Fimmtudagur 03.03.2016 - 12:35 - Ummæli ()

Íslenska þjóðfylkingin: Komdu til okkar Ásmundur

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Íslenska þjóðfylkingin, nýstofnuð þjóðernissinnuð stjórnmálahreyfing, hefur boðið Ásmundi Friðrikssyni að ganga til liðs við hreyfinguna, þar eð skoðanir hans virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá Sjálfstæðisflokknum.

Ásmundur lýsti þeirri skoðun sinni að hann vildi skoða alvarlega að loka landamærunum og senda flóttafólk aftur til síns heima. Féllu þau orð á þingi í tilefni þess að hælisleitandi hótaði að þkveikja í sér vegna óánægju með afgreiðslu Útlendingastofnunar á hælisumsókn hans.

Þessi orð Ásmundar féllu víða í grýttan jarðveg og til að mynda kepptust samflokksmenn hans um að vísa þeim til föðurhúsanna.

Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar, sem hefur það að yfirlýstu markmiði að hafna fjölmenningu og banna moskur og íslömsk trúartákn, fagnar hins vegar ummælum Ásmundar. Segir í tilkynningu frá stjórninni að Evrópa sé í uppnámi vegna mikilla fólksflutninga og rík ástæða sé til þess að „forða okkur frá þessum stórvandræðum“. Það eigi meðal annars að gera með því að ganga strax úr Schengen og „velja sjálf það fólk sem að við viljum bjóða velkomið hingað til lands“.

Með hliðsjón af því að forysta Sjálfstæðisflokksins leyfir ekki skoðanafrelsi og hefur fordæmt eðlileg og öfgalaus varúðarsjónarmið Ásmundar, þá hvetur stjórnin Ásmund að ganga í okkar raðir og býður hann velkominn,

segir í yfirlýsingunni sem formaðurinn Helgi Helgason undirritar.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Listi yfir bestu löndin fyrir innflytjendur gefin út

Innflytjendamál eru í deiglunni um víða veröld en umræðan er ekki oft á forsendum innflytjendanna sjálfra og því er nýr listi sem vefsíðan US News and World Report hefur tekið saman um þau lönd sem taka best á móti innflytjendum góð viðbót í umræðuna. Með viðtölum við 21 þúsund innflytjendur víðsvegar um veröld og greiningu […]

Jón Viðar hjólar í borgarfulltrúa Pírata: Embættismennirnir vita að þið eruð linir

„Í stuttu máli hefði mátt gera betur. Þarna var lagt mat á það hvort að hætta gæti stafað af skólpinu. Niðurstaða Heilbrigðiseftirlitsins var að svo hefði ekki verið og því var tekin sú ákvörðun að upplýsa ekki yfirstjórn borgararinnar. Við í pólitíkinni fréttum bara af þessu eins og aðrir í fjölmiðlum.“ Þetta sagði Halldór Auðar […]

New York Times segist hafa tölvupósta frá Rússlandi til Trump

Fyrrverandi viðskiptafélagi Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafði samband við Donald Trump yngri, son Bandaríkjaforseta, og bauð honum upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton. Þessi samskipti áttu sér stað með tölvupósti í byrjun júní árið 2016 þegar kosningabaráttan milli Clinton og Trump var komin á hápunktinn. Upplýsingarnar eiga að hafa komið frá háttsettum rússneskum embættismanni. […]

Fullyrða að leiðtogi ISIS sé dauður

Abu Bakr al-Baghdadi leiðtogi ISIS-hryðjuverkasamtakanna er dauður. Þetta fullyrða mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights, en þessar upplýsingar hafa ekki fengist staðfestar hjá Bandaríkjamönnum, Kúrdum né hjá stjórnvöldum í Írak. Samkvæmt Rami Abdulrahman, yfirmanni samtakanna, voru háttsettir meðlimir samtakanna í Deir al-Zor í Sýrlandi þar sem al-Baghdadi á að hafa fallið í júní eða byrjun […]

Davíð um Dag: „Slíka menn þarf að finna í fjöru sem fyrst“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur segist vilja finna Dag B. Eggertsson núverandi borgarstjóra, í fjöru og það sem fyrst. Segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins, sem er að öllum líkindum Davíð Oddsson, í leiðara blaðsins í dag að borgaryfirvöld hafi brugðist borgarbúum: Formaður borgarráðs Reykjavíkur tjáði sig seint og illa um viðbjóðinn sem bíað hafði […]

