Örlygsstaðir

Örlygsstaðir eru í landi Víðivalla í Blönduhlíð. Í ágústmánuði árið 1238 varð þar fjölmennasti bardagi Íslandssögunnar þegar þrjár voldugustu ættir landsins með um 3000 manna her börðust um völdin í landinu. Annarsvegar Sturlungar, en hinsvegar sameinaðir Ásbirningar og Haukdælir. Kolbeinn ungi var foringi Ásbirninga og Gissur Þorvaldsson var foringi Haukdæla. Lauk orrustunni með ósigri Sturlunga og féllu þar Sturla Sighvatsson, faðir hans og 3 bræður 

    

Árið 1988 var reistur minnisvarði á Örlygsstöðum, skammt frá uppgrónum veggjabrotum, leifum af gerðinu þar sem átökin fóru fram og eru enn sjáanleg. Frá Örlygsstöðum er gott útsýni yfir leiðina sem Kolbeinn ungi og Gissur komu til bardagans í gegnum Reykjaskarð og yfir Héraðsvötn, með miklum tilþrifum og herópi.  
Þessi loftmynd Hjalta Pálssonar sýnir vel rústasvæðið á Örlygsstöðum.

Á döfinni

Meira
  • SSF