Ilmur af jólum

Image result for Ilmur af jólum

Einstakir & hátíðlegir tónleikar fyrstu helgi í aðventu sem hjálpa þèr & þínum að komast í hina einu sönnu og sèrstöku jólastemningu.

Tónleikarnir “ILMUR AF JÓLUM” eru nú haldnir í 3ja sinn. Söngkona Hera Björk hefur veg og vanda af þessari glæsilegu tónlistarveislu og verður engin breyting á því í ár. Hera Björk hefur síðastliðin ár fengið til liðs við sig úrval frábærra gesta. Á síðasta ári bauð hún til sín Maltnesku Eurovisionstjörnunni Chiara Siracusa og hlaut hún mikið lof viðstaddra fyrir fallegan söng og framkomu. Í ár endurtekur Hera Björk leikin og bíður í þetta sinn stórsöngkonunnu Lisa Angell frá Frakklandi að koma og njóta íslenskrar aðventu og tónlistar. Og auðvitað verða íslensku kanónurnar á sínum stað og í ár verða það söngvararnir Kristinn Sigmundsson, Greta Salóme og Friðrik Dór sem ásamt Karlakór Kjalnesinga, Sönghópnum Harmonia og hljómsveit okkar færustu tónlistarmanna munu færa okkur inn í aðventuna, allt undir styrkri stjórn meistara Óskars Einarssonar.

Allt þetta frábæra fólk og auðvitað að ógleymdu heita súkkulaðinu hennar mömmu og smákökunum munu gera þessa stund að einstakri upplifun í jólaundirbúningnum.

Hlökkum til að sjá ykkur:-)

Miðar fást á MIDI.IS

Kötlumótið 2015

Picture

Kötlumót 2015 fer fram í Reykjanesbæ þann 17. október næst komandi. Áætlað er að um 600 kórfélagar af öllu Suðurlandi komi þar saman til að gleðja gesti og upphefja raust sína.

Samtals verður boðið uppá 16 minni sértónleika með karlakórunum á þremur stöðum í bænum yfir daginn og stórtónleikum í Atlantic Studios á Ásbrú síðdegis þar sem allir kórarnir koma saman.
– Stapinn Hljómahöll
– Bergið Hljómahöll
– Njarðvíkurkirkja
– Atlantic Studios Ásbrú

UM KÖTLUMÓTIÐ
Kötlumót er kóramót landsambands sunnlenskra karlakóra.

Árið 2010 var mótið haldið á Flúðum en þar komu saman um

600 kórfélagar víða af Suðurlandi. Í ár 2015 er Kötlumótið

haldið í samvinnu við Karlakór Keflavíkur í Reykjanesbæ.

Skoðaðu dagskrá Kötlumótsins hér.