Hommar mega giftast en ekki gefa blóð

Mynd: Mynd DV

Samkynhneigðum karlmönnum á Íslandi er samkvæmt lögum meinað að gefa blóð. Lögin eru frá níunda áratug síðustu aldar þegar samkynhneigðir karlmenn voru í miklum meirihluta þeirra sem smituðust af HIV veirunni. Í dag sýna tölur að staðan er önnur og smitum meðal samkynhneigðra karlmanna hefur fækkað töluvert. Á síðasta ári greindust tólf einstaklingar með HIV á Íslandi. Enginn þeirra var samkynhneigður karlmaður.

Bandarísk yfirvöld ræða nú um að breyta lögum þar í landi. Samtök blóðbanka í Bandaríkjunum hafa mælst til þess að banninu verði aflétt. Það er talið geta styrkt birgðarstöðu blóðbankanna um 90 þúsund potta af blóði á ári.

Á Íslandi gæti verðið á döfinni að lögunum verði breytt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.