Innlent

Hafnarfjarðarbær og Druslugangan hlutu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Þorsteinn Víglundsson veitti Druslugöngunni jafnréttisviðurkenningu í dag.
Þorsteinn Víglundsson veitti Druslugöngunni jafnréttisviðurkenningu í dag. Jafnréttisstofa

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í dag við hátíðlega athöfn í Hannesarholti. Tveir aðilar hlutu viðurkenninguna en það eru Hafnarfjarðarbær og Druslugangan.

Segir í tilkynningu frá Jafnréttisráði að framsækin og metnaðarfull stefna Hafnarfjarðarbæjar geri sveitarfélagið að heildstæðum brautryðjenda á sviði jafnréttismála. Þá segir jafnframt að Druslugangan sé mikilvægt grasrótarstarf sem hefur haft afgerandi áhrif á samfélagið og opnað fyrir umræðuna um kynferðisofbeldi.

Við sömu athöfn opnaði Kristín Jóndóttir vefinn kvennalistinn.is. Vefurinn hefur það að markmiði að varðveita á einum stað öll gögn tengd kvennaframboðunum, miðla reynslu og þekkingu um þessi sögulegu framboð og gera sýnileg þau miklu áhrif sem Kvennalistinn hafði á Alþingi og út í samfélaginu. 



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira