 kl.19:41

Eftir því sem ég spái meira í þessa frétt finnst mér hún bara betri og betri....væri gaman að geta sent karlinn inn á þing öðru hvoru til að hrista upp í umræðunni þar. Ég er orðin hundleið á þessu andskotans miðjumoði sem tröllríður öllu allstaðar !!!!!!

Ágústa
21.09 2009 kl.19:41

Eru menn ekki í lagi!!!

Nonni
21.09 2009 kl.19:43

Þá fer maður að kaupa moggann :)

IceViking
21.09 2009 kl.19:43

Hann setti borgina sama sem á hausinn, hann setti ríkið sama sem á hausinn með at-höfnum -leysi, hann setti Seðlabanka Íslands á hausinn með lánum til fjármálastofnanna sem fást aldrei greidd til baka.

Heldur Árvakur (sem fékk ...var það ekki 4 milljarða afskrifaða, hvað fékk ég ?) að allt er þegar þrennt er.

Og núna loksins lukkist þessari brussu Oddssyni eitthvað.

Ég held ekki.

Segjum upp Mogganum. Þetta verður bara sjálfmiðað og leiðinlegt eins og stjónunarstíll DO.

Annars sá ég Hannes í gær í frábæru skapi.

Varla tilviljun.

Fimmta valdið
21.09 2009 kl.19:44

Það er merkilegt að lesa þessa flóðbylgju kommenta um hvort Davíð Oddsson er í rauninni góður karl eða vondur. Menn ætla í tilfinningasveiflu ýmist að segja upp áskrift eða kaupa hana á næsta augnabliki vegna óstaðfestrar sögu um að Davíð verði ritstjóri Moggans.

Burtséð frá persónunni og burtséð frá vinstrinu eða hægrinu í skrifunum, þá er það spennandi fyrir meðaljóninn að sjá hvort þessi fregn á sér stoð. Því Davíð er hafsjór upplýsinga af því taginu sem þjóðin þarfnast til þess að geta skilið örlög sín og stöðu í núinu. Þeirra upplýsinga sem stjórnvöld gera hvað þau geta til að leyna okkur og þarmeð afvegaleiða okkur.

Auðvitað verður framsetningin lituð (og ekkert að því). Það munu auðvitað koma andmæli og mótsvör í sama miðli eða öðrum. Hið mikilvæga er að allt það komi fram, allt sem karlinn veit um gerðir og framferði stjórnmálamanna, embættismanna og auðsuganna. Að við fáum sjálf tækifæri til að móta okkur upplýsta afstöðu. Á það hefur vantað en þarna eygir maður von um upplýsingu.

Hálfdán Kristjánsson
21.09 2009 kl.19:44

Það er fagnaðarefni ef rétt er hermt að Davíð verði næsti ritstjóri Morgunblaðsins. Það er tímabært að Morgunblaðið verði aftur rismikið blað sem menn bíða eftir að berja augum dag hvern. Davíð er því mikill happafengur fyrir Árvakur. Það er óþarfi að gera að því skóna að Sjálfstæðismenn verði allir himinlifandi yfir þessum tíðindum og þó einhverjir falli fyrir borð úr hópi áskrifenda munu aðrir fylla þeirra skarð og vel það.

S.S.
21.09 2009 kl.19:44

Og hver verður þá trúverðugleiki blaðsins t.d. í umfjöllun um hrunið?

Guðbjörg
21.09 2009 kl.19:44

Frábært,, núna ætla ég að gerast áskrifandi aftur !!

Ömurlegt að sjá þessi níðingsskrif frá fáfróðum íslendindum sem neita að horfa raunhæft á veruleikann. Þessir sömu íslendingar sem þyggja fréttablaðið frítt en fatta ekki að þau þurfa bara að borga hærri skatta í staðinn. Einhversstaðar þurfa peningarnir að koma,, og ef fréttablaðið er frítt þá þurfa menn bara að borga hærra vöruverð í Bónus, Hagkaup, Útilíf, Lyf og heilsu, og hinum 100 fyrirtækjunum sem JÁJ stjórnar.

En þið sem ætlið að segja upp mogganum,, þið látið þá bara heilaþvo ykkur hjá útrásar kónginum í staðinn,,

Priscilla
21.09 2009 kl.19:48

Ísland á bágt.

Lísa í Glæpalandi
21.09 2009 kl.19:51

Íslenska þjóðin:

“Er verið að nauðga mér? Nei, það getur varla verið, getur varla verið.
Er verið að nauðga mér? Nei, það getur varla verið, getur varla verið.
Er verið að nauðga mér? Nei, það getur varla verið, getur varla verið.
Er verið að nauðga mér? Nei, það getur varla verið, getur varla verið.
Er verið að nauðga mér? Nei, það getur varla verið, getur varla verið.
Er verið að nauðga mér? Nei, það getur varla verið, getur varla verið.
Er verið að nauðga mér? Nei, það getur varla verið, getur varla verið...”

(Endurtekið út í hið óendanlega).

Nei takk ESB
21.09 2009 kl.19:52

149 ummæli núna, karlinn hristir upp í BLOGGURUM 1 á mínútu he,he, er Baugsdindlarnir í samfylkingunni alveg að fara á TAUGUM

en þetta er furðuleg ráðning sem mér er verulega skemmt yfir klukkutímum

Jóna litla
21.09 2009 kl.19:52

Gaman gaman verður Moggi frír ég held ég elski þetta litla land
þar leiðist manni aldrei.

Helgi
21.09 2009 kl.19:54

Skil ekki hvað fólk er að væla yfir því að þetta sé slæmt. Við erum loksins að fá aðra sýn á “raunveruleikann” okkar hérna á íslandi. Þurfum ekki lengur að leppja upp sömu vitleysuna úr öllum fjölmiðlum. Bara só sorry ef stefna moggans verður á móti ykkur hinum hérna inni, en við hin sem nennum ekki hlusta á baugssjónarmiðið, við meigum nú líka fá eitthvað fyrir okkur.

Helga
21.09 2009 kl.19:58

Hahhahaha, þetta er svo yndisleg þjóð!!!!!!!!!!!!!! Ég held að okkur sé ekki viðbjargandi því miður.

Sóðakjaftur
21.09 2009 kl.20:00

Það er ekki 1. apríl eða hvað????

ala
21.09 2009 kl.20:02

Ég held að Samfylkingin og Baugsmiðlarnir séu að fara á taugum

Anton
21.09 2009 kl.20:02

þetta er flott, maðurinn er snillingur , lýst vel á þetta :)

Mæja
21.09 2009 kl.20:06

Gaman gaman nú færist fjör í leikinn.

Árni#2
21.09 2009 kl.20:07

Var ekki stuðningur við Baug kominn niður í 24% í síðustu könnun á fylgi flokkanna? Ekki skrýtið þó að það sé smá örvænting. ;-)

Orðlaus
21.09 2009 kl.20:08

Það að fólk bókstaflega froðurfelli yfir þessu er athyglisvert. Sýnir hversu vel hefur tekist í einelti baugsmiðla á ákveðnum manni.
Hér voru fleiri þúsund milljarðar sennilega “stolnir” í gegnum fyrirtæki sem voru stýrð að fámennum hópi. Þeir sitja nú erlendis og velta því fyrir sér hvernig þeir geta eytt þessum fúlgum.
Samt vilja sumir horfa framhjá þessu og reyna að finna einn mann sem aðal sökudólginn. Hata hann mun meir en alla hina.
Þetta er sönnun þess að mannskepnan er auðplötuð og “irrational” fyrirbrigði.
Hann gerði sín mistök en sama má segja um marga aðra í pólitík. En ekki eru þeir erlendis að telja peninga...
Þeir hafa ekki yfirgefið landið.

joi
21.09 2009 kl.20:09

Við þurfum að fá Davíð aftur.

Skítt með sjálflægu persónuleikaröskunina; hver hefur sinn djöful að draga.

Nú verður ESB-umræðan loksins eðlileg, kvótakerfið fær réttmæta uppreisn æru og Hannes mun rísa upp frá dauðum.

Landfestar hafa verið leystar;
brátt verður frjálshyggjuskútan komin á fullt stím!

Skonnsi
21.09 2009 kl.20:10

Ég sat sérstaklega fyrir pólverja lufsunni sem ber út fréttablaðið um miðja nótt i hverfið mitt og fékk hann til þess að hætta að bera áróður samfylkingar-baugsmanna í mitt hús.
Núna er næsta skref að gerast áskrifandi af mogganum. enda kominn ritstjóri með viti. Eini maðurinn sem hefur haft eitthvað þor af þessum mafíulufsum.
Guð blessi Ísland. (og tryggi innistæður auðmanna).

Kristjan
21.09 2009 kl.20:11

Jæja, nú fyrst fer moggin að verða áhugaverður, Baugsmiðla burt. Hey á ekki 365 HLUT Í MOGGANUM.

vihjalmur
21.09 2009 kl.20:12

Það er hollt að fá fleiri viðhorf í fjölmiðlaumræðuna heldur en bara sú sem kemur frá baugsmafíuni, það sem dýrkun á forsetanum og grúbbíur baugs skrifa greinar Jóni ‘Asgeiri til heiðurs samanber skrif Hallgríms Helgassonar.
´Það er algjör óþarfi fyrir skrímsladeild samfylkinginnar að fara á taugum þótt upp sé komin sú staða að fjölmiðill , hafi ekki á stefnuskrá sinni að dýrka og drottna undir yfirforingja baugsmafíunar.

Þór
21.09 2009 kl.20:12

Maðurinn sem eyðilagði landið mitt.

gildi
21.09 2009 kl.20:18

ætlar maðurinn alls ekki að sleppa hreðjartakinu á okkur og flokknum

nánast dímonísk þráhyggja af hans hendi

Jói
21.09 2009 kl.20:19

íslendingur erlendis
21.09 2009 kl.19:29

Slóð Íslands óhamingju verður allt að vopni!
Guð hjálpi þessu auma, óupplýsta landi!

Ef það finnst GUÐ þá hefur hann eða hún flúið þetta auma land...

Mæja
21.09 2009 kl.20:22

Flott að fá bláu höndina aftur til að hrista upp í þessu . Það hefur alveg vantað svolítið fjör, vinstri eru alveg steindauð og hugmyndasnauð . Sorry ætla að lesa Moggan áfram

Nei takk ESB
21.09 2009 kl.20:22

Þetta er freka skemtilegur Mánudagur

Þá hefur bloggið og frétta-menn verið í flogaveiki-kasti yfir veðsetningu á sjáfarútveigs-fyrirtækjum í viðskiptum við Glitnis-banka ( talið er betra að breyta nafni yfir í Íslandsbanka ) hverjir stjórnuðu þessum Banka nema Baugs-menn, skuldavafningar útum alt, eftir þetta lið og Borgarfjarðarræðuna hjá Imbu Öryggi, eru ekki hér sumir að vaða drullu

eru menn hræddir við Davíð

SVARTUR 1
21.09 2009 kl.20:23

Það er ljóst að ekki verður hjótt um þennann gjörning en eitt veit ég að það verður að koma jafnvægi á ísl fjölmiðla, samfó stefnan og útblástur útrásarvíkinga hefur verið haldið hér á lofti of lengi og umfjöllun hefur verið kveðin í kútinn þar sem blaða og fréttamenn hafa farið með mál yfirmanna sinna og kannski er það ein af helstu ástæðum að svona fór þeir fengu að vera í friði og ef einnhver t,d DO þá voru settar á legg kjaftasögur um að hann hafi gengið af göblunum og hann væri með þráhyggju út í Baug og Jón Ásgeir.
Hver trúir því að DO hafi verið að ljúga? voru ekki bornar á hann 300 milj? Hvernig getur einn maður skuldað 1000 miljarða?Hvernig stendur á því að það kosti 3 miljarða að sanna sakleysi sitt.. þetta er allt mælt af DO. spurningin er þessi, skildi hann hafa rétt fyrir sér... hvað er 365 búið að heilaþvo okkur mikið?
Og eitt að lokum er ekki bara fínt að vita hvað maður er að lesa og úr hvaða átt það kemur? maður getur þá metið hvort er réttara eða skynsamlegra! Og eitt sem ég bara skil ekki hvarnig getur fólk haldið það að það sé skyndamlegt að fara í ESB núna.. og hvernig getur fólk sem stóð á Austurvelli og mótmælti farið daginn eftir og verslað í Bónus það bara skil ég ekki heldur.
Takk í bili.

stinger
21.09 2009 kl.20:25

Snilld!. þá loksins verður maður áskrifandi !!!

ragnhildur
21.09 2009 kl.20:25

Menn geta greinilega ekki beðið eftir að Davíð setjist í ritstjórastólinn. Nú geta allir sameinast um að kaupa Moggann; aðdáendur sem andstæðingar, því staðreyndin er sú að enginn vill missa af því sem Davíð segir.

Götur bæjarins verða tómar þar til Mogginn er kominn í hús.

JR
21.09 2009 kl.20:26

Hver er svo að segja að ,,það ómögulega” gerist ekki !

Auðvitað verður þetta eftir öðru, flokksfélagar í sjálfstæðisflokknum fengu Morgunblaðið gefins, og ráða svo þann sem gerði ,,það ómögulega !

Hverjum hefur áður tekist að setja heilt þjóðfélag á hausinn ?

Davíð Oddssyni tókst ,,það ómögulega ” !

Rolla
21.09 2009 kl.20:30

Vá - ef nafn Davíðs kemur fyrir í fréttinni er samstundis komar yfir 100 athugasemdir. Sennilega er þessi frétt óskhyggja Samfylkingarinnar - því það þarf úlf til að þjappa heilalausu rollunum saman

Lex Luthor
21.09 2009 kl.20:30

Það er ansi merkilegt að höfuðandstæðingur Davíðs Oddssonar í hinum bjagaða heimi hans er fyrirtækjasamsteypan Baugur.

Stærsti stjórnmálaflokkur landsins, Samfykingin, er samkvæmt þessari vænisjúku gevilluheimsmynd, aðeins eitthvert viðhengi fyrirtækjasamsteypunnar.

Sjálfstæðisflokkurinn verður svo í þessari sviðsetningu höfundar “Kusks á hvítflibbann” lítið annað en stækkaður briddsklúbbur sem hlær að öllum bröndurum Hrunkóngsins, sama hve billegir og sjálfmiðaðir þeir í raunnni eru.

Halli
21.09 2009 kl.20:31

Hahahahahahahahahahahahahahahahahahahahaha! Fyndnasti brandarinn í langan tíma. Bjargaði mánudeginum!

Jóna litla
21.09 2009 kl.20:31

Rolla mín þetta verður met svörun fer upp í 200.

Máttarstólpi þjóðfélagsins
21.09 2009 kl.20:33

Þetta er gott mál.

Nú verður hægt að færa Ísland aftur um 20 ár, og upplifa aftur þau blómaskeið sem við höfum saknað.

Mikið hlakka ég til að komast út úr þeirri tregðu sem einkennir umræðuna.

Magga maur
21.09 2009 kl.20:34

Dabbi hin Íslenski! Vertu velkominn í ristjórn velvakanda. Það er ekki nokkur maður sem les Velvakandi árið 2009.
Það eru afar fáir sem nenna að lesa Mbl. þannig að þú passar afspyrnu vel í sætið sem vel flestum eru sama um.
Hvaða ungi maður les þennan áróður sem fram fer í þínu blaði.
Ekki nokkur sem ég þekki.
Flestir nota Facebokk eða Eyjuna sem þurfa að koma sínum skoðunum á framfæri.
Einhverntímann talaðir þú um afturhalds kommatitti. Nú er komið að því.
Með ráðningu þinni getum við gælt við þetta orð; Afturhaldskommatittur;
Vertu velkominn á vettfang orðaorustu.

Hafsteinn Bjarnason
21.09 2009 kl.20:35

Nú færist alvöru umræða í í íslenska pólitík

Godur
21.09 2009 kl.20:35

Afskaplega gott mál.

Davíð á örugglega eftir að standa sig vel í ritstjórastól.

hjh
21.09 2009 kl.20:36

Ég þigg ekki einu sinni blaðið ókeypis ef Davíð verður ritstjóri Moggans. Þannig er um fjölmarga fleiri sem nú eru áskrifendur. Þetta veit óskar Magnússon og þar með er þetta ekki viðskiptaleg ákvörðun heldur pólitísk - OG Í ÞVÍ LJÓSI VERÐUR AÐ SKOÐA ALLA MEÐFERÐ Á SKULDUM OG EIGNASKIPTUM ÁRVAKURS OG MOGGANS. DAVÍÐ VAR SEÐLABANKASTJÓRI ÞEGAR SEÐLABANKINN STÝRÐI ÞESSU MÁLI OG ÞAR MEÐ MOGGANUM Í HENDUR NÚVERANDI EIGENDA.

Gunnar
21.09 2009 kl.20:38

Áfram Mogginn, áfram Ísland, sem er besta land í heimi, með besta loftið, besta vatnið, besta og gáfaðasta fólkið, bestu björk í heimi, fallegustu fegurðardísir í sólkerfinu, bestu lífkjörin, besta heilbriðgiskerfið, besta menntakerfið, frábærustu stjórnmálamenn í heimi. Ísland þarf bara einn Davíð í hverju ráðuneyti, þá væri öllu reddað í þessu æææææðilsegasta landi á jörðinni! Það þarf besta Ísland í heimi!

Halldór Á
21.09 2009 kl.20:39

Davíð má vera nokkuð kátur með hvað sögusagnir um ráðningu hans í ritstjórastól Moggans vekur mikil viðbrögð. Hann er þá ekki alveg gleymdur.

Æ, hvernig gat maður látið sér detta í hug að hann væri gleymdur - maðurinn sem hélt hér uppi háum stýrivöxtum svo að erlendir gjaldeyririnn flæddi inn í landið, krónan varð sterkasti gjaldmiðill í heimi og flatskjári flæddu inn á hvert heimili.

Í skjóli þessarar peningavisku Davíðs tóku tugþúsundir Íslendinga há lán í erlendu myntinni sem hann dældi inn í landið. Þeir eiga honum og honum einum að þakka núverandi stöðu sína. Þeir mundu örugglega gerast áskrifendur að Mogganum ef þeir væru ekki svona uppteknir við að bjarga sér í bönkunum og fyrir innheimtumönnum.

Jón Gunnarsson
21.09 2009 kl.20:39

Þá fáum við daglega lofgjörða pisla um DO frá Jóni Steinari og Hannesi Hólmsteini. Þvílíkar himna sendingar. Vonandi er þetta kjaftæði en ef satt er hlýtur Davíð að afsala sér öllum eftirlaunum meðan hann starfar sem ritstjóri og spara þar með fyrir þjóðina ásamt því að flestir hætti að kaupa moggann. Allavega lækka þá heimilisútgjöldin örlítið á mínu heimili og trúlega hjá fleirum. Morgunblaðið fljótlega einblöðungur sem er á móti Efrópusambandinu og með kvótaþjófakerfinu.

Þetta yrði kanski ekki alvont

Orðlaus
21.09 2009 kl.20:41

hjh,
þér finnst samt í lagi að þiggja blaðið ókepis frá JÁJ??
Heilþvotturinn er alger....

Tinna
21.09 2009 kl.20:42

Ég hef ekki gaman að því að láta taka mig ósmurt í rassgatið....

Orðlaus
21.09 2009 kl.20:43

ps.
Dabbi fer bara í Moggan..
JÁJ á;
Stöð 2
Fréttablaðið
DV
Byljguna

Er það í lagi???

rækjan
21.09 2009 kl.20:46

Er samansem merki milli þess að tveimur dögum fyrir hrun Glitnis tók ekkjan úr eyjum 7 miljarðana sína út úr bankanum. Sagt hefur verið að Davíð hafi blikkað ljósum í tæka tíð. nú á þessi sama kona moggann og Davíð að verða ritstjóri. Nú þarf Davíð að dífa niður penna og fletta ofan af spillinguni. Er það líklegt í lfósi þessa.

Bergur
21.09 2009 kl.20:48

Þá gerist ég áskrifandi aftur !

hjh
21.09 2009 kl.20:48

Ef Davíð yrði ritstjóri Moggans eða kæmi með eitthvað við líka hætti við sögu næstu framtíðar Ísland merkti það aðeins að okkur væri ekki viðbjargandi - endalaust framhald á lýginni, bullinu og blekkingunum - Ísland væri varnlega orðið SKRÍPÓLAND.

Victorybear
21.09 2009 kl.20:49

Fólki er ekki sjálfrátt. Það er bara verið að ráða ritstjóra á lítið Morgunblað.

Bergur
21.09 2009 kl.20:50

Já 200.. Davíð er langflottastur..

hjh
21.09 2009 kl.20:54

Enginn Dabbisti er til sem ekki er nú þegar áskrifandi að Mogganum (eða heimili hans), þeir sem segjast vera aðdáendur Davíðs og ætla að gerast áskrifendur að Mogga ef Dabbi verður ritsjtóri ljúga því - þeir eru allir áskrifendur nú þegar og hafa alltaf verið.

- Mogginn gerir ekkert nema að missa áskrifendur ef Davíð verður ritstjóri Moggans. - Þetta veit Óskar Magnússon mjög vel og því um leið að það er aðeins og eingöngu pólitísk ákvörðun en ekki viðskiptaleg að gera Dabba að ritstjóra og þá þrátt fyrir að áskrifendum mun fækka og það jafnvel verulega.

Fjári
21.09 2009 kl.20:55

Hvað verður um eftirlaunin flokkast þetta undir ritstörf eða stjórnun

ef þetta eru ritstörf þá heldur ákvæðið sem sett var inn til að Doddson gæti verið á fullum eftirlaunum á Gráa kéttinum.

En ef þetta er stjórnunastaða þá hljóta eftirlaunin að fjúka.

hjh
21.09 2009 kl.20:56

Orðlaus, 21.09 2009 kl.20:41
Ekki ef JÁJ væri ritstjóri Fréttablaðsins - er hann það?

Gunni mar
21.09 2009 kl.20:57

hjh .þú ert með svínaflensu ,láttu athuga þig straX

arn
21.09 2009 kl.20:57

Byltingarsinnaði kerfisflokkurinn sálugi í Mexíkó, einræðisflokkur leiðtogans sáluga Túrkmenbasa í Túrkmenistann og valdaklíka Mugabe í Zimbabwe er það sem mér dettur fyrst í hug þegar Sjálfgræðgisflokkurinn er annars vegar.

FL-okkurinn ofar öllu, hvort sem þjóðin mun blæða út eða ekki. Trufla hvað sem það kostar þá örfáu sem róa lífróður fyrir allann almenning í þessu landi, til þess eins að ná völdum aftur. Trufla starf þeirra þessar síðustu vikur sem við höfum til að reyna að bjarga því litla sem verður bjargað.

Að vísu eru valkostirnir ekki beisnir í kringum mann og traust á að einhver geri eitthvað rétt er alveg uppurið. Samfylkingin er samannsafn spilltra spunameistara og uppfullir af innihaldslausum frösum. „grænir“ eru kannski þeir einu sem tala sömu tungu og við Íslendingar og eru harðduglegir en taka vitlaust á málunum.

Þetta er félegt allt samann. Fjölmiðar áttu að vera sverð og skjöldur réttlætis og verja almenning fyrir valdníðslu og græðgi þeirra sem eiga landið.

Á ögurstundu á síðustu augnablikum þjóðarinnar fremja eigendurnir þetta svíðingsverk á einu af síðasta tækinu sem hefði átt að vera aðhald og vettvangur hlutlausrar umræðu.

Nú verður mogginn á sama plani og vefþjóðviljinn.

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
21.09 2009 kl.20:58

Detti mér allar dauðar lýs!

Johnny B Good
21.09 2009 kl.20:58

Oooooo það fer um mig ógeðsbjánahrollur. Les aldrei Moggann ef hann verður ráðinn og hann verður tekinn út sem upphafssíða á vafranum mínum

Guðjón23
21.09 2009 kl.20:59

snilld, nú gerist maður áskrifandi

Loki Laufeyjarson
21.09 2009 kl.21:01

Hvaða vitleysa er þetta.

Hann var ráðinn í að skipuleggja áramótaskaupið :-)

Þóra
21.09 2009 kl.21:03

Nú sofa tungumálamanneskjan Jóka og vindhaninn Steini J ekki vel í nótt....
Isss þessi kall á eftir að láta allt flakka, ef einhverntíma ég verð áskrifandi ÞÁ ER ÞAÐ NÚÚÚNA.

hjh
21.09 2009 kl.21:05

rækjan 21.09 2009 kl.20:46

Þetta verður auðvitað að rannsaka af mikilli alvöru. Þetta eru ekki lengur eðlilega margar tilviljanir. Ekkjan rétt bjargaði milljörðunum sínum, notaði þá svo til að taka yfir Moggann með 5 milljarða afslætti í umsjón Seðlabankans og svo gerist sá sem þá var Seðlabanakstjóri ritstjóri - nákvæmlega eins og margir spáðu og fullyrtu að væri það sem raunverulega stýðri för þ.e. að seðlabankastjórinn og hans lið stýði yfirtöku Moggans fyrir hann til að setjast í ritstjórastól ef hann missti bankastjórastöðuna.

Orðlaus
21.09 2009 kl.21:07

hjh?????????
ert þú ekki í okkar heimi!!
Hvenær var síðast neikvæð frétt um JÁJ í fréttablaðinu.
Þegar Berlinske Tidenende talaði um stærtu fjársvikamyllu í Evrópu eftir WWII þá mátti varla nefna JÁJ í baugsmiðlunum....
Er þetta ekk ritstýring?
Eða finnst þér þetta vera eðlilegt hjá þeim.

Ef menn eiga mjög stóran hluta af fjölmiðlum lands þá hafa þeir áhrif á þá blaðamenn sem vinna annarstaðar. Blaðamennirnir vita að ef þeir missa vinnuna, þá er bara hægt að leita til eins annars aðila. Það hefur sitt að segja.

Sennilega er viljandi bjöguð fréttamennska mun hættulegri en hreinn ósannleikur sem hægt er að hrekja með rökum og upplýsingum. Rangt fréttaval, framsetning fréttar og allt hitt sem hægt er að gera ef menn vilja misnota miðla er stórhættulegt fyrir upplýsingaflæði og skoðanamyndun í landinu. Það getur endað með ósköpum.
Jafnvel hruni....

Óli
21.09 2009 kl.21:12

Loksins getur maður aftur fengið sér áskrift að mogganum ef af þessu verður. Lýst mjög vel á þetta.

Hann á eftir að rífa moggann upp!

kiddi
21.09 2009 kl.21:13

sjáið spillingin helst alltaf saman helvítis skítaþjóðfélag

GI
21.09 2009 kl.21:14

Gaman að því hvað þið Baugsfylkingarfólk eruð hrædd við Davíð.

Eyjólfur
21.09 2009 kl.21:14

Já, þetta er á háu plani hérna! Sérstaklega skemmtilegar eru athugasemdirnar um “ekkjuna”. Óþverraskríll.

“Ekki er ofsagt, að Guðbjörg hafi verið stálheppin þegar bankarnir hrundu í lok september og byrjun október á síðasta ári. Samningur sem hún hafði gert ári áður gerði henni kleift að selja hluti í Glitni fyrir 3,5 milljarða króna á síðasta virka degi fyrir hrun.”

“Samkvæmt hlutahafayfirliti átti Kristinn ehf. nærri 254 milljónir hluta í bankanum miðvikudaginn 24. september síðastliðinn. Guðbjörg, eigandi Kristins ehf., hafði hins vegar heimild til að innleysa hluti sína dagana 25. og 26. september, síðustu virku dagana áður en Glitnir féll í hendur ríkisins mánudaginn 29. september. Sú heimild á rætur að rekja til kaupa hennar í Glitni með samningi sem gerður var í september 2007 er hún seldi hlut sinn í Tryggingarmiðstöðinni.”

“Engum þarf þó að blandast hugur um það að Kristinn ehf. átti samningsbundinn rétt á því að selja hlutabréfin með sérstakri innlausnartilkynningu 25. til 27. september síðastliðinn, síðustu tvo virku dagana áður en bankahrunið hófst.”

Og úr hvaða Davíðssnepli koma þessar efnisgreinar? DV, hvorki meira né minna.

Sól
21.09 2009 kl.21:15

Dabbi er frábær, gott að fá hann aftur í sviðsljósið. Hef saknað hans.

Ragnhildur
21.09 2009 kl.21:20

Geta ÍSLENDINGAR eihvern tíma staðið ’saman
EFsvo er ,þá HÆTTIÐ AÐ KAUPA MORGUNBLAÐIÐ.
ÞAÐ FER ÞÁ BARA Á HAUSIN EINS OG HEIMILIN Í LANDINU.

Halli ríkis
21.09 2009 kl.21:21

Loks gerist eitthvað jákvætt í þessu þjóðfélagi!

BG
21.09 2009 kl.21:24

1.apríl!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Máttarstólpi þjóðfélagsins
21.09 2009 kl.21:27

Þjóðin bæði aflúsuð og fær stóíska sálarró.

Ókeypis.

Stefán Þór
21.09 2009 kl.21:28

Loksins þegar Mogginn er að batna eftir að hafa dalað jafnt og þétt frá aldamótum þá er Ólafi hent út fyrir þennan trúð. NEI TAKK EKKI MOGGAN MEIR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

hjh
21.09 2009 kl.21:28

Davíð og Hannes Hólmsteinn eru höfundar, hönnuðir og yfirsmiðir hrunsins. - Þeir eru hönnuðirnir sem fúsksmíðuðu ÍSLAND en þóttust vita allt og geta allt. Þeir eru mennirnir sem í þriðjheimsríkjum komast upp með að reisa háhýsi án þess að kunna neitt fyrir sér en eru þó jafnan handteknir þegar þau hrynja - en ekki hér.

„Vondu Kapitalsitarnir“ sem Hannes talar um eru hinsvegar bara undriverktakar þeirra Davíðs, þeir sem fengu úthlutað plássum í byggingunni og verkum sem til var ætlast að þeir ynnu með þessum tiltekna hætti. - Með sem hröðustum vexti bankanna og sem harðastri útrás. - Það var beinlínis á þeim forsendum (orða skýrt og skilmerkilega) sem Samson fékk flest stig við mat á kaupendum Landsbankans þrátt fyrir lægsta verðið. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar krafðist áforma um harða útrás og hraðan vöxt og hafði vísvitandi minnst og veikast eftirlitskerfi.

- Davíð er hönnuðurinn og yfirsmiðurinn sem nú á bara að fara í fangelsi og ekkert annað.

Nei takk ESB
21.09 2009 kl.21:30

217 ummæli geri aðrir betur

NN
21.09 2009 kl.21:31

Þessi frétt hefur greinilega villst eitthvað, átti að birtast á vefsvæði Baggalúts!

fannarh
21.09 2009 kl.21:36

greinilegt er að Davíð er áhrifa mesti maður íslensks samfélags í dag.

Anna Grétarsdóttir
21.09 2009 kl.21:36

Er þett’ekki geggjað.....ekki einu sinni búið að staðfesta fréttina og viðkvæmar sálir fara gersamlega á límingunum !!!!! Yndislegt...haha!!!

Jón
21.09 2009 kl.21:36

Er Fyrsti Apr’il í dag?

GunnarS
21.09 2009 kl.21:37

Þar fór nú það

Lolli
21.09 2009 kl.21:38

Íslensk fjölmiðlun er ógeðsleg, þetta er maður sem ætlar að matreiða fréttir ofan í fólk í stað þess að greina frá þeim. Mbl.is og Morgunblaðið verður hér með ekki snert á.
Er ekki að segja að DO beri alla ábyrgð á hruninu heldur er hann ekki hæfur til að stýra óháðum miðli, les ekki málgagn sleikjandi sjálfstæðismanna til að öðlast yfirráð og halda spillingunni sinni gangandi.

Magga
21.09 2009 kl.21:38

waaaaaahhahahahahahahahahahahaha

Helgi Þór Gunnarsson
21.09 2009 kl.21:41

Gott mál, Davíð er minn maður

Þór
21.09 2009 kl.21:42

Er hægt að æla meira yfir þessa þjóð en að auðvalds- og spillingaröflin ráði hugmyndafræðing viðbjóðsins sem ritstjóra eins stæsta miðilsins. Ekki einu sinni í Rússlandi Pútíns er FLokksræðishugsunarhátturinn meiri.

Gunni mar
21.09 2009 kl.21:45

hjh
Ertu ekki búinn að láta athuga þig ?
Farðu strax niður Lansa

Einar chef
21.09 2009 kl.21:45

Vá hvað margir bjánar eiga heima á íslandi.

Bjarni Ómar
21.09 2009 kl.21:47

Niður með Davíð!

Einar chef
21.09 2009 kl.21:47

EMIL, gerðu það fyrir mig

ÞEGIÐU

:=)

Skúringakonan
21.09 2009 kl.21:49

Greinilegt að sami maðurinn hefur skrifað svona 30 komment hér að ofan undir ýmsum nöfnum til að lýsa ánægju sinni yfir þessum fréttum.

Guðbjörg María
21.09 2009 kl.21:50

Áfram Davíð!

Einar H.
21.09 2009 kl.21:50

Mesta perversíónin í þessu er að Esb andstæðingum finnst gott að fá Ullarhausinn í þetta sæti.
Afsakið, má ég æla hérna einhvers staðar?

Olgeir
21.09 2009 kl.21:51

Nú er ljóst að Einar Sigurðsson, sonur Guðbjargar Matthíasdóttur og Sigurðar Einarssonar heitins úr Eyjum ætlar ekki að læra af reynslunni. Þau mæðginin keyptu DV á sínum tíma og breyttu í sérsinnað mjög hægrisinnað (vonlaust) blað.

Nú á að endturtaka leikinn með Davíð “við borgum ekki skuldir óreiðumanna” Oddsson í fararbroddi.

Síðast töpuðu þau 700 milljónum. Núna verða það stærri upphæðir og stærra blað.

Elín
21.09 2009 kl.21:52

Niður með Davíð!

Guðrún María
21.09 2009 kl.21:55

Ísland = Rússland
Davíð = Pútín

Og náhriðin missir vatn af kæti!!!!

Björn B.
21.09 2009 kl.21:58

Djöfull hata ég manninn með ástríðu og djöfull er þetta lýsandi fyrir siðferðivitund þessara þjáðu þjóðar.

núman
21.09 2009 kl.21:58

Davíð kemst ekki mikið neðar.

Þó eru alltaf einhverjir sem velta sér í drullunni með honum.

Kona3000
21.09 2009 kl.22:01

Nú verður ekki lengur Bí bí og blaka, ESB að kvaka. Kannske verður aftur skoðanafrelsi á Íslandi.

Nei takk ESB
21.09 2009 kl.22:02

242 ummæli ekki sem vert fyri eftirlauna-mann

ekki fær velferðarstjórnin þessa umfjöllun kannski er það vegna þess að engi tekur mark á þvælu og bulli sem þaðan kemur

en karli hefur áhrif á suma, því verður ekki neitað

Pétur
21.09 2009 kl.22:02

Glæsilegt! Davíð er maðurinn.

Jaxlinn
21.09 2009 kl.22:06

Morgunblaðið kemst ekki mikið neðar ef þetta verður að veruleika. Þetta er eins og að ráða einn af brennvörgunum til að skrifa greinargerðir um uppbyggingu eftir brunann.

Halli
21.09 2009 kl.22:07

Það er staðfest, á miðvikudag mun ég gerast áskrifandi að Morgunblaðinu. Útrásarrónar og götustrákar - nú verður öllu ljóstrað um ykkur ;)

þvf
21.09 2009 kl.22:13

Eiríkur Jónsson sagði þetta fyrir tveimur vikum síðan með Davíð, þetta kallar maður að hafa fréttanef, Áfram Eiríkur!

Hlutlaus
21.09 2009 kl.22:19

Ég hef ekki verið í Mogga áskrift til nokkurra missera; hafði hins vegar ætlað mér að fá áskrift einkum vegna marga og góðra úttekta í gegnum tíðina; en reynist satt að Bubbi kóngur sé verðandi ritstjóri þá held ég bara að ég sleppi því því og gangi heim.

Hvað er eiginlega í gangi hjá þessum Óskari Magnússyni, hann virðist mér einhvern vegar sá sem selur útsæðið sitt.

Hverjir munu hafa áhuga á flokkspólitískum Mogga? Ekki ég, og vonandi ekki velhugsandi landsmenn.

Þetta er með ólíkindum og ekki einu sinni hægt að brosa í kampinn.

Ergo: Þið misstuð af mér sem Mogga áskrifanda!

Egill
21.09 2009 kl.22:24

Athyglisvert! Ekki er ég viss um að allir sjálfstæðismenn séu ánægðir með þetta. Staðan er orðin þannig í dag að ef einhver getur klofið Sjálfstæðisflokkinn þá er það þessi maður, öðruvisi mér áður brá! En það færi vel á því að flokkurinn klofnaði!

Hinrik
21.09 2009 kl.22:26

Harakiri Morgunblaðsins.


21.09 2009 kl.22:26

Ég mæli með bókinni Handbók um hugarfar kúa eftir Bergsvein Birgisson.

Læti í básunum í dag. MUUUUUU!!!

Björn Bóndi
21.09 2009 kl.22:28

Ég segi Morgunblaðinu upp umsvifalaust og um leið og þessi viðbjóður hefur verð staðfestur.

kiddi
21.09 2009 kl.22:30

sjáið spillingin helst alltaf saman helvítis skítaþjóðfélag

gaman sjá hvað eru margir gallharðir DAVÍÐS DÝRKENDUR ÞVÍLÍKT ÁSTFÓSTUR SEM ER HÆGT AÐ TAKA Á EINUM VEIKUM EINTAKLING BARA ÞVÍ HANN VAR FORRSETISRÁÐAHERRA Í 16 ÁR ÞÁ ER HANN GUÐ ALMÁTUGUR

steinar
21.09 2009 kl.22:32

Er þetta úr eitthverri sögu eftir Hugleik Dagsson?

AB
21.09 2009 kl.22:34

Ég held að Davíð sé ekki það snyrtimenni að hann geti starfað í fjósi.

rækjan
21.09 2009 kl.22:35

Eyjólfur fólk kann að leggja saman tvo og tvo alveg sama kvað þú blaðrar

ala
21.09 2009 kl.22:36

Voalegar áhyggjur hefur Egill af Sjálfstæðisflokknum

Jón Baldvin
21.09 2009 kl.22:36

Loksins kemur góður maður í ritstjórastólinn. Nú gerist ég áskrifandi. Fíla menn sem berjast gegn Icesave.....

Rúnar Trausti
21.09 2009 kl.22:37

Trúi ekki að Davíð skuli fara að vinna hjá svona illa reknu fyrirtæki.

Það á enga framtíð fyrir sér nema hugsanlega að gerast fríblað.
Við sjáum áskrifendunum fækka dag frá degi á minningarsíðum blaðsins, og ekki er unga fólkið að gerast áskrifendur .

Það er sorglegt að þjóðin þurfi að halda uppi þessari blaðabruðlútgáfu.
(samanber 3ja milljarða niðurfelling skulda)

Hlutlaus
21.09 2009 kl.22:38

Verð líka að koma því á framfæri að Mbl í tíð fv. ritstjóra (sem var rekinn) var fréttablað sem mér hugnaðist; hef enga trú á blaðinu með DO í fararbroddi, þið hin ráðið hvað þið gerið.

reynir
21.09 2009 kl.22:38

Frábært.........Látið yfir trúðinn stýra Moggamágagninu

KVERÚLANTINN
21.09 2009 kl.22:39

Þetta getur ekki verið satt.
Menn eru ekki í lagi.

