Abidjan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Staðsetning Abidjan innan Fílabeinsstrandarinnar
Abidjan

Abidjan er stærsta borg Fílabeinsstrandarinnar og fyrrum höfuðborg. núverandi höfuðborg er Yamoussoukro. Borgin er fjórða stærsta Frönskumælandi borg heims, á eftir París, Kinshasa og Montréal. Einkenni Abidjan er mikill iðnaður og dreifbýli. Borgin er í Ebrié-lóninu á eyrum og eyjum sem eru tengdar með brúm. Aðal útfutningsvörur frá borginni eru kaffi, kakó, timbur, bananar, ananas og pálma- og fiskafurðir. Árið 2014 var talið að íbúar borgarinnar væru um 4,4 milljónir

Borgin stækkaði eftir byggingu nýrrar bryggju árið 1931 og á þeim tíma sem borgin varð höfuðborg, árið 1933. Bygging Viridi skipaskurðsins 1951 opnaði fyrir möguleika borgarinnar að verða að hafnarborg. Árið 1983 var Yamoussoukro valin sem höfuðborg landsins, en flestar skrifstofur ríkisins og sendiráð eru enn í Abidjan.

Landafræði[breyta | breyta frumkóða]

Abadjan liggur á suð-austur strönd landsins í Gíneuflóa. Borgin er staðsett á eyrum Ebrie lónsins. Viðskiptahverfi borgarinnar Le Plateau er miðborg hennar ásamt Cocody, Deux Plaeaux (ríkasta hverfi borgarinnar) og fátækrahverfið Adjamé á norðurströnd lónsins. [1]

Hitastig[breyta | breyta frumkóða]

Borgin er með hitabeltisloftslag með langri regntíð frá Maí til Júlí og stuttri regntíð frá September til Nóvember. Borgin er rök allt árið, með rakastig um eða yfir 80%. Yfir regntímabilið getur ringt stanslaust yfir nokkra daga eða ákaft yfir einn klukkutíma. Regnkoma borgarinnar er 2.000 mm á ári.[2]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  1. „GNS: Country Files“. Earth-info.nga.mil. Sótt 28. mars 2011.
  2. Atlas de la Côte d'Ivoire, 2 éd de Pierre Vennetier et Geneviève Daverat (1983)
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.