ÁskriftFréttaskot | Auglýsingar | Fyrir farsíma Reykjavík: 0.2° 2m/s WSW

Félag Pálma fékk 262 milljónir afskrifaðar

Ferðaskrifstofur skiluðu 650 milljóna hagnaði
21:10 › 5. október 2011
Ferðaskrifstofa Íslands er mikilvægur hluti af ferðaþjónustusamstæðu Pálma Haraldssonar. Fyrirtækið greiddi meira en hálfan milljarð króna af viðskiptaskuldum við tengda aðila í fyrra.

Ferðaskrifstofa Íslands er mikilvægur hluti af ferðaþjónustusamstæðu Pálma Haraldssonar. Fyrirtækið greiddi meira en hálfan milljarð króna af viðskiptaskuldum við tengda aðila í fyrra. Mynd: DV

Skuldir ferðaskrifstofu Pálma Haraldssonar, Ferðaskrifstofu Íslands, lækkuðu um 1.800 milljónir króna á milli áranna 2009 og 2010. Lækkunin var að hluta til tilkomin vegna afskrifta sem ferðaskrifstofan fékk af skuldum sínum við Landsbankann.

Ferðaskrifstofa Íslands samanstendur af Sumarferðum, Úrval Útsýn og Plúsferðum. Þetta kemur fram í ársreikningi Ferðaskrifstofu Íslands sem skilað var til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra þann 23. september síðastliðinn. Hagnaður fyrirtækisins nam 652 milljónum króna í fyrra en enginn arður var tekinn út úr félaginu.

Pálmi keypti Ferðaskrifstofu Íslands í byrjun janúar 2009 skömmu eftir íslenska efnahagshrunið. Samkomulag um kaupin voru gerð við viðskiptabanka Ferðaskristofu Íslands, Landsbankann. Reksturinn á ferðaskrifstofunni hafði verið erfiður hjá þáverandi eigendum félagsins, eignarhaldsfélaginu Saxbygg og tengdum aðilum, og námu skuldir félagsins námu rúmum tveimur milljörðum króna í árslok 2008. Félagið var því tæknilega gjaldþrota þegar Pálmi eignaðist það og fékk hluta af skuldum þess felldar niður.

Meira »
Nánar um málið í DV - Kaupa áskrift!

Lumar þú á fréttaskoti eða áhugaverðu efni? Smelltu hér til að senda okkur fréttaskot.

DV

Upplýsingar

Auglýsingar

Áskrift

© 2011 DV ehf. - Allur réttur áskilinn. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.