Innskráning | Klúbbfélagar fá aðgang að sínum síðum eftir innskráningu

Velkomin

Sleðahundaklúbbur Íslands er klúbbur áhugafólks um fræðslu og kynningu á sleðahundum, sleðahundasporti og tengdum málefnum. Allt starf klúbbsins miðar að því að efla iðkun sleðahundasports á Íslandi. Allir hundar eru velkomnir í allt starf klúbbsins, af hvaða kyni, stærð eða uppruna sem þeir eru.

Klúbburinn leggur áherslu á að þjóna félagsmönnum á öllu landinu. Því er reynt eftir fremsta megni að miðla upplýsingum í gegnum þessa vefsíðu. Allir félagsmenn skulu hafa eins góðan aðgang að starfinu og frekast er kostur. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið info@sledahundar.is varðandi efni eða hvað eina sem við kemur vefnum og starfi klúbbsins.


Forsíðuljósmynd

Dagbók (sjá eldri færslur)

des.
24

Gisting í Mývatnssveit

Opnað hefur verið fyrir bókun á gistingu vegna Íslandsmeistaramóts Sleðahundaklúbbs Íslands.
Gist verður hjá Eldá. Þau bjóða okkur kr. 4.000 nóttina, börn yngri en 16 ára fá frítt en þau þurfa jafnvel að sofa á dýnu, þar sem hægt er að koma því við.
Rúmföt fylgja en við setjum þau á og tökum þau af og göngum vel frá efir okkur. Hvetjum fólk til að skrá sig í gistingu sem fyrst. 
Skráning er í hjordis@sledahundar.is
Dagbok
des.
15

Punktakerfi

Stjórn Sleðahundaklúbbs Íslands hefur útbúið punktakerfi til að hvetja félaga til frekari starfa fyrir klúbbinn.
Aðalmaður í stjórn 2 punktar á ári
Varamaður í stjórn 1 punktur á ári
Mótsstjórn 1 punktur á dag
Brautarlagning 1 punktur
Hittingur 1 punktur 
Fræðsla 1 punktur
Skemmtikvöld 1 punktur
Með punktunum getur fólk greitt keppnisgjöld samkvæmt eftirfarandi:
Fyrsta grein á móti 3 punktar
Hver grein eftir það 1 punktur
Ekki er hægt að nota punkta fyrirfram, stjórnarmaður þarf t.d. að ljúka einu ári í stjórn til að fá punktana sína
Fólk má gefa punktana sína en ekki selja
Tillögur og/eða athugasemdir sendist á stjorn@sledahundar.is
Dagbok
des.
10

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands á Mývatni 10.-11.mars 2017

Ath. Kúskar þurfa að mæta klukkutíma fyrir auglýsta dagskrá báða dagana.

Föstudagur 10. mars

 kl. 11:

5 km - Sleði kúskur með 3-4 hunda 

5 km - Sleði kúskur með 2 hunda 
5 km - Sleði kúskur með 2 hunda ungmenni 16-18 ára
5 km - Sleði kúskur með 2 hunda unglingar 12-15 ára

 

kl. 13:

5 km - Skijoring með 2 hunda karlaflokkur
5 km - Skijoring með 2 hunda kvennaflokkur 
5 km - Skijoring með 2 hunda ungmennaflokkur 16-18 ára

 

kl. 15:

1 km - Sleði kúskur með 1 hund barnaflokkur 7-10 ára
1 km - Sleði kúskur með 1 hund unglingar 11-14 ára

 

Verðlaunaafhending vegna föstudagsins verður að lokinni barnakeppninni

 

Laugardagur 11. Mars

kl. 10:

15 km - Sleði kúskur með 4-6 hunda

10 km - Sleði kúskur með 4-6 hunda

10 km - Sleði kúskur með 2-3 hunda 

 

kl. 13:

2 km - Skijoring með 1 hund karlaflokkur 
2 km - Skijoring með 1 hund kvennaflokkur 
2 km - Skijoring með 1 hund unglingar 12-15 ára
1 km - Skijoring með 1 hund barnaflokkur 9-11 ára

 

kl. 15:

500 m spyrna á sleða með 2 hunda – skráning á staðnum fyrir kl. 12

 

Verðlaunaafhending vegna laugardagsins verður strax að lokinni spyrnu

MÓTSGJÖLD:

1 grein kr. 3.000
2 greinar kr. 5.000
3 greinar kr. 7.000
4 greinar kr. 8.000

 

Frítt fyrir börn og unglinga !!!!!   Lágmarksskráning er 3 keppendur í hverja grein.
Opnað verður fyrir skráningu á heimasíðunni www.sledahundar.is um helgina og lýkur henni 25. febrúar kl. 23.55.

 

Upplýsingar um gistingu koma 23.desember 2016

Dagbok
des.
9

Úrsögn úr stjórn Sleðahundaklúbbi Íslands

Fengum eftifarandi tilkynningu frá Páli Tr. Pálssyni vegna stjórnarsetu hans í Sleðahundaklúbbi Íslands.
Hjördís Hilmarsdóttir hefur tekið sæti hans í stjórninni.

Komið sæl kæru stjórnarmeðlimir vegna mikilla anna tel ég að þar sem ég á ekki eftir að geta sinnt mínu sem stjórnarmeðlimur að ég leitist aflausnar og að varamaður geti tekið mína stöðu og vona eg að allir verði sáttir með þessa ákvörðun mína.
Gangi ykkur sem allra best og farsældar ykkar stjórnartíð.
með votti og virðingu 
Páll Tr Karlsson
Dagbok
des.
1

Kosning vegna Mývatns

Niðurstöður liggja fyrir í kosningu vegna  Íslandsmeistaramóts Sleðahundaklúbbs Íslands á Mývatni í mars.
8 vildu breytingu, þ.e. að mótið yrði á föstudag og laugardag
4 vildu óbreytt.
Dagskrá verður birt fyrir áramót

Dagbok
nóv.
24

Tilboð frá Bendi

Ofurtilboð frá Bendi 
Bendir gerir félögum í Sleðahundaklúbbi Íslands frábært tilboð
Hann býður okkur Spyder Carbon sleða (sem kosta 303.000) á 250.000. Þessi sleðar afar vinsælir hjá keppnisfólki út um allan heim. Þeir sem hafa áhuga sendi póst á stjorn@sledahundar.is fyrir 1. desember. Staðfestingargjald er kr. 125.000. Afgreiðslutími úti er 7 vikur.

Skoða má sleðana hér:

http://www.hundeschlitten.at/index.php/en/sledges/spyder-carbon
Dagbok
nóv.
17

Tölvupóstur og greiðsla félagsgjalds

Okkur í stjórn langar til að virkja aftur fjölpósta til félagsmanna, t.d. til að minna á fundi, keppnir eða greiðslur.  Einnig ef okkur berst eitthvað spennandi sem gaman væri að dreifa til félagsmanna þá er upplagt að gera það í fjölpósti.
Við hvetjum því alla til sem ekki fengu prufu póst í gær til að senda netfangið sitt í stjorn@sledahundar.is

Varðandi  félagsgjald fyrir komandi ár er um að gera að greiða það sem fyrst inn á 310-26-101210 kt.700910-1210.  Félagsgjaldið er aðeins kr. 800
Nýir félagar geta gengið í klúbbinn hér á heimasíðunni. Stofngjald er kr.1.500 og er innifalið félagsgjald fyrir komandi ár
Við munum innan skamms senda spurningu á gilda félagsmenn varðandi mótið á Mývatni.  Því er betra að vera búin að greiða félagsgjaldið ef fólk hefur áhuga á að hafa eitthvað um mál klúbbsins að segja.

Hlökkum til að starfa með ykkur og vonumst til að við gerum saman góðan klúbb enn betri.

Dagbok
nóv.
15

Nýtt starfsár að hefjast

Þá er komin mynd á nýja stjórn en hún raðast svona:

Anna Marín Kristjánsdóttir - Formaður
Kári Þórisson - Gjaldkeri
Þórdís Rún Káradóttir - Ritari
Kolbún Arna Sigurðardóttir
Páll Tryggvi Karlsson

Varamenn:
Hjördís Hilmarsdóttir
Margrét H.K Sigurpálsdóttir

Einnig er búið að setja inn viðburði á linkinn okkar hér "Á döfinni". Fleiri viðburðir verða settir inn jafnóðum og þeir verða ákveðnir.

Ef félagsmenn hafa einhverjar geltandi góðar hugmyndir um viðburði endilega hafa samband við okkur annað hvort með því að senda skilaboð Facebook síðu klúbbsins eða senda póst á stjorn@sledahundar.is

Með von um gott og skemmtilegt samstarf, 
Stjórnin

Dagbok
nóv.
2

Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands 2016

Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands verður haldinn í húsnæði Steypustöðvarinnar
við Þórðarhöfða, föstudaginn 11.nóvember kl. 20:00.

Dagskrá:

Móttaka framboða í stjórn
Kjör nýrra stjórnarmanna
Skýrsla fráfarandi stjórnar lesin
Skýrsla gjaldkera lögð fram til samþykktar
Önnur mál

Athugið félagar þurfa að greiða félagsgjöld komandi árs kr. 800 inn á reikning klúbbsins 0310-26-101210 kt.700910-1210 eigi síðar en 10. nóvember n.k. kl 23.55 til að vera kjörgengir á aðalfundi.
Hvetjum fólk til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í að efla starf Sleðahundaklúbbs Íslands!
Dagbok
ágú.
31

Íslandsmeistaramót á Þingvöllum 2016

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands í bikejöring og canicross

17. september 2016

Þingvöllum

KL. 10: 10 KM REIÐHJÓL MEÐ EINN HUND

KL. 10: 10 SCOOTER MEÐ 1-2 HUNDA

KL. 10: 5 KM REIÐHJÓL MEÐ EINN HUND – UNGMENNAFLOKKUR 12-18 ÁRA

KL. 13: 10 KM HLAUP MEÐ EINN HUND – KARLAFLOKKUR

KL. 13: 10 KM HLAUP MEÐ EINN HUND – KVENNAFLOKKUR

KL. 13: 5 KM HLAUP MEÐ EINN HUND – KARLAFLOKKUR

KL. 13: 5 KM HLAUP MEÐ EINN HUND – KVENNAFLOKKUR

KL. 13: 5 KM HLAUP MEÐ EINN HUND – UNGMENNAFLOKKUR 12-18 ÁRA

 

Keppnisgjald er 3.000 kr. fyrir hjóla/scooter keppni og 2.000 kr. fyrir hlaup

en 4.000 kr. samtals ef fólk keppir í báðum greinum.

Ungmenni 12 – 18 ára greiða ekki keppnisgjöld en þau

eru í boði Orijen og Acana fóðurs.

 

Skráning er opin á heimasíðu klúbbsins

www.sledahundar.is

Skráningarfrestur og greiðslufrestur er til kl. 20, mánudaginn 12. September ´16.

 

Verðlaunaafhending & grill að loknu móti !

Stjórn sleðahundaklúbbs Íslands

Dagbok

Stuðningsaðilar

Steypustöðin VÍS Marko merki snati.is riverrafting.is Japanskar vélar ehf. Bendir Sel - Hótel Mývatn Urta Islandica Royal-Canin Markið Stjörnusnakk Tryggingamiðstöðin Krónan Kranaafl Öræfaferðir Jarðböðin Herramenn Villimey Límtré Vírnet Múlaræktun INNI

Áhugasamir styrktaraðilar geta sent tölvupóst á netfangið info@sledahundar.is með upplýsingar.