Sitemap Print page Íslenska

HEIÐURSMERKI FÁLKAORÐUNNAR

Eftirtaldir einstaklingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 2011:

 

I. Íslenskir ríkisborgarar

1. janúar 2011

Ágústa Þorkelsdóttir bóndi, Refsstað Vopnafirði, riddarakross fyrir störf í þágu dreifbýlis og heimabyggðar
Björgvin Halldórsson tónlistarmaður, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar
Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar
Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til þjóðlegrar gull- og silfursmíði
Jón Karl Karlsson fyrrverandi formaður Verkamannafélagsins Fram og Alþýðusambands Norðurlands, Sauðárkróki, riddarakross fyrir störf í þágu verkalýðsmála og réttindabaráttu
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrrverandi sveitarstjóri, oddviti og alþingismaður, Reykhólahreppi, riddarakross fyrir framlag til félagsmála á landsbyggðinni
Karl M. Guðmundsson fv. íþróttakennari og fræðslustjóri ÍSÍ, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að æskulýðs- og íþróttamálum
María Jóna Hreinsdóttir ljósmóðir, Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjendastörf í þágu fósturgreiningar og ljósmóðurfræða
Pétur Gunnarsson rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir ritstörf og framlag til íslenskra bókmennta
Ragnar Guðni Axelsson ljósmyndari, Kópavogi, riddarakross fyrir framlag til ljósmyndunar og umfjöllun um lífshætti frumbyggja á norðurslóðum
Rannveig Löve fyrrverandi kennari, Kópavogi, riddarakross fyrir brautryðjandastarf á sviði lestrarkennslu og störf að málefnum berklasjúklinga
Sigurgeir Guðmundsson formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hellu, riddarakross fyrir forystu á sviði björgunar og almannavarna

 

16. júní 2011

Dr. Andrés Arnalds fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins, Mosfellsbæ, riddarakross fyrir störf á vettvangi landgræðslu og jarðvegsverndar
Hafdís Árnadóttir kennari og stofnandi Kramhússins, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði á sviði heilsueflingar og líkamsræktar
Hólmfríður Gísladóttir kennari, Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjandastörf í þágu flóttafólks og aðfluttra íbúa
Júlía Guðný Hreinsdóttir fagstjóri á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslensks táknmáls og réttindabaráttu
Kári Jónasson fyrrverandi fréttastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi fjölmiðla
Lovísa Christiansen framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna, Hafnarfirði, riddarakross fyrir störf í þágu áfengis- og vímuefnaneytenda
Sjöfn Ingólfsdóttir fyrrverandi formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til félagsmála og réttindabaráttu launafólks
Skúli Alexandersson fyrrverandi alþingismaður og oddviti, Hellissandi, riddarakross fyrir störf í þágu atvinnulífs, menningar og sögu heimabyggðar
Sverrir Bergmann Bergsson taugalæknir, Garðabæ, riddarakross fyrir störf í þágu MS-sjúklinga og á vettvangi heilbrigðismála og læknavísinda
Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til vísinda, kennslu og miðlunar fræðilegrar þekkingar til almennings
Þóra Einarsdóttir söngkona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar

 

II. Erlendir ríkisborgarar

3. maí 2011

Danilo Türk forseti Slóveníu, stórkross

Font size: St笫a leturMinnka letur