DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið hefur með bréfi dags. 22. águst sl. fallist á skipan Jónínu Kristínar Berg til að gegna starfi allsherjargoða til bráðabirgða, þar til nýr allsherjargoði hefur verið kosinn.
DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið hefur með bréfi dags. 22. águst sl. fallist á skipan Jónínu Kristínar Berg til að gegna starfi allsherjargoða til bráðabirgða, þar til nýr allsherjargoði hefur verið kosinn.

Ásatrúarfélagið hefur verið í miklum uppgangi undanfarin ár og hefur það margfaldast að félagatölu og innri styrk. Málefni þess vekja gjarnan áhuga almennings langt út fyrir raðir félagsmanna. Því er það ekki að undra að fjölmiðlar hafa gengið hart eftir skýringum á brottvikningu fyrrverandi allsherjargoða, sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í Lögréttu og staðfest var nýlega með miklum atkvæðamun á aukaallsherjarþingi.

Jörmundur Ingi hefur lengi fyllt raðir ásatrúarmanna og hefur gert suma hluti vel. Hann fór fram á það að ávirðingar hans yrðu ekki ræddar eða um þær fjallað. Á það var fallist til að hlífa honum og fjölskyldu hans.

Ásatrúarfélagið hefur skilning á upplýsingaskyldu fjölmiðla en mun í þessu máli virða gefin fyrirheit og samþykktir félagsins. Opinberri umræðu um þetta mál er hér með lokið af hálfu félagsins með þessari yfirlýsingu.

F.h. Lögréttu,

Jónas Þ. Sigurðsson

lögsögumaður.