Að láta veikan sækópata stjórna stærsta blaði landsins er endanleg geðveiki og segir raunar mest um andlega vanheilsu þeirra sem þetta ákveða.

Ég legg til í alvöru að almenningur sniðgangi algerlega blaðið vegna þessa siðlausa gjörnings.

Andri Hermannsson
21.09 2009 kl.22:40

þetta hlýtur að vera grín ??
Kallinn er orðinn svo elliær og bitur að hann verður aldrei hlutlaus.
þetta er ekki það sem við þurfum.Hættum þessu flokka kjaftæði og reynum að gera okkar besta til að ná þessu landi á flot,

Örn Ægir
21.09 2009 kl.22:41

Kannski að allur sannleikurin um hrunadansin komi þa i ljos ekki sitja allir við sama borð

ABC
21.09 2009 kl.22:44

Segi upp blaðinu ef satt er.

Emil
21.09 2009 kl.22:46

Satt Reynir látum trúðinn bulla áfram,,,hver tekur mark á honum kall vesalingnum,,,

Sölvi
21.09 2009 kl.22:48

Þetta eru góðar fréttir, gott blað og góður maður.

Emil
21.09 2009 kl.22:48

DO var búinn að skara vel að sinni köku,,,væntanlega á hann stóran hlut í blaðinu

Svíinn
21.09 2009 kl.22:55

Er hættur við að segja upp minni áskrift, þetta verður spennandi.

Haukur
21.09 2009 kl.22:56

Hvað sagði Terminator ????????

” I WILL BE BACK “

Sóló
21.09 2009 kl.22:56

Nú er ég tilbúin til að gerast tvöfaldur áskrifandi að MBL.

Til hamingju Davíð Oddsson.

Nú mega fuglarnir fara að vara sig!!!

Nú fara Samfylkingin og Baugsdindlarnir algerlega á taugum svo ég tali nú ekki um VG og Steingrímur J. Takið eftir DO mun reka lygina úr SJS öfuga ofan í hann. NÚ VERÐUR SKO FJÖR - NÚ FÁUM VIÐ FJÖLMIÐIL VIÐ HLIÐINA Á ÚTVARPI SÖGU SEM EKKI ER Á MÁLA HJÁ RÍKISSTJÓRNINNI!!!

FRÁBÆRT!

Hjördís Vilhjálms
21.09 2009 kl.22:58

Nokkuð vel orðað hjá Sladdarinn, kl.17:44:

,,Þetta verður í það minnsta umdeilt og ekki annað hægt að segja en að nýjir eigendur blaðsins séu kaldir. Líkast til þurfa þeir að taka áhættuna - veðja með þessu “öllu”, þ.e. karlinn munn annað hvort lyfta blaðinu upp eða sökkva því.

Millileiðin, þ.e. lognmollan, verður ekki valkostur.”

Einhverskonar “final solution” með Moggann ?

Nei takk ESB
21.09 2009 kl.22:59

272 ummæli

Móður sýkin yfir einum eftirlaunþega er að verð að brandara, hvað skeður ef hann verður ráðin, hér er einkvað mikið að sumum

has
21.09 2009 kl.23:02

Verður ekki allt ritskoðað sem hann kemur til með að skrifa og eða leyfa að komi fram í mogganum, sé ekki annað en þetta sé bara hið besta mál, hann er varla verri en aðrir ritstjórar eða frétta stjórar á öðrum miðlum ég held ekki ábyggilega jafnhlutlaus og þeir :-).

bugaður
21.09 2009 kl.23:12

Ísland er djók

Anna Halla
21.09 2009 kl.23:15

Er ekki komin tími til að Íslendingar rísi upp gegn þessu endalausu ofbeldi frá Sjálfstæðisflokknum. Ef ekki, þá getur enginn kvartað, eins og þeir segja ´´you make your bed and you lie in it ”

Agnar
21.09 2009 kl.23:22

Ef Davíð verður ritstjóri - þá gerist ég enn á ný áskrifandi að Mogganum.

Hp
21.09 2009 kl.23:22

Ef þetta verður þá segi ég upp Mogganum, hef verið áskrifandi í 25 ár amk.

Davíð
21.09 2009 kl.23:29

steinar
21.09 2009 kl.22:32

Mér datt það nákvæmlega sama í hug...lol

litla Ás
21.09 2009 kl.23:37

Hvaða hvaða, hann er fínn gamli kallinn. hann þarf eithvað að gera kallinn, og hvaða skaða getur hann svo sem gert í mogganum? ekki fer hann að ráða eða selja björgólfs feðgunum moggann.....

GS
21.09 2009 kl.23:37

Þessi viðbrögð segja bara eitt. Það verður mikill fengur fyrir umræðuna í landinu að fá Davíð sem ritstjóra.

Mér finnst ég skynja ofsahræðslu í sumum kommentunum.
Eru það baugsmenn?

Sigríður G
21.09 2009 kl.23:39

ég vil minn hlut endurgreiddan af milljörðunum sem fóru í að bjarga mogganum !!!

Ása
21.09 2009 kl.23:39

Davíð ritstjóri Mbl.!

Vonandi fáum við þá útskýringu (ekki seinna en í fyrsta tölublaðinu) á því hvers vegna Seðlabankinn lánaði ekki bönkunum beint með haldgóðum veðum í stað þess að taka við bréfum í bönkunum í gegnum milliliðinn Sparisjóðsbankann með veði í bréfunum sjálfum. Svo þegar bankarnir féllu þá urðu bréfin verðlaus og PÚFF seðlabankinn fór á hliðina. Kostar okkur formúu. Ég vil útskýringar frá orði til orðs og alls ekki þurfa að lesa neitt á milli línanna.

Ef Seðlabankinn hefði fengið veðin sem erlendu bankarnir fengu þ.e. með veðum í útlánum og fl. þá hefði hann ekki húrrast á hausinn.

Ég bíð spennt eftir ritstjóragreininni og svarinu við þessari gátu. Hvers vegna að lána með veði í bréfum fyrst hann vissi mörgum mánuðum fyrr að bankarnir væru á hausnum.

Þórunn Skaptadóttir
21.09 2009 kl.23:41

Gaman að þessu! Áfram Ísland!!!!

Sara Hrund
21.09 2009 kl.23:42

Ég mun aldrei aldrei lesa þetta blað aftur!!!!!!!!!! Segi því upp á morgun!!!

gst
21.09 2009 kl.23:45

Ef þetta reynist rétt, kaupir maður 2 Mogga.

Þórunn Skaptadóttir
21.09 2009 kl.23:52

Hafið þið séð kvikmyndina “Zombie flesh eaters”?

Óli
21.09 2009 kl.23:58

Jón Ásgeir yfir-baugsdindill er víst búin að boða Ingibjörgu S
á neyðarfund......hann hlýtur að ætla að setja hana í stólinn
hjá Baugstíðindum........
Hún var nú sett DO til höfuðs á sínum tíma, allir muna það flopp.....

Óttar Felix Haukssson
21.09 2009 kl.23:59

Það er aldeilis frábært fyrir okkur sjálfstæðismenn, ef rétt reynist, að Davíð Oddson taki sæti Styrmis Gunnarssonar sem ritstjóri Morgunblaðsins. Enginn hefur betri yfirsýn yfir þjóðmálin og ekki skortir hann andagiftina til skrifta. Hann mun blása í þjóðina þann kjark sem hún þarf til að takast á við erfiðleika kreppunnar. Skynsamar skoðanir Davíðs munu reynast þjóðinni vegvísir í rimmunni við nágrannaþjóðirnar í efnahagsátökum komandi missera. Ég sagði upp áskriftinni þegar vinstri slagsíðan var að kafsigla það og Evrópu- dekrið var orðið óþolandi. Setjist Davíð á ritstjórastólinn mun ég verða fyrsti maður til að endurvekja áskrift mína að Morgunblaðinu.

Tómas
21.09 2009 kl.23:59

Upphafið að hinu sökkvandi skipi Íslands var 300 milljóna díllinn sem Davíð átti að fá fyrir að þegja og láta Jón Ásgeir í friði.Núna vakna allir uppskafningar og hristast í haustlægðunum.Þetta verður sérstakt andrúmsloft á næstunni.

