Alþingiskosningar 2021

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 25. september 2021 í samræmi við forsetabréf um þingrof og almennar kosningar frá 12. ágúst sl.

Leiðbeiningar um framboð

Almennar leiðbeiningar um framboð við kosningar til Alþingis.

Mörk kjördæmanna í Reykjavík

Landskjörstjórn auglýsti 27. ágúst 2021 mörk norður- og suðurkjördæma í Reykjavík í Stjórnartíðindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. 

Skipting þingsæta milli kjördæma

Um fjölda þingsæta og skiptingu þeirra er fjallað í 8. gr. kosningalaga, sbr. auglýsingu landskjörstjórnar nr. 944/2017, útreikninga sem liggja til grundvallar má finna í tilkynningu landskjörstjórnar frá 9. nóvember 2017. Þingsæti eru 63, þar af eru kjördæmissæti 54 og jöfnunarsæti 9. Þau skiptast þannig milli kjördæma:

KjördæmiÞingsætiKjördæmissætiJöfnunarsæti
Norðvesturkjördæmi871
Norðausturkjördæmi1091
Suðurkjördæmi1091
Suðvesturkjördæmi13112
Reykjavíkurkjördæmi suður1192
Reykjavíkurkjördæmi norður1192