Spurning

Hvert er formlegt heiti landsins okkar?

Spyrjandi

N.N.

Svar

Formlegt heiti er Ísland. Það er misskilningur ef menn halda að orðið lýðveldi sé hluti af nafninu.

Yfirskrift stjórnarskrárinnar er Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Eins og sjá má er orðið lýðveldi haft með litlum staf. Margir hafa tekið eftir skjöldum við sendiráð Íslands erlendis þar sem stendur LÝÐVELDIÐ ÍSLAND og hér og þar í íslenskum textum af ýmsu tagi hefur mátt rekast á ritháttinn Lýðveldið Ísland. Margir virðast sem sé hafa talið það vera hið formlega nafn landsins. Sökum þessa ósamræmis leitaði ég eftir úrskurði í forsætisráðuneytinu fyrir nokkrum árum um formlegt heiti ríkisins. Niðurstaðan var Ísland. Um orðið lýðveldi, framan við Ísland, segir í bréfi forsætisráðuneytis til mín, dags. 30. september 2004, að það „lýsi eingöngu því stjórnarformi sem hér ríkir … og teljist því ekki vera hluti af sérnafni ríkisins“.


Ísland séð utan úr geimnum.

Ríkið okkar heitir því Ísland og má svo sem kalla í texta lýðveldið Ísland. En orðið lýðveldi er sem sé ekki hluti nafnsins.

Frekara lesefni á Vísidnavefnum: Mynd:

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur11.1.2010

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Hvert er formlegt heiti landsins okkar?“. Vísindavefurinn 11.1.2010. http://visindavefur.is/?id=54970. (Skoðað 22.7.2011).

Höfundur

Ari Páll Kristinssonrannsóknardósent hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum



Leit


Vísindadagatalið

Sturla Þórðarson
(1214-1284)
( Fyrri )

Sagnaritari, skáld og lögmaður. Samdi Íslendinga sögu, sem er hluti Sturlungu, eina gerð Landnámu, tvær konungasögur og orti kvæði og vísur.
Lesa meira...

Aðalstyrktaraðili

Happdrætti Háskólans