Jóhann
21.09 2009 kl.23:59

Frábærar fréttir....Davíð er snilldar penni og maður trúir ekki þessum vitleysingum sem segja upp Mogganum útaf því að Davíð er kominn þarna inn...Og að segja að hann sé ástæðan fyrir hruninu en svo fávískt og heimskt að það nær ENGRI átt. Þetta er svona tískufyrirbrigði að hata DO...Þeir sem hata Davíð hljóta þá að elska Jón Ásgeir og Kaupþingsmenn....DO er eini maðurinn sem hefur gangrýnt þessa menn frá upphafi og tók meir að segja peninganna sína út úr Kaupþingi því að honum ofbauð þetta kjaftæði...

Nú eru yfir 280 komment á eyjunni um mannaráðningu sem á eftir að staðfesta...Maðurinn er greinilega maðurinn sem Morgunblaðið þarf á að halda...

Grýla
22.09 2009 kl.00:09

Maðurinn sem gat ekk rekið seðlanka sem hann réði sjálfan sig í.

Þetta verður gamann.

Hvað eigum við að gefa Mogganum langann tíma? Einhver?

Grýla
22.09 2009 kl.00:11

Ég myndi segja Mogganum upp ef ég gæti.

L
22.09 2009 kl.00:13

Nú hætir maður að kalla þetta Moggann heldur verður það Dabbinn

Ása
22.09 2009 kl.00:14

Endilega lesið textana - en allir þurfa á gagnrýninni hugsun að halda.
Hugleiðið síðan það sem ekki er sagt í blöðunum. Stundum er okkur haldið við efnið til að við förum ekki að hugsa um annað - sama aðferð og er beitt á ung börn. Nú um stundir þurfum við á báðum heilahvelum að halda.

Góðar stundir og látið ekki hugfallast sama hver verður ritstjóri MBL.
Það er margt mikilvægara um að hugsa og sjá um t.d. framtíð barnanna okkar.

Jóhann Steinar Guðmundsson
22.09 2009 kl.00:20

Gott mál.

L
22.09 2009 kl.00:22

Óttar Felix, þú ert tilvalinn með brandarhornið í Dabbanum :D

Einar
22.09 2009 kl.00:23

Stórkostlegt bull!

Einar
22.09 2009 kl.00:24

Yndislegt rugl!

L
22.09 2009 kl.00:25

Alltaf gott að geta hlegið :D

L
22.09 2009 kl.00:30

Vitið til, Dabbi ætlar að nota völdin til að að æsa upp “skrílinn” til uppreisnar gegn núverandi valdhöfum :)

Þór
22.09 2009 kl.00:32

Muniði þegar Glenn Close reis upp út baðkarinu með hnífinn í lok Fatal Attraction? Þetta minnir mig á það.
Hennar lína í þessari mynd var:
“I dont want to be ignored”

hjh
22.09 2009 kl.00:32

Þetta eru endalok Morgunblaðsins sem fréttamiðils og líklegast sem fjölmiðils einnig, gæti þó lifað sem lítill jaðar-snebill öfgaþjóðernissinna og kvótabaróna,
- en ég get ekki séð að hægt verði að komast hjá því að krefjast rannsóknar á öllu ferli peninga í kringum þetta mál allt - allt frá því að Milljarðarnir sem notaðir voru til að kaupa Moggann björguðust fyrir horn síðasta dag áður en Davíð tók yfir bankann sem geymdi þá, til niðurfellingar skulda og ráðstöfunar eigna.

Ása
22.09 2009 kl.00:35

Allt upp á borðið Jóhanna og Steingrímur!
Það er okkur öllum fyrir bestu.
Við vitum að það er margt mjög svart en við þurfum að fara að standa saman og gera plön.

hjh
22.09 2009 kl.00:37

Eftir þetta trúir enginn heilvita maður að Davíð hafi ekkert haft með það að gera að peningarnir sem Mogginn var keyptur fyrir björguðust útúr Glitni síðasta almenna afgreiðsludag bankans föstudaginn áður en Davíð tók Glitni yfir aðfaranótt mánudags. - Svoleiðis tilviljanir verð ekki í raunveruleikanum, einhver gæti verið svo heppinn en að það sé af tilviljun sama manneskja og fjármagnar kaupin á Mogganum og svo eftir það býður Davíð ritstjórastólinn?
- NEI, slíkar raðtilviljnair verða ekki í raunveruleikanum.

Friðrik
22.09 2009 kl.00:38

Þetta eru bara góðar fréttir verði þetta raunin.

Ég efaðist mjög þegar Þorsteinn Pálsson var ráðinn sem ritstjóri Fréttablaðsins. Í ljós kom síðan að hann auðgaði mjög hina pólitísku umræði með ritstjórnargreinum sínum.

Ég held það verði einnig tilfellið verði Davíð ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins. Svo mikið er víst að þjóðin mun lesa pistlana hans með áfergju á komandi misserum.

Ég held líka að þetta sé góður staður fyrir Davíð sjálfan. Honum mun fara miklu betur að vera ritstjóri elsta og virðulegasta blaðs landsins en vera Seðlabankastjóri.

Við hörðustu andstæðinga Davíðs sem hafa verið að tjá sig hér að ofan segi ég, takið lífinu með ró og sættið ykkur við það að einhverstaða verða vondir að vera. Og alls ekki segja upp Mogganum því þið verðið þá bara að kaupa hann rándýran í lausasölu til að geta lesið greinarnar hans. Menn verða að kaupa Moggann til að geta lesið og síðan gagnrýnt það sem hann skrifar.

Sjálfur óska ég Davíð velfarnaðar í þessu nýja starfi, verði þetta raunin.

Tryggvi
22.09 2009 kl.00:44

Hræðilegar fréttir. Mogga verður sagt upp um leið og þeta fæst staðfest.

Þroftur
22.09 2009 kl.00:54

Djöfulsins viðbjóður. Ég gæti ælt.

Óskammfeilni sjálftöku- og séreigna klíkunar á Íslandi eru engin takmörk sett.

Nú verður blásið í herlúðra til andstöðu við ESB.

KS
22.09 2009 kl.01:04

Þetta verður frábært spennandi tímar og lesefni framundan - enda eru ekkert allir sem vilja í ESB.

Héðinn Björnsson
22.09 2009 kl.01:13

Þessu fólki er náttúrulega ekki viðbjargandi.

baldur
22.09 2009 kl.01:22

hvað er málið með þennan mann nær að troða sér í allar fostjóra stöður hann er bilaður er hann ekki búinn að gera nó af sér einkavæða allt hvernig væri að taka sér kvíld

Gunnar
22.09 2009 kl.01:40

Þegar kvótagreifarnir og sjálfstæðisflokkurinn fengu gefins Moggann
þá sagði ég upp og vild að ég gæti gert það aftur. Davíð höfundurinn að kreppuni ég var að vona að við værum laus við þennan mann hann hefur verið þjóðini mjög dýr. Seðlabankastjóri ! þú hringir ekki í bakara eða þig vanta rafvirkja.

MM
22.09 2009 kl.02:30

Þegar sagan verður skrifuð verða Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson taldir vera mestu glæpamenn íslandssögunnar.

sss
22.09 2009 kl.03:49

upsss.... þar fór Mogginn á hausinn eftir 12 mánuði.

linka
22.09 2009 kl.05:55

Þeessi maður ætti ekki að láta sjá sig á vinnumarkaði meira hér á klakanum. Alls staðar sviðin jörð eftir hann og hans menn.

Hrannar Baldursson
22.09 2009 kl.06:16

Mogginn er málgagn sjálfstæðisflokksins. Davíð er sannur sjálfstæðismaður, kjarnyrtur og öflugur. Rökrétt val. Engin ástæða til að fara yfirum.

Guðmundur Pálsson
22.09 2009 kl.06:23

Það er allt gert til að kljúfa þjóðina.

Eggert
22.09 2009 kl.06:57

@Guðmundur Pálsson
22.09 2009 kl.06:23

Þjóðin er löngu klofin! (t.d ESB, Icesave), þér líkar kannski bara ekki að hinn hluti þjóðarinnar fái öflugan talsmann.

meinhorn
22.09 2009 kl.07:12

Davíð er umdeildur. Og það er vel. Í ritstjórastól Mbl myndi ég ekki vilja sjá neina gungu sem ekki þorir.

Ég vona að þetta sé satt og hlakka til að lesa Moggann sem ég hef alltaf verið áskrifandi að.

Já takk ESB
22.09 2009 kl.07:32

“Nei takk ESB”: ertu með stíflað nef?

Annars held ég að ég hækki pöntunina og fái núna 10 blöð á dag ;-)

skuldari
22.09 2009 kl.07:38

og núna segi ég mogganum upp ,hef ekki áhuga á þessum ránfuglssnepli

Valur1
22.09 2009 kl.07:55

Ha ha ha 320 bloggarar hérna.
Það er aldeilis heitt í fólki þegar sjálfur Dabbi kemur uppá yfirborðið. :P

Almenningur
22.09 2009 kl.08:03

Almenningur hefur lesið sitt síðasta Morgunblað í bili. Mbl.is hefur að sama skapi verið fjarlægt úr bookmarks á tölvum heimilisins.

Farið hefur fé betra.

Úti
22.09 2009 kl.08:06

Ég hef skoðað mbl.is í siðasta sinn.

BK
22.09 2009 kl.08:09

Frábært ef satt reynist...nú skjálfa vinstri menn!

Gunnar G
22.09 2009 kl.08:29

Ég hefði nú miklu frekar viljað sjá hann koma með nýjan flokk í dagsljósið og hefði verið fyrsti maður til að kjósa hann. Vinstri menn hafa langi hatað Davíð þar sem þeir hafa aldrei haft alvöru leiðtoga eins og sést best núna í ríkisstjórninni sem er athlægi um heim allan fyrir aumingaskap. Fyrir vikið finnst mer leitt að sjá á eftirhonum í blaðamennsku......

Einar
22.09 2009 kl.08:39

Kom fagnandi Davíð. Nú mun ég aftur hefja mína áskrift að Morgunblaðinu

Gunnar
22.09 2009 kl.08:56

Á ég að panta áskrift í dag eða bíða til morguns?

Sigurbjörg Eiríksdóttir
22.09 2009 kl.08:56

Frábært að fá Davið Oddson á moggan. Var að hugsa um að spara meira og segja upp mogganum.Nei nú finn ég mér einhverja sparnaðarleið. Áfram Davíð.

Sladdarinn
22.09 2009 kl.08:57

Vá.

Eins og ég sagði, þetta verður nokkuð umdeilt!

Palli
22.09 2009 kl.09:08

Frábært, hlakka til að lesa “nýja” Mogga

núman
22.09 2009 kl.09:36

Þetta verður áhugavert.

Fyrsta starf Davíðs Oddsonar hjá einkaaðila.

Einkaaðila sem að vísu fékk fyrirtækið gefins frá ríkinu að stórum hluta og keypt með peningum sem ríkið hafði gefið honum.

Nema hvað. Nema hvað. Það sér hver maður. Sér hver maður. Hefur þann brag. Hefur þann brag.

Guðrún Lár
22.09 2009 kl.10:37

Ja hérna, ekki gott fyrir ESB elítuna

Ørn
22.09 2009 kl.10:45

Loksins verdur kryddad upp i thessu tharna á Íslandi. David Oddson er madurinn. Núna fæ ég mér áskrift.

Vilhjalmur
22.09 2009 kl.10:59

Findið að vera vitni að........Gaman að sjá munin þegar talað er um Davíð þá er yfir 300 ummæli , þar sem allur vinstriskríllin froðufellir af ofsa og sýnir merki um stundarbrjálæði, en hverfur svo aftur ofan í holur sínar þegar fjalla á um foringa baugsmafíunar í næstu frétt á eftir þessari.
Lífið er ljúft

Ragnheidur Magnúsdóttir
22.09 2009 kl.11:04

Segja Mogganum Upp, eins og Sjálfstaedisflokknum.

LP
22.09 2009 kl.11:10

Helvítis Fokking Fokk!...

Kristjáqn
22.09 2009 kl.11:31

Nú fær maður loksin blað sem hægt verður að lesa.....

Hulda
22.09 2009 kl.12:31

Þetta er sjúkt!!! Morgunblaðið fær að fjúka ef D kemst í stólinn..........!!!

Ari
22.09 2009 kl.13:05

Það er magnað hvað margir hérna eru hræddir við Davíð Oddson! Þetta er bara einn maður með skoðanir... ekkert annað

Sigurjón Vigfússon
22.09 2009 kl.13:18

Hrikalegt áfall fyrir Baugsmiðla og RÚV, Samfylkinguna og VG -, verði Davíð ráðinn og ritskoðun afnumin í Íslenskum fjölmiðlum.

Jón
22.09 2009 kl.13:25

340 athugasemdir? Er ekki í lagi heima hjá ykkur?
Annars frábært, við sitjum uppi með tvö bjánablöð...

Sólveig
22.09 2009 kl.15:13

ekki vælir fólk yfir Fréttablaðinu það er sjálfsagt að fá það inn um lúguna þó svo að eigendur þess hafi líklega átt þátt í að setja íslenska þjóð á hausin,
samt fara allir í verslanir þeirra og halda áfram að halda þeim uppi ég segi nú bara lítið ykkur nær.

það verður gaman að lesa Morgunblaðið ef þetta verður niðurstaðan

King
22.09 2009 kl.16:45

HA

Þetta er snillingur. Hann er orðaður við eitthvað starf og kominn 350 ummæli

Skúli
22.09 2009 kl.19:17

Humm...
Ætlaði að spara og segja upp Mogganum en er hættur við það, segi bara upp Stöð2.

Rex
22.09 2009 kl.21:16

Dabbi var einu sinni “pabbi” þjóðarinnar. Núna er hann hins vegar rúinn allri æru eftir að hafa komið þjóðinni í svaðið.

Ef Náhirðin telur “bláu höndina” geta lagt eitthvað gott til málanna með því að gera Hrunkónginn að ritstjóra, þá skjátlast henni hrapallega. Dabbi mun bara reyna að réttlæta eigin gjörðir, enda er hann heigull sem ekki þorir að horfast í augu við eigin afglöp.

Vonandi hefur Óskar bein í nefinu til að hindra það að hinn mikli keisari fari út á meðal fólks að spóka sig í “nýju fötunum”, það sjá allir að hann er nakinn. Dabbi mun bara gera sig að enn meira fífli ef hann fær þetta djobb.

Gaur
22.09 2009 kl.22:26

Loksins einhvað hægri á móti öllum hinum vinstri fjölmiðlunum

LífKlöpp.
23.09 2009 kl.15:35

hvað er í gangi??

Stinger
24.09 2009 kl.19:32

Er búinn að segja Mogganum upp. Ætla ekki að borga fyrir að sjá “boðskapinn” hjá helsta landráðamanni þjóðarinnar. Í hvaða umboði voru skuldir gamla Moggans felldar niður, ég bara spyr? Er ekki hægt að rifta því? Spillingin hefur engin takmörk hjá spillingarliðinu í Sjálfstæðisflokknum.

LífKlöpp
25.09 2009 kl.16:59

350 manns takk fyrir.

Þórunn Skaptadóttir
28.09 2009 kl.11:26

Er Hannes Hólmsteinn nú aftur á grænni grein?

Þín skoðun

Athugið: Eyjan hvetur lesendur til að segja skoðun sína á fréttum og bloggfærslum á vefnum. Við biðjum um að notað sé rétt nafn og að athugasemdir séu málefnalegar og skrifaðar af háttvísi. Nauðsynlegt er að gefa upp rétt netfang sem er virkt. Meiðandi ummæli verða ekki liðin. Ritstjórn áskilur sér rétt til að fjarlægja ummæli sem hún telur ekki birtingarhæf.

Kæfuvörn (óbreytt gildi):

 



Leturstærðir


Leit


Aðrir miðlar