Sjúkrahúsið Vogur

Sérhæfð meðferð við fíknsjúkdómi hjá SÁÁ lýtur faglegum kröfum

Sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla

Á sjúkrahúsinu Vogi er lögð áhersla á fíknsjúkdóm sem margþátta sjúkdóm sem hægt er að meðhöndla. Meðferðin er byggð á læknisfræðilegum greiningum, afeitrun með fagfólki, lyfjameðferð og einstaklingshæfðri sálfélagslegri meðferð. Meðferðin grípur inn í fylgikvilla, þ.e. líkamlega, geðræna og félagslega. Skimað er fyrir smitsjúkdómum, notuð er sérhæfð viðtalstækni fyrir mismunandi þarfir og einnig er dagleg fræðsla og hópmeðferðir sem eru kynja- og aldursskiptar. Lögð er áhersla á eftirfylgni og fjölbreytt úrræði til reiðu. Mismunandi hópar fá mismunandi úrræði.

INNLAGNIR Á ÁRI
EINSTAKLINGAR Á ÁRI
FJÖLDI RÚMA
MEÐALALDUR

Afeitrun og greining

Á Sjúkrahúsinu Vogi fá sjúklingar afeitrun og greiningu. Læknir leggur mat á meðferðarþörf. Flestir eru undir áhrifum vímuefna eða í fráhvörfum við komu. Fráhvarfsmeðferð er veitt af læknum og hjúkrunarfræðingum. Á sérstökum sjúkragangi, Gátinni, á Vogi eru 11 sjúkrarúm fyrir veikustu sjúklingana. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ráðgjafar eru til staðar allan sólarhringinn. Læknir er einnig á vakt á sjúkrahúsinu alla daga vikunnar og á bakvakt kvöld og nætur.

Sálfélagsleg meðferð

Sálfélagsleg meðferð hefst samhliða fráhvarfsmeðferð og miðar að bata án vímuefna. Sálfélagslega meðferðin er fólgin í fræðslu um fíknsjúkdóminn, hópmeðferð til að styðja við innsæi, og sérsniðnum verkefnum sem treysta grunninn að breyttum lífsstíl. Áhugahvetjandi samtalið styður sjúklinga til að ná meðferðarmarkmiðum sínum. Að baki meðferðinni standa áfengis- og vímuefnaráðgjafar sem meta meðferðarþörf og aðstæður hvers og eins í viðtölum og stýra hópmeðferð, sálfræðingar sem meta sálfræðilega stöðu og leggja til leiðir til bata, læknar sem meta lyfjaþörf vegna fráhvarfa og annarra líkamlegra jafnt sem geðrænna kvilla, og hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem veita öllum aðhlynningu eftir þörfum.

HÓPMEÐFERÐIR
FRÆÐSLUERINDI
EINSTAKLINGSVIÐTÖL

Einstaklingshæfð meðferðaráætlun

Einstaklingshæfð meðferðaráætlun er gerð í samvinnu við sjúklinginn þar sem tekið er tillit til kyns, aldurs, félagslegra, líkamlegra og sálfræðilegra þarfa. Sálfélagslega meðferðin er kynjaskipt til að skapa öryggi og næði til að ræða viðkvæm mál og styrkja félagsleg tengsl meðal kvenna/karla. Allir meðferðarhópar kynjaskiptir, einnig svefngangar á neðri hæð þar sem konur eru á sérstökum gangi. Sameiginleg rými í fyrirlestrasal og í matsal eru kynjaskipt.

Gangur meðferðar

Fylgst er náið með framförum hvers og eins, hjúkrun er mikil í upphafi til að greina og meta fráhvarfsmeðferð og heilsu, læknar tala við sjúklinga daglega, og um leið og sjúklingur hefur getu til tekur hann þátt í sálfélagslegu meðferðinni. Meðaldvöl er 10 dagar, og má reikna með því að hver sjúklingur hafi þá sótt um 29 fræðsluerindi, stundað 8 hópmeðferðir og unnið sérverkefni, og fengið a.m.k. 8 einstaklingsviðtöl til undirbúnings fyrir næstu skref í endurhæfingu og virkni í lífi og starfi.

Algengar spurningar

Hvernig geri ég beiðni um innlögn á Sjúkrahúsið Vog?

Hringir í síma 530-7600, skrifstofan á Vogi er opin virka daga kl.08:00-12:00 og kl.13:00-16:00.

Hverjir aðrir geta gert beiðni um innlögn?

Heimilislæknir/læknir/félagsráðgjafi/barnavernd o.fl. geta sent tilvísun eða haft samband og þá er gerð beiðni um innlögn. Einnig getur fjölskylda/aðstandendur hringt og gert beiðni um innlögn.

Hvað get ég gert ef ég á nú þegar beiðni um innlögn?

Ef þú bíður innlagnar eða óskar eftir annarri aðstoð, er hægt að leita á göngudeildir SÁÁ í Reykjavík og á Akureyri í síma 530-7600. Þar er hægt að panta viðtal á staðnum eða í fjarþjónustu. Einnig eru meðferðarúrræði í göngudeildum sem geta komið í stað innlagnar á Sjúkrahúsið Vog.

Hvað getur biðtíminn verið langur eftir innlögn á Sjúkrahúsið Vog?

Biðtími eftir innlögn er að meðaltali 2-4 mánuðir fyrir einstaklinga sem eru að koma í 2. skiptið eða oftar í meðferð. Biðtími fyrir einstaklinga sem eru að koma í fyrstu meðferð eða langt er liðið frá síðustu meðferð (9-10 ár) er að meðaltali 2-4 vikur.

Hvað er meðferðin á Sjúkrahúsinu Vogi löng og er einhver eftirmeðferð?

Meðferðin á Vogi er um 10 dagar og inniliggjandi eftirmeðferð á Vík er 28 dagar, einnig eru mislöng eftirmeðferðarúrræði í göngudeildum SÁÁ í Reykjavík og á Akureyri.

Hvert get ég leitað annað vegna vanda af fíknsjúkdómi?

Aðstoð vegna vanda af fíknsjúkdómi er að finna hjá heilsugæslunni, hjá velferðarsviði sveitarfélaga (félagsráðgjafar), einnig er fíknimeðferð á fíknigeðdeild Landspítalans og á bráðamóttöku geðdeildar, sími 543-1000.

vogur-matsalur-888-679

Yfirlit

HEILI-630-622
Sjúkrahúsið Vogur

Stórhöfða 45
110 Reykjavík
Sími: 530 7600

vogur@saa.is

Meðferðarstöðin Vík

162 Kjalarnes
Sími: 530-7600
Fax: 566-8230

vik@saa.is

Vaktsími kvennameðferðar: 530 7640
Vaktsími karlameðferðar: 530 7690

Göngudeildin Von

Efstaleiti 7
103 Reykjavík
Sími: 530 7600
Fax: 530-7601

saa@saa.is

Opið: mán.- fös. kl. 9.00-16.00.

Göngudeildin á Akureyri

Hofsbót 4
600 Akureyri
Símar: 530 7600, 462 7611, 824 7609

saa@saa.is

Forstjóri sjúkrahússins Vogs

Valgerður Rúnarsdóttir
Framkvæmdastjóri lækninga
Sérfræðingur í lyflækningum og fíknlækningum

valgerdurr@saa.is

Hjúkrunarforstjóri

Þóra Björnsdóttir
Hjúkrunarfræðingur

thora@saa.is

Yfirsálfræðingur

dr. Ingunn Hansdóttir
Sálfræðingur

ingunnh@saa.is

Dagskrárstjóri á Vogi

Páll Geir Bjarnason

pallb@saa.is

Dagskrárstjóri á Vík

Torfi Hjaltason

torfi.hjaltason@saa.is

Dagskrárstjóri í Von

Karl S. Gunnarsson

karl@saa.is