ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER NÝJAST 19:36

Noregur og Ísland auki samstarf um EES

FRÉTTIR

Selur bestu pylsur í Evrópu

Fréttablaðið Lífið 22. ágúst 2006 17:00
Bill Clinton Fyrrum forseti Bandaríkjanna jók hróður pulsuvagnsins til muna þegar allur heimurinn fylgdist með honum gæða sér á Bæjarins bestu pulsu sem stendur svo sannarlega undir nafni.
Bill Clinton Fyrrum forseti Bandaríkjanna jók hróður pulsuvagnsins til muna þegar allur heimurinn fylgdist með honum gæða sér á Bæjarins bestu pulsu sem stendur svo sannarlega undir nafni. MYND/GVA

"Vá, þú ert að segja mér fréttir. Ég er orðlaus," segir Guðrún Kristmundsdóttir þegar Fréttablaðið tilkynnti henni að pylsubarinn hennar Bæjarins bestu hefði verið valinn einn af fimm bestu matsöluturnum í Evrópu af breska dagblaðinu The Guardian. Í fyrsta sæti var skoskur hafragrauta­standur sem ferðast um markaði og útihátíðir í Skotlandi og selur hafragraut með allskyns meðlæti.

"Mér finnst mjög fyndið að hafragrautur skuli vera fyrir ofan okkur," segir Guðrún hlæjandi en íslensku pylsurnar hennar hafa verið mjög vinsælar meðal ferðamanna og landsmanna svo lengi sem elstu menn muna. The Guard­ian segir að flestallir Íslendingar hafi smakkað pylsurnar og telur blaðið að leyndardómurinn á bak við pylsurnar sé remúlaðið ofan á, en því er lýst í blaðinu sem leyndardómsfullri og bragðgóðri sósu.

Pylsubarinn á Tryggvagötu er sá vinsælasti enda er opið lengi eða til sex á morgnana um helgar. Síðan eru starfræktir tveir pylsubarir til viðbótar í Skeifunni og í Smáralind.

Guðrún segir að koma Bills Clinton á Bæjarins bestu fyrir tveimur árum hafi aukið hróður pylsubarsins á heimsvísu. "Það eru margir frægir sem koma á pylsubarinn við Tryggvagötu. Hljómsveitin Metallica kom til okkar og fékk sér pylsu og hafði orð á því hversu gott það væri að fá að vera í friði að borða en greyið Bill fékk ekki að vera í friði fyrir æstum blaðamönnum og fylgdarliði," segir Guðrún og bætir því við að hún haldi að flestallir útlendingar sem komi til landsins fari og fái sér pulsu hjá sér.

Þeir spyrja mikið um pylsurnar enda óvanir því að pylsur séu gerðar úr jafn miklu gæðahráefni og á Bæjarins bestu en þar er notað íslenskt lambakjöt í staðinn fyrir svínakjöt eins og gert er í útlöndum.

Guðrún segist ekki fá neinar kvartanir frá fólki nema frá Dönum sem eru óánægðir með það að geta ekki keypt sér með bjór með pulsunni. "Það er eina kvörtunin sem ég hef fengið en ég ætla þó ekki að fá mér vínveitingaleyfi. Það er nóg af stöðum í kring sem selja áfengi," segir stoltur eigandi Bæjarins bestu.


Deila
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.
Lífið 29. október 2013 16:45

Þú vilt ekki missa af þessu frussi

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá fjölmiðlamanninn Hauk Viðar Alfreðsson frussa á ógleymanlegan hátt. Meira
Lífið 29. október 2013 16:15

Þitt atkvæði skiptir máli - kjósum Djúpið

Nú er komið að lesendum Lífsins að taka þátt í kjöri um bestu evrópsku mynd ársins – People's Choice Awards og kjósa Djúpið sem er ein þeirra ellefu kvikmynda sem hægt er að kjósa um. Meira
Lífið 29. október 2013 14:30

Mér fannst ég svo gölluð með þetta allt saman - missti 50 kg

"Ég hef aldrei misst móðinn." Meira
Lífið 29. október 2013 13:00

Barnalán í Íslandi í dag

"Það er mjög mikil gleði, sérstaklega þar sem þetta er fyrsta barn," segir Ásgeir Erlendsson einn af stjórnendum sjónvarpsþáttarins Ísland í dag. Meira
Lífið 29. október 2013 11:00

Stefnir á Bretlandsmarkað

Sigrún Lilja Guðjónsdótir situr ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn. Sigrún var aðeins 24 ára þegar hún hóf þróunina Gyðju Collection og í dag hefur hún hannað og markaðssett fjöldan allan af skó... Meira
Lífið 29. október 2013 09:59

Hanna Rún myndar syngjandi banana

"Þegar ég og Nikita höfum ekkert að gera á morgnana :D hahaha..." skrifar dansarinn Hanna Rún Óladóttir, 22 ára, Meira
Lífið 29. október 2013 10:00

Íslendingar tilnefndir til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs

Hljómsveitirnar Mezzoforte og Nordic Affect eru tilnefndar til virtra verðlauna. Meira
Lífið 29. október 2013 08:00

Brúðkaupsflík Bam Margera vó 30 kíló

Alexander Kirchner hannaði jakka fyrir Bam Margera sem hann klæddist í brúðkaupi sínu fyrir skömmu. Meira
Lífið 29. október 2013 07:00

Hannar nútímalegt tréhús fyrir Dr. Dre

Gulla Jónsdóttir er arkitekt sem hefur eytt rúmlega tuttugu árum í Los Angeles. Hana dreymir um að hanna byggingu á Íslandi og segir ekkert verkefni of lítið. Meira
Lífið 28. október 2013 15:15

28 daga hreinsun

"Maturinn skiptir lykilmáli og við verðum að líta á matinn eins og "fóður" eða orkugjafa sem gerir okkur kleift að gera allt sem við þurfum að gera - ekki bara eitthvað bragðgott sem gleður okkur. " Meira
Lífið 28. október 2013 14:15

Friðrik Ómar með eigin sjónvarpsþátt

"Ég er vikulega á dagskrá alla miðvikudaga klukkan 18:30." Meira
Lífið 28. október 2013 10:30

Frambjóðandi fagnar með stæl

Eins og sjá má var mikið stuð og margt um manninn. Meira
Lífið 28. október 2013 23:00

Hljómsveitin Muse aldrei skýrari

Hljómsveitin Muse gefur út tónleikadisk á hljóði og mynd í desember næstkomandi. Tónleikarnir koma út í bestu mögulega myndgæðum sem kallast 4K Meira
Lífið 28. október 2013 22:00

Blurred Lines fyrirsæta kosin kona ársins

Emily Ratajkowski, fyrirsæta, var kosin kona ársins af tímaritinu Esquire. Hún er hvað þekktust fyrir að hafa leikið í umdeildu myndbandi Robin Thicke. Meira
Lífið 28. október 2013 20:00

Nýjasta stiklan úr The Hunger Games: Catching Fire

Kvikmyndin er væntanleg í kvikmyndahús vestanhafs þann 22. nóvember næstkomandi. Meira
Lífið 28. október 2013 20:00

Katie Price vill fleiri börn

Enska glamúrfyrirsætan Katie Price tjáði sig í viðtali á dögunum um að hún ætlaði að stækka fjölskyldu sína og vildi eignast fjögur börn í viðbót. Meira
Lífið 28. október 2013 19:00

Tuttugu og fjórar mestu "hipstera-athafnir“ allra tíma

Vefsíðan Buzzfeed tók saman. Meira
Lífið 28. október 2013 18:00

Bakraddadívurnar fara framar á sviðið

Fjórar söngkonur stofna hljómsveit en þær hafa allar komið víða við í tónlistarbransanum. Meira
Lífið 28. október 2013 16:39

Mjölnir brasilískt ju-jitsu - Hvernig á að losna úr hálstaki?

Mjölnisæfing vikunnar á Vísi er að þessu sinni fenginn úr brasilísku ju-jitsu; hvernig á að losa sig úr hálstaki? Meira
Lífið 28. október 2013 12:59

Chris Brown handtekinn fyrir líkamsárás

Sagður hafa ráðist á mann fyrir utan hótel í Washingtonborg. Meira
Lífið 28. október 2013 09:00

Hanna barnabókarkápu úr ull

Ullarkápa prýðir hundrað eintök barnabókar. Vík Prjónsdóttir hannaði kápuna. Meira
Lífið 28. október 2013 07:00

Vill flytja tólf metra kafbát til Íslands

"Við erum með svo hreinan sjó, þetta er bara eins og að sitja í rútu neðansjávar,“ segir Ásgeir Einarsson frá Akranesi, sem hefur verið atvinnukafari í fjörutíu ár. Meira
Lífið 27. október 2013 21:00

Tónleikum Scooter, Snap! og Vengaboys frestað

"Það voru of margir lausir endar sem ekki náði að ganga frá svo við tókum bara skynsamlega ákvörðun um að fresta þessu,“ segir plötusnúðurinn Kiddi Bigfoot. Meira
Lífið 27. október 2013 20:53

Nýtt lag og myndband frá Jóni Jónssyni

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson hefur nú sent frá sér lagið Feel for you og er myndbandið skreytt ferð hljómsveitarinnar á Þjóðahátíð í Eyjum í fyrra. Meira
Lífið 27. október 2013 19:05

Lou Reed elskaði Ísland

"Hann var svo ánægður hér á landi að hann framlengdi dvölina. Við þvældumst því með honum um landið og ég fékk Jónatan Garðarsson til að vera fylgdarmann hans. Lou var svo ánægður með Jónatan að hann ... Meira

Tarot

  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið
  • Skoðun

Mest lesið

Forsíða / Lífið / Lífið / Fréttir af fólki / Selur bestu pylsur í Evrópu
365 miðlar ehf.
Skaftahlíð 24
105 Reykjavík
sími 512 5000