„Einhver fáránlegasti pólitíski farsi sem um getur“

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir skólpmálið í Reykjavík vera einn fáránlegasta pólitíska farsa sem um getur. Segir hann á Fésbókarsíðu sinni að hann efist ekki um æðstu stjórnendur Reykjavíkurborgar hafi ekki vitað um skólplekann við Faxaskjól: Þetta skólpmál í Reykjavík er að verða einhver fáránlegasti pólitíski farsi sem um getur. Efast ekki um að æðstu […]

Mannréttindadómstóll Evrópu: Það er í lagi að banna búrkur

Bann Belga á búrkum er löglegt að mati Mannréttindadómstóls Evrópu. Árið 2011 settu Belgar lög sem banna búrkur og önnur klæði sem hylja andlit á almannafæri. Í dag komst svo Mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að bannið bryti ekki í bága við rétt fólks til einkalífs og rétt fólks til trúarskoðana. Segir í niðurstöðu dómsins, sem […]

Ólafur segist hafa reynt að ná sáttum – Sakaður um smölun

Ólafur Arnarson segist hafa þurft að sitja undir alvarlegum ásökunum stjórnar Neytendasamtakanna sem hafi ekki átt við rök að styðjast. Ólafur sagði af sér sem formaður Neytendasamtakanna í gær. Sjá frétt: Ólafur segir af sér sem formaður Neytendasamtakanna Hefur hann verið sakaður um að hafa smalað nýjum félagsmönnum í samtökin síðasta haust gagngert til að […]

„Við erum farin að sjá afbókanir í vetur“

„Við erum farin að sjá afbókanir í vetur. Nú í fyrradag var til dæmis ferðaheildsali að afbóka 40 hópa sem áttu að vera í vetur. Það var hætt við allar ferðirnar eins og þær leggja sig. Önnur hótel sem voru með þessa seríu hljóta að fá þessar afbókanir líka.“ Þetta segir Steinþór Jónsson hótelstjóri á […]

Versti umhverfissóði landsins

Björn Jón Bragason skrifar: Ekki skorti á skrúðmælgi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þegar stjórnendur á annað hundrað fyrirtækja voru fengnir til að undirrita „umhverfisyfirlýsingu“ í Höfða með tilheyrandi fjölmiðlauppistandi nokkru áður en alls tólf fulltrúar borgarinnar héldu til Parísar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þar voru heimsbyggðinni meðal annars kynnt áform Reykjavíkurborgar um að draga úr […]

Ný hryðjuverkahópur í Bretlandi beinir spjótum sínum að sumarhúsaeigendum

Nýr hryðjuverkahópur hefur gert vart við sig á Bretlandseyjum, vilja þeir að Cornwall segi skilið við Bretland og segist hópurinn hafa meðlim sem sé tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn. Lýðveldisher Cornwall, e. Cornish Republican Army, hefur lýst ábyrgð á eldsvoða á veitingastað Rick Stein í bænum Porthleven sem brann þann 12. júní síðastliðinn. Á bloggsíðu […]

Biðst afsökunar á að hafa notað orðið „negri“

Anne Marie Morris þingmaður Íhaldsflokksins breska hefur beðist afsökunar á að hafa notað orðið „negri“ eða „nigger“ í opinberum umræðum um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. BBC greinir frá þessu. Orðið lét hún falla á ráðstefnu Politeia og voru þau birt á vef Huffington Post í dag. Var Morris þá að tala um áhrif Brexit á […]

Ólafur segir af sér sem formaður Neytendasamtakanna

Ólafur Arnarson hefur sagt af sér sem formaður Neytendasamtakanna, þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér nú fyrir stuttu. Nokkrar deilur hafa verið innan samtakanna síðustu vikur og hefur Ólafur verið sakaður um að eyða fé samtakanna án heimildar frá stjórninni. Því hafnar Ólafur alfarið í yfirlýsingunni en í henni segir orðrétt: […]

Jónas æfur: „Fátækir eru látnir borga sitt krabbamein“

„Þegar ég var ungur, hélt ég, að á Íslandi væri ókeypis velferð að norrænum hætti. Líklega var það nokkurn veginn rétt í þá daga. Nú veit ég, að ekki lengur ríkir hér ókeypis velferð.“ Þetta segir Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri á vefsíðu sinni. Segir hann að þegar hann hafi verið ungur og Ólafur Thors var […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is