Mánudagur 14.10.2013 - 12:13 - Ummæli ()

Björn Jón tilkynnir framboð: Fallegasti flugvöllur í Evrópu verði í Vatnsmýri

Björn Jón Bragason.

Björn Jón Bragason.

Björn Jón Bragason gefur kost á sér í 2. til 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.

Björn Jón hefur verið áberandi í umræðunni um borgarmálin síðustu misseri, meðal annars sem talsmaður verslunareigenda í miðborginni og í pistlaskrifum á Pressunni.

Helstu baráttumáls Björns Jóns eru ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk, endurreisn úthverfa og framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri.

Í yfirlýsingu sinni segir Björn Jón að borgaryfirvöld hafi breyst í „harðsvíraða tollheimtumenn sem svífast einskis til að blóðmjólka hvern þann sem hefst handa við húsbyggingar.“ Afleiðingin sé sú að stærstur hluti ungs fólks sér ekki fram á að eignast húsnæði nema með því að binda á sig óviðráðanlegan skuldaklafa ævina á enda. Björn Jón vill bregðast við þessu með því að leggja niður öll gjöld á húsbyggingar og dreifa þeim á líftíma íbúðarinnar eða dreifa þeim á allar fasteignir í borginni. Þá vill hann útrýma lóðaskortinum með því að taka stór óbyggð svæði í borgarlandinu undir nýja byggð og nefnir Úlfarsárdal, Keldnaholt og Geldinganes í því samhengi.

Þá gagnrýnir Björn Jón niðurskurð í grunnþjónustu og skattahækkanir núverandi meirihluta. Segir hann kostnað við yfirstjórn borgarinnar hafa „margfaldast“ á sama tíma og viðhald eigna borgarinnar hafi setið á hakanum, einkum og sér í lagi efri byggðum borgarinnar.

Á sama tíma er milljörðum eytt í uppkaup á ónýtum húskofum og önnur gæluverkefni vestar í borginni.

Loks segir í yfirlýsingu Björns Jóns að sú mikla óvissa sem ríkt hafi um Reykjavíkurflugvöll hafi hamlað uppbyggingu flugs og flugtengdrar starfsemi á vellinum. Því eigi að festa flugvöllinn í sessi í Vatnsmýrinni.

Gerum Reykjavíkurflugvöll að fallegasta flugvelli Evrópu, sannkallaðri borgarprýði.

Framboðsyfirlýsing Björns Jóns er svohljóðandi:

Sú venja hefur skapast hér á landi að þeir sem bjóða sig fram til embætta eða í ákveðnar stöður hafa að því er virðist lítinn áhuga á þeim málum sjálfir en sjá sig knúna til að láta undan tilmælum stuðningsmanna til að gefa kost á sér til viðkomandi starfa. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2.–3. sæti í prófkjöri reykvískra sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjórnarskosningar og ég ætla að gera þá játningu að tilmæli annarra höfðu þar lítil áhrif á, heldur umfram allt einlægur áhugi minn. Einlægur áhugi á framtíð höfuðborgarinnar og einlægur áhugi á því að Reykjavík megi á næstu árum og áratugum standast samkeppni við erlendar borgir, hvort heldur hvað varðar atvinnulíf eða skilyrði til búsetu að öðru leyti.

«
»

Ummæli ()

Birta